Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. janúar 2025 06:54 Nær allir íbúar Gasa eru nú á vergangi, eftir margra mánaða árásir sem hafa valdið gríðarlegu tjóni. Getty/Anadolu/Moiz Salhi Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist í gær nokkuð vongóður um að vopnahléssamkomulag myndi nást á milli Ísraelsmanna og Hamas, ef ekki á næstu tveimur vikum þá fljótlega eftir það. Viðræður hófust á ný í Katar á sunnudag en fregnir hafa borist af því að Hamas hafi látið samningamönnum í té lista yfir 34 gísla sem samtökin gætu hugsað sér að láta lausa í fyrsta fasa fangaskipta. Samkvæmt forsætisráðuneyti Benjamin Netanyahu er um að ræða sama lista og Hamas lögðu fram síðasta sumar. Hamas liðar segja um að ræða börn, konur, eldra fólk og særða en Ísraelsmenn hafa bent á að ekki hafi verið staðfest að allir á listanum séu í raun á lífi. Af þeim tæplega hundrað sem enn eru í haldi eftir árásir Hamasliða á byggðir Ísraelsmanna 7. október 2023 áætla yfirvöld í Ísrael að um það bil þriðjungur sé látinn. Talsmaður Hamas sagði í samtali við AFP að samtökin þyrftu að fá að minnsta kosti viku „frið“ á Gasa til að ná saman upplýsingum um nákvæmlega staðsetningu gíslanna og eiga samskipti við fangara þeirra um ástand þeirra. Þrátt fyrir að viðræður þyki ganga betur nú en oft áður héldu Ísraelar árásum sínum áfram um helgina og segja yfirvöld á Gasa um hundrað hafa látist um helgina. Ástandið á svæðinu versnar enn vegna kulda og flóða en sjö ungabörn eru sögð hafa látist sökum ofkælingar á síðustu vikum. Ísraelska dagblaðið Haaretz greini frá því í gær að yfirvöld væru bjartsýn á að samkomulag gæti náðst um vopnahlé á næstu dögum en þess ber að geta að aðilar hafa nokkrum sinnum sagt ljós við enda ganganna án þess að úr rættist. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Hernaður Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Viðræður hófust á ný í Katar á sunnudag en fregnir hafa borist af því að Hamas hafi látið samningamönnum í té lista yfir 34 gísla sem samtökin gætu hugsað sér að láta lausa í fyrsta fasa fangaskipta. Samkvæmt forsætisráðuneyti Benjamin Netanyahu er um að ræða sama lista og Hamas lögðu fram síðasta sumar. Hamas liðar segja um að ræða börn, konur, eldra fólk og særða en Ísraelsmenn hafa bent á að ekki hafi verið staðfest að allir á listanum séu í raun á lífi. Af þeim tæplega hundrað sem enn eru í haldi eftir árásir Hamasliða á byggðir Ísraelsmanna 7. október 2023 áætla yfirvöld í Ísrael að um það bil þriðjungur sé látinn. Talsmaður Hamas sagði í samtali við AFP að samtökin þyrftu að fá að minnsta kosti viku „frið“ á Gasa til að ná saman upplýsingum um nákvæmlega staðsetningu gíslanna og eiga samskipti við fangara þeirra um ástand þeirra. Þrátt fyrir að viðræður þyki ganga betur nú en oft áður héldu Ísraelar árásum sínum áfram um helgina og segja yfirvöld á Gasa um hundrað hafa látist um helgina. Ástandið á svæðinu versnar enn vegna kulda og flóða en sjö ungabörn eru sögð hafa látist sökum ofkælingar á síðustu vikum. Ísraelska dagblaðið Haaretz greini frá því í gær að yfirvöld væru bjartsýn á að samkomulag gæti náðst um vopnahlé á næstu dögum en þess ber að geta að aðilar hafa nokkrum sinnum sagt ljós við enda ganganna án þess að úr rættist.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Hernaður Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira