Veður gæti haft áhrif á brennuhald Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. janúar 2025 12:02 Brennan við Ægissíðu í Vesturbæ Reykjavíkur er alltaf vel sótt á þessum degi að sögn verkefnastjóra. Reykjavíkurborg Jólin verða kvödd með þrettándabrennum víða um land í kvöld, það er að segja ef veður leyfir. Útlit er fyrir norðanátt í dag og nokkuð vindasamt veður. Kveikt verður í brennum á Akranesi, í Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Hörgársveit, Mosfellsbæ og á tveimur stöðum í Reykjavík, Ægissíðunni í Vesturbæ og við Gufunesbæ í Grafarvogi - svo dæmi séu tekin. Hörður Heiðar Guðbjörnsson, verkefnastjóri hjá Vesturmiðstöð sér um brennuna á Ægissíðu. „Þetta verður svipað og undanfarin ár. Við breytum ekkert út af venjunni og byrjum við Melaskóla þar sem verður fjöldasöngur sem Sveinn, kennari í Melaskóli, stjórnar. Þeir sem tengja við skólann vita hver hann er. Hann hefur séð um þetta undanfarin ár og verið flottur í því.“ Og safnast fólk saman við skólann klukkan sex í kvöld. Í framhaldinu mun hópurinn ganga frá Melaskóla að Ægissíðunni í traustri fylgd lögreglu. „Klukkan hálf sjö þá kveikjum við í brennunni, það er að segja ef að veður leyfir. Það er pínu vindur úti akkúrat núna en miðað við veðurspár sem aldrei klikka á að lægja seinnipartinn og þá verður þetta ekkert vesen.“ Vindur gæti sett strik í reikninginn Útlit er fyrir norðanátt í dag og verður vindur víða á bilinu tíu til fimmtán metrar á sekúndu. Þar sem brennan við Ægissíðu stendur nálægt íbúabyggð má ekki kveikja í henni ef vindur fer yfir 10 metra á sekúndu. Hörður segir veðurspár gera ráð fyrir að veður lægi seinnipartinn. „Miðað við veðurspána og það sem ég sá áðan þá ætti þetta að líta mjög vel út þannig stefnan er bara á að kveikja í brennunni klukkan hálf sjö og vonandi klikka veðurguðirnir ekkert.“ Vel sótt Kyndlar verða til sölu hjá Melaskóla, jólasveinar mæta á svæðið og lýkur dagskránni með flugeldasýningu klukkan korter í sjö. „Þetta er bara mjög vel sótt. Og hefur verið í þessi ár, ég held að þetta sé þrettánda árið sem ég kem að þessu, þá hefur þetta verið frábær hefð og ótrúlega skemmtilegt og mikil stemning sem myndast alltaf í kringum þessa hátíð.“ Jól Reykjavík Mosfellsbær Eyjafjarðarsveit Akranes Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Kveikt verður í brennum á Akranesi, í Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Hörgársveit, Mosfellsbæ og á tveimur stöðum í Reykjavík, Ægissíðunni í Vesturbæ og við Gufunesbæ í Grafarvogi - svo dæmi séu tekin. Hörður Heiðar Guðbjörnsson, verkefnastjóri hjá Vesturmiðstöð sér um brennuna á Ægissíðu. „Þetta verður svipað og undanfarin ár. Við breytum ekkert út af venjunni og byrjum við Melaskóla þar sem verður fjöldasöngur sem Sveinn, kennari í Melaskóli, stjórnar. Þeir sem tengja við skólann vita hver hann er. Hann hefur séð um þetta undanfarin ár og verið flottur í því.“ Og safnast fólk saman við skólann klukkan sex í kvöld. Í framhaldinu mun hópurinn ganga frá Melaskóla að Ægissíðunni í traustri fylgd lögreglu. „Klukkan hálf sjö þá kveikjum við í brennunni, það er að segja ef að veður leyfir. Það er pínu vindur úti akkúrat núna en miðað við veðurspár sem aldrei klikka á að lægja seinnipartinn og þá verður þetta ekkert vesen.“ Vindur gæti sett strik í reikninginn Útlit er fyrir norðanátt í dag og verður vindur víða á bilinu tíu til fimmtán metrar á sekúndu. Þar sem brennan við Ægissíðu stendur nálægt íbúabyggð má ekki kveikja í henni ef vindur fer yfir 10 metra á sekúndu. Hörður segir veðurspár gera ráð fyrir að veður lægi seinnipartinn. „Miðað við veðurspána og það sem ég sá áðan þá ætti þetta að líta mjög vel út þannig stefnan er bara á að kveikja í brennunni klukkan hálf sjö og vonandi klikka veðurguðirnir ekkert.“ Vel sótt Kyndlar verða til sölu hjá Melaskóla, jólasveinar mæta á svæðið og lýkur dagskránni með flugeldasýningu klukkan korter í sjö. „Þetta er bara mjög vel sótt. Og hefur verið í þessi ár, ég held að þetta sé þrettánda árið sem ég kem að þessu, þá hefur þetta verið frábær hefð og ótrúlega skemmtilegt og mikil stemning sem myndast alltaf í kringum þessa hátíð.“
Jól Reykjavík Mosfellsbær Eyjafjarðarsveit Akranes Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira