Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. janúar 2025 20:00 Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar segir vanda í orkumálum liggja fyrir. Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur. Vísir/Stefán Aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar segir brýnt að ný ríkisstjórn hefjist strax handa við að tryggja orkuöryggi þjóðarinnar. Orkumarkaðurinn einkennist af óöryggi þar sem skorti leikreglur og fyrirsjáanleika. Það þurfi að skýra hver beri ábyrgð á að orkuöryggi. Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar vekur athygli á því í grein á vef stofnunarinnar að þrátt fyrir að Landsvirkjun hafi árum saman bent á vanda á orkumarkaði láti sumir eins og hann komi öllum að óvörum. Bent er á að þrátt fyrir að starfshópur hafi verið skipaður um orkuöryggi og tillögum verið skilað inn séu sumir í hópnum sem einblíni aðeins á ábyrgð raforkuframleiðenda. Þarf að tryggja orkuöryggi þjóðarinnar Kristín Linda segir að mun fleiru að hyggja og mikilvægt að ný ríkisstjórn hefjist sem fyrst handa við eitt af forgangsmálum í stefnuyfirlýsingu sinni. Þar kemur m.a. fram að ríkisstjórnin ætli að auka orkuöflun, styrkja flutningskerfi og bæta orkunýtni. Klippa: Ríkisstjórn þurfi að bregðast hratt við í orkumálum „Það skiptir gríðarlega miklu máli að tryggja orkuöryggi til skamms tíma fyrir heimili og smærri fyrirtæki en ekki síður að tryggja orkuöryggi til lengri tíma,“ segir Kristín. Óskýrt hver beri ábyrgð Hún segir afar mikilvægt að ljúka við að móta regluverk um orkumál hér á landi. „Mitt ákall núna er mjög einfalt. Við þurfum að klára vinnu við að fullmóta reglur sem snúa að orkuöryggi. Það þarf að vera skýrt hver ber ábyrgð á að tryggja orkuöryggi. Það er óöryggi núna því okkur skortir reglur og fyrirsjáanleika. Það er mjög slæmt fyrir þennan markað. Það þarf að huga að því að núna því kerfið er uppselt,“ segir Kristín. Landsvirkjun beri ekki ábyrgð á hækkunum ASÍ vakti athygli á því fyrir nokkrum vikum að smásöluverð á rafmagni hafi hækkað umfram vísitölu neysluverðs mest um 37 prósent. Forstjóri HS orku sem var með hæsta raforkuverðið samkvæmt úttekt ASÍ skýrði hækkun þar með hækkun á heildsöluverði Landsvirkjunar á rafmagni. Kristín segir rangt að hækkun á smásöluverði rafmagns sé hægt að skýra með því að heildsöluverð rafmagns hjá Landsvirkjun hafi hækkað. „Nei við erum ekki sammála því. Staðan hjá okkur er að við erum yfirleitt búin að selja megnið af raforku fram í tímann þannig að við áttum ekki von á þessum skýringum,“ segir Kristín. Orkumál Landsvirkjun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingiskosningar 2024 Alþingi Tengdar fréttir HS Orka hækkar verð á raforku Þann 1. janúar síðasliðinn hækkaði HS Orka verð á raforku samkvæmt upplýsingum sem finna má á vef Orkuvaktin. 7. febrúar 2011 10:43 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar vekur athygli á því í grein á vef stofnunarinnar að þrátt fyrir að Landsvirkjun hafi árum saman bent á vanda á orkumarkaði láti sumir eins og hann komi öllum að óvörum. Bent er á að þrátt fyrir að starfshópur hafi verið skipaður um orkuöryggi og tillögum verið skilað inn séu sumir í hópnum sem einblíni aðeins á ábyrgð raforkuframleiðenda. Þarf að tryggja orkuöryggi þjóðarinnar Kristín Linda segir að mun fleiru að hyggja og mikilvægt að ný ríkisstjórn hefjist sem fyrst handa við eitt af forgangsmálum í stefnuyfirlýsingu sinni. Þar kemur m.a. fram að ríkisstjórnin ætli að auka orkuöflun, styrkja flutningskerfi og bæta orkunýtni. Klippa: Ríkisstjórn þurfi að bregðast hratt við í orkumálum „Það skiptir gríðarlega miklu máli að tryggja orkuöryggi til skamms tíma fyrir heimili og smærri fyrirtæki en ekki síður að tryggja orkuöryggi til lengri tíma,“ segir Kristín. Óskýrt hver beri ábyrgð Hún segir afar mikilvægt að ljúka við að móta regluverk um orkumál hér á landi. „Mitt ákall núna er mjög einfalt. Við þurfum að klára vinnu við að fullmóta reglur sem snúa að orkuöryggi. Það þarf að vera skýrt hver ber ábyrgð á að tryggja orkuöryggi. Það er óöryggi núna því okkur skortir reglur og fyrirsjáanleika. Það er mjög slæmt fyrir þennan markað. Það þarf að huga að því að núna því kerfið er uppselt,“ segir Kristín. Landsvirkjun beri ekki ábyrgð á hækkunum ASÍ vakti athygli á því fyrir nokkrum vikum að smásöluverð á rafmagni hafi hækkað umfram vísitölu neysluverðs mest um 37 prósent. Forstjóri HS orku sem var með hæsta raforkuverðið samkvæmt úttekt ASÍ skýrði hækkun þar með hækkun á heildsöluverði Landsvirkjunar á rafmagni. Kristín segir rangt að hækkun á smásöluverði rafmagns sé hægt að skýra með því að heildsöluverð rafmagns hjá Landsvirkjun hafi hækkað. „Nei við erum ekki sammála því. Staðan hjá okkur er að við erum yfirleitt búin að selja megnið af raforku fram í tímann þannig að við áttum ekki von á þessum skýringum,“ segir Kristín.
Orkumál Landsvirkjun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingiskosningar 2024 Alþingi Tengdar fréttir HS Orka hækkar verð á raforku Þann 1. janúar síðasliðinn hækkaði HS Orka verð á raforku samkvæmt upplýsingum sem finna má á vef Orkuvaktin. 7. febrúar 2011 10:43 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
HS Orka hækkar verð á raforku Þann 1. janúar síðasliðinn hækkaði HS Orka verð á raforku samkvæmt upplýsingum sem finna má á vef Orkuvaktin. 7. febrúar 2011 10:43
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels