„Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 7. janúar 2025 21:36 Emil Barja er að gera flotta hluti með kvennalið Hauka. Liðið er með sex stiga forskot á toppnum eftir sigurinn í kvöld. Visir/Diego Haukar heimsóttu Njarðvík í IceMar-höllina í kvöld þegar þrettánda umferð Bónus deild kvenna hóf göngu sína. Eftir mikla baráttu og voru það gestirnir frá Hafnarfirði sem styrktu stöðu sína á toppnum með sjö stiga sigri 75-82. „Ótrúlega gott að vinna en mjög skrítinn leikur,“ sagði Emil Barja,þjálfari Hauka, eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum og þær voru að setja allt ofan í fyrri hálfleik, kannski ekki mikill varnarleikur en breyttist mikið í seinni hálfleik og vörnin mun þéttari og kannski erfiðari skot. Ég var bara ánægður með að við enduðum sem sigurvegarar,“ sagði Emil. Haukar leiddu á kafla með sautján stigum í fyrri hálfleik en fóru þó einungis með fjögurra stiga forskot inn í hálfleikinn. „Hann var mjög mikill rússíbani þessi leikur. Ég var líka mjög ánægður með hvað vörnin okkar kom svolítið saman og þjappaði sér í seinni hálfleik. Við vorum ekki að spila góða vörn fannst mér í fyrri hálfleik og vorum að gefa vitlausum leikmönnum opin skot og þær voru bara að setja skotin sín,“ sagði Emil. Emil Barja var virkilega ánægður með vörnina hjá sínu liði í fjórða leikhluta og vildi jafnvel meina að hún hafi siglt þessu yfir línuna fyrir sitt lið. „Varnarleikurinn í fjórða fannst mér bara frábær hjá okkur. Við lokuðum á allt sem að þær reyndu að koma með í endann og mér fannst við mjög þéttar og mjög stífar. Það fannst mér það sem kláraði svolítið leikinn fyrir okkur,“ sagði Emil. Það var ekki mikið skorað í fjórða leikhluta sem var lýsandi fyrir baráttuna inni á vellinum undir restina. „Þetta var mjög öðruvísi leikur kannski miðað við fyrri hálfleikinn. Þetta var mikil barátta og svo kom reyndar smá „panic“ hjá mínum stelpum í fjórða. Við vorum að taka mjög snemma skot þegar við hefðum kannski átt aðeins að róa okkur niður og við hefðum geta fundið ennþá betra skot en mjög gott að klára þetta,“ sagði Emil. Það er gríðarlega þéttur pakki við topp deildarinnar og sterkur sigur Hauka styrkti stöðu þeirra á toppnum. „Mjög sterkur. Þetta er mjög jafnt núna. Þótt við séum efstar þá er ekki nema einn leikur og ef við hefðum tapað þessu þá veit ég ekki hvort þær hefðu farið fyrir ofan okkur en þá hefði þetta orðið rosalega jafnt þannig það er mjög gott að hafa unnið þessi lið við toppinn og við náum að halda okkur í efsta sæti,“ sagði Emil að lokum. Bónus-deild kvenna Haukar UMF Njarðvík Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira
„Ótrúlega gott að vinna en mjög skrítinn leikur,“ sagði Emil Barja,þjálfari Hauka, eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum og þær voru að setja allt ofan í fyrri hálfleik, kannski ekki mikill varnarleikur en breyttist mikið í seinni hálfleik og vörnin mun þéttari og kannski erfiðari skot. Ég var bara ánægður með að við enduðum sem sigurvegarar,“ sagði Emil. Haukar leiddu á kafla með sautján stigum í fyrri hálfleik en fóru þó einungis með fjögurra stiga forskot inn í hálfleikinn. „Hann var mjög mikill rússíbani þessi leikur. Ég var líka mjög ánægður með hvað vörnin okkar kom svolítið saman og þjappaði sér í seinni hálfleik. Við vorum ekki að spila góða vörn fannst mér í fyrri hálfleik og vorum að gefa vitlausum leikmönnum opin skot og þær voru bara að setja skotin sín,“ sagði Emil. Emil Barja var virkilega ánægður með vörnina hjá sínu liði í fjórða leikhluta og vildi jafnvel meina að hún hafi siglt þessu yfir línuna fyrir sitt lið. „Varnarleikurinn í fjórða fannst mér bara frábær hjá okkur. Við lokuðum á allt sem að þær reyndu að koma með í endann og mér fannst við mjög þéttar og mjög stífar. Það fannst mér það sem kláraði svolítið leikinn fyrir okkur,“ sagði Emil. Það var ekki mikið skorað í fjórða leikhluta sem var lýsandi fyrir baráttuna inni á vellinum undir restina. „Þetta var mjög öðruvísi leikur kannski miðað við fyrri hálfleikinn. Þetta var mikil barátta og svo kom reyndar smá „panic“ hjá mínum stelpum í fjórða. Við vorum að taka mjög snemma skot þegar við hefðum kannski átt aðeins að róa okkur niður og við hefðum geta fundið ennþá betra skot en mjög gott að klára þetta,“ sagði Emil. Það er gríðarlega þéttur pakki við topp deildarinnar og sterkur sigur Hauka styrkti stöðu þeirra á toppnum. „Mjög sterkur. Þetta er mjög jafnt núna. Þótt við séum efstar þá er ekki nema einn leikur og ef við hefðum tapað þessu þá veit ég ekki hvort þær hefðu farið fyrir ofan okkur en þá hefði þetta orðið rosalega jafnt þannig það er mjög gott að hafa unnið þessi lið við toppinn og við náum að halda okkur í efsta sæti,“ sagði Emil að lokum.
Bónus-deild kvenna Haukar UMF Njarðvík Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira