Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. janúar 2025 20:46 Þórir kvaddur með stæl. EPA/Liselotte Sabroe Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta, er þjálfari ársins 2024 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld. Þá var Þórir kjörinn þjálfari ársins í Noregi. Þóri þarf ekki að kynna fyrir landsmönnum en hann er einn sigursælasti þjálfari Íslandssögunnar - þó svo að titlar hans hafi komið með kvennalandsliði Noregs. Hann var í 2. sæti kjörsins í fyrra en gerði gott betur í ár og vann með miklum yfirburðum. Þórir hlaut 116 atkvæði á meðan Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, var í 2. sæti með 48 stig og Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta, var í 3. sæti með 17 stig. Þetta er í þriðja sinn sem Þórir er kjörinn þjálfari ársins en hann hlaut verðlaunin árin 2021 og 2022. Þá hefur hann fjórum sinnum verið í 2. sæti í kjörinu. Þórir þakkaði fyrir sig í gegnum myndband sem birt var.Vísir/Hulda Margrét Þórir hefur ákveðið að hætta með norska kvennalandsliðið og verður ekki annað sagt en hann hafi hætt á toppnum. Vann hann til tveggja gullverðlauna á sínu síðasta ári sem þjálfari liðsins. Þær norsku stóðu uppi sem Ólympíumeistarar í París í ágúst á síðasta ári og í desember bættu þeir Evrópumeistaratitlinum við. Það kemur því ekki á óvart að liðið hafi verið kjörið lið ársins í Noregi. Alls vann norska kvennalandsliðið vann alls 11 gullverðlaun undir stjórn Þóris frá 2009 til 2024. Ekki nóg með að vera kjörinn þjálfari ársins á Íslandi heldur var Þórir einnig kjörinn þjálfari ársins í Noregi. Geri aðrir betur. Alls tóku 24 íþróttafréttamenn þátt í kjörinu og valdi hver og einn þrjá bestu þjálfara ársins að sínu mati. Fimm stig fengust fyrir efsta sæti, þrjú fyrir 2. sæti og eitt stig fyrir það þriðja. Þjálfari ársins 1. Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennaliðs Noregs í handbolta 116 2. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta 48 3. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta 17 4. Alfreð Gíslason, þjálfari karlaliðs Þýskalands í handbolta 15 5. Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals í handbolta 9 6. Halldór Árnason, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta 6 7. Freyr Alexandersson, þjálfari karlaliðs Kortrijk í fótbolta 5 Íþróttamaður ársins Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira
Þóri þarf ekki að kynna fyrir landsmönnum en hann er einn sigursælasti þjálfari Íslandssögunnar - þó svo að titlar hans hafi komið með kvennalandsliði Noregs. Hann var í 2. sæti kjörsins í fyrra en gerði gott betur í ár og vann með miklum yfirburðum. Þórir hlaut 116 atkvæði á meðan Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, var í 2. sæti með 48 stig og Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta, var í 3. sæti með 17 stig. Þetta er í þriðja sinn sem Þórir er kjörinn þjálfari ársins en hann hlaut verðlaunin árin 2021 og 2022. Þá hefur hann fjórum sinnum verið í 2. sæti í kjörinu. Þórir þakkaði fyrir sig í gegnum myndband sem birt var.Vísir/Hulda Margrét Þórir hefur ákveðið að hætta með norska kvennalandsliðið og verður ekki annað sagt en hann hafi hætt á toppnum. Vann hann til tveggja gullverðlauna á sínu síðasta ári sem þjálfari liðsins. Þær norsku stóðu uppi sem Ólympíumeistarar í París í ágúst á síðasta ári og í desember bættu þeir Evrópumeistaratitlinum við. Það kemur því ekki á óvart að liðið hafi verið kjörið lið ársins í Noregi. Alls vann norska kvennalandsliðið vann alls 11 gullverðlaun undir stjórn Þóris frá 2009 til 2024. Ekki nóg með að vera kjörinn þjálfari ársins á Íslandi heldur var Þórir einnig kjörinn þjálfari ársins í Noregi. Geri aðrir betur. Alls tóku 24 íþróttafréttamenn þátt í kjörinu og valdi hver og einn þrjá bestu þjálfara ársins að sínu mati. Fimm stig fengust fyrir efsta sæti, þrjú fyrir 2. sæti og eitt stig fyrir það þriðja. Þjálfari ársins 1. Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennaliðs Noregs í handbolta 116 2. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta 48 3. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta 17 4. Alfreð Gíslason, þjálfari karlaliðs Þýskalands í handbolta 15 5. Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals í handbolta 9 6. Halldór Árnason, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta 6 7. Freyr Alexandersson, þjálfari karlaliðs Kortrijk í fótbolta 5
Íþróttamaður ársins Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira