Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Bjarki Sigurðsson skrifar 5. janúar 2025 15:53 Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði. Skjáskot/Stöð 2 Íbúi í Hlíðarendahverfi í Reykjavík hefur áhyggjur af því að fyrirhugað fimm hæða hús í hverfinu verði til þess að aðrar íbúðir verði í skugga allan ársins hring. Umhverfissálfræðingur segir birtuleysi hafa gríðarleg áhrif á fólk. Í Morgunblaðinu er rætt við íbúa í Smyrilshlíð í Hlíðarendahverfi þar sem fyrirhugað er að reist verði fimm hæða hús, vestan við Smyrilshlíð. Framkvæmdir hefjast í mars eða apríl. Íbúinn segir uppbygginguna ganga þvert á skipulag sem hafði þegar verið kynnt íbúum. Hann hefur áhyggjur af því að uppbyggingin muni hafa gríðarlega slæm áhrif á birtuskilyrði í nálægum íbúðum, jafnvel að ýmsir verði án sólarljóss allan ársins hring. Páll Líndal umhverfissálfræðingur segir að þegar verið er að þétta byggð líkt og í Hlíðarendahverfi, sé allt of oft litið framhjá þáttum eins og ljósvist. „Þegar við búum norður í höfum, þar sem er nú þegar frá náttúrunnar hendi mikill skortur á birtu stóran hluta ársins, þá er þetta einfaldlega ekki það sem þarf. Við þurfum að taka mið af því hvar við erum staðsett á jarðarkringlunni. Þetta er mjög alvarlegt mál að líta fram hjá þessu,“ segir Páll. Að vera án birtu getur haft mikil og slæm áhrif á einstaklinga. „Þetta hefur áhrif á dægursveifluna af því við þurfum bæði ljós og myrkur, þetta hefur áhrif á afköst okkar, þetta hefur áhrif á svefn okkar, þetta getur haft áhrif á minni okkar og getu til lærdóms, þetta hefur áhrif á skap okkar. Þannig þetta eru mjög mörg fjölþætt áhrif sem skortur á birtu hefur í för með sér,“ segir Páll. „Svona uppbygging, sem bíður upp á það að fólk búi í íbúðum þar sem er skuggi allt árið, þetta er einfaldlega heilsuspillandi umhverfi,“ segir Páll. Reykjavík Húsnæðismál Arkitektúr Skipulag Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Í Morgunblaðinu er rætt við íbúa í Smyrilshlíð í Hlíðarendahverfi þar sem fyrirhugað er að reist verði fimm hæða hús, vestan við Smyrilshlíð. Framkvæmdir hefjast í mars eða apríl. Íbúinn segir uppbygginguna ganga þvert á skipulag sem hafði þegar verið kynnt íbúum. Hann hefur áhyggjur af því að uppbyggingin muni hafa gríðarlega slæm áhrif á birtuskilyrði í nálægum íbúðum, jafnvel að ýmsir verði án sólarljóss allan ársins hring. Páll Líndal umhverfissálfræðingur segir að þegar verið er að þétta byggð líkt og í Hlíðarendahverfi, sé allt of oft litið framhjá þáttum eins og ljósvist. „Þegar við búum norður í höfum, þar sem er nú þegar frá náttúrunnar hendi mikill skortur á birtu stóran hluta ársins, þá er þetta einfaldlega ekki það sem þarf. Við þurfum að taka mið af því hvar við erum staðsett á jarðarkringlunni. Þetta er mjög alvarlegt mál að líta fram hjá þessu,“ segir Páll. Að vera án birtu getur haft mikil og slæm áhrif á einstaklinga. „Þetta hefur áhrif á dægursveifluna af því við þurfum bæði ljós og myrkur, þetta hefur áhrif á afköst okkar, þetta hefur áhrif á svefn okkar, þetta getur haft áhrif á minni okkar og getu til lærdóms, þetta hefur áhrif á skap okkar. Þannig þetta eru mjög mörg fjölþætt áhrif sem skortur á birtu hefur í för með sér,“ segir Páll. „Svona uppbygging, sem bíður upp á það að fólk búi í íbúðum þar sem er skuggi allt árið, þetta er einfaldlega heilsuspillandi umhverfi,“ segir Páll.
Reykjavík Húsnæðismál Arkitektúr Skipulag Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira