Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar 8. janúar 2025 10:32 Það er áhugavert, jafnvel kaldhæðnislegt, að fylgjast með þeim sem hafna vísindum þegar þau segja okkur óþægilegar staðreyndir, en grípa á lofti vísindalegar fullyrðingar ef þær henta hugmyndafræði þeirra. Þetta ósamræmi er áberandi í umræðum um loftslagsbreytingar og jafnvel samfélagsmál eins og kynvitund. Vísindin hafa leitt í ljós ótrúlega flókið kerfi alheimsins. Til dæmis sýna rannsóknir að svarthol geta sveigt tímarúmið svo mikið að þau virka sem „göng“ milli tíma og rúms, og þyngdaraflið þeirra er svo sterkt að ekkert sleppur, ekki einu sinni ljós. Á sama hátt sýnir skammtafræði okkur að agnir geta verið á fleiri en einum stað í einu, hugmynd sem brýtur algjörlega gegn eðlilegri skynsemi. Þessar staðreyndir vekja upp spurningar um hvernig við skiljum veruleikann. Þrátt fyrir að þær séu flóknar og erfitt sé að meðtaka þær, treysta flestir á niðurstöður vísindanna í þessum efnum. Hvers vegna ætti þá sami vísindalegi grunnur ekki að eiga við um loftslagsbreytingar eða önnur félagsleg og umhverfisleg málefni? Þegar vísindin styðja „þægilega“ hugmyndafræði Margir sem hafna loftslagsbreytingum gera það oft vegna þess að niðurstöðurnar kalla á breytingar sem ógnar hagsmunum þeirra eða lífsstíl. Sama fólk vísar hins vegar stundum í „vísindalegar staðreyndir“ til að styðja einfaldaða fullyrðingu um að það séu aðeins tvö kyn, líkt og vísindin séu aðeins „rétt“ þegar þau passa við fyrirfram ákveðnar hugmyndir. En líkt og alheimurinn er ekki einfaldur, eru kyn og loftslag heldur ekki einfaldar tvíhyggjuhugmyndir. Vísindin hafa sýnt fram á að kynvitund og líffræðilegt kyn eru flóknari en tvískipting karls og konu. Á sama hátt hafa vísindin staðfest að loftslagið er að breytast og athafnir manna hafa haft afgerandi áhrif á þá þróun. Þægindi umfram sannindi Afneitun loftslagsbreytinga og valkvæmni í því hvaða vísindi fólk viðurkennir, snýst oft meira um hugmyndafræði og pólitík en raunveruleg gögn. Að hafna vísindum sem krefjast breytinga, en velja þau þegar þau passa við skoðanir, er óheiðarlegt og hættulegt. Það gerir okkur ónæm fyrir áskorunum sem krefjast sameiginlegra lausna. Við vitum að ljós frá fjarlægum stjörnum gerir okkur kleift að horfa milljarða ára aftur í tímann og sjá upphaf alheimsins. Með sama hætti gefa vísindin okkur ótvíræð gögn um að hnattræn hlýnun sé knúin áfram af athöfnum manna. Að samþykkja annað en hafna hinu af hugmyndafræðilegum ástæðum er ekki rökrétt. Að virða vísindin þýðir ekki að velja aðeins það sem hentar okkur. Það þýðir að viðurkenna staðreyndir, horfast í augu við flókin sannindi og vera tilbúin að taka erfiðar ákvarðanir. Alheimurinn sýnir okkur að raunveruleikinn er ekki alltaf auðveldur að skilja, en vísindin hjálpa okkur að sigla í gegnum þessa flækju með gagnreyndum lausnum. Við lifum á tímum þar sem staðreyndir skipta meira máli en nokkru sinni fyrr þar sem mikið af fölskum fullyrðingum og öðrum falsupplýsingum eru í umferð. Loftslagsbreytingar eru raunverulegar og krefjast tafarlausra aðgerða. Vísindi hafa sýnt fram á þetta, rétt eins og þau hafa afhjúpað leyndardóma svarthola, skammtafræðinnar og upphafs alheimsins. Spurningin er, getum við viðurkennt vísindin í heild sinni, eða viljum við bara velja það sem hentar okkar eigin sannfæringu? Höfundur er umhverfis- og auðlindafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Logi Jóhannsson Vísindi Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er áhugavert, jafnvel kaldhæðnislegt, að fylgjast með þeim sem hafna vísindum þegar þau segja okkur óþægilegar staðreyndir, en grípa á lofti vísindalegar fullyrðingar ef þær henta hugmyndafræði þeirra. Þetta ósamræmi er áberandi í umræðum um loftslagsbreytingar og jafnvel samfélagsmál eins og kynvitund. Vísindin hafa leitt í ljós ótrúlega flókið kerfi alheimsins. Til dæmis sýna rannsóknir að svarthol geta sveigt tímarúmið svo mikið að þau virka sem „göng“ milli tíma og rúms, og þyngdaraflið þeirra er svo sterkt að ekkert sleppur, ekki einu sinni ljós. Á sama hátt sýnir skammtafræði okkur að agnir geta verið á fleiri en einum stað í einu, hugmynd sem brýtur algjörlega gegn eðlilegri skynsemi. Þessar staðreyndir vekja upp spurningar um hvernig við skiljum veruleikann. Þrátt fyrir að þær séu flóknar og erfitt sé að meðtaka þær, treysta flestir á niðurstöður vísindanna í þessum efnum. Hvers vegna ætti þá sami vísindalegi grunnur ekki að eiga við um loftslagsbreytingar eða önnur félagsleg og umhverfisleg málefni? Þegar vísindin styðja „þægilega“ hugmyndafræði Margir sem hafna loftslagsbreytingum gera það oft vegna þess að niðurstöðurnar kalla á breytingar sem ógnar hagsmunum þeirra eða lífsstíl. Sama fólk vísar hins vegar stundum í „vísindalegar staðreyndir“ til að styðja einfaldaða fullyrðingu um að það séu aðeins tvö kyn, líkt og vísindin séu aðeins „rétt“ þegar þau passa við fyrirfram ákveðnar hugmyndir. En líkt og alheimurinn er ekki einfaldur, eru kyn og loftslag heldur ekki einfaldar tvíhyggjuhugmyndir. Vísindin hafa sýnt fram á að kynvitund og líffræðilegt kyn eru flóknari en tvískipting karls og konu. Á sama hátt hafa vísindin staðfest að loftslagið er að breytast og athafnir manna hafa haft afgerandi áhrif á þá þróun. Þægindi umfram sannindi Afneitun loftslagsbreytinga og valkvæmni í því hvaða vísindi fólk viðurkennir, snýst oft meira um hugmyndafræði og pólitík en raunveruleg gögn. Að hafna vísindum sem krefjast breytinga, en velja þau þegar þau passa við skoðanir, er óheiðarlegt og hættulegt. Það gerir okkur ónæm fyrir áskorunum sem krefjast sameiginlegra lausna. Við vitum að ljós frá fjarlægum stjörnum gerir okkur kleift að horfa milljarða ára aftur í tímann og sjá upphaf alheimsins. Með sama hætti gefa vísindin okkur ótvíræð gögn um að hnattræn hlýnun sé knúin áfram af athöfnum manna. Að samþykkja annað en hafna hinu af hugmyndafræðilegum ástæðum er ekki rökrétt. Að virða vísindin þýðir ekki að velja aðeins það sem hentar okkur. Það þýðir að viðurkenna staðreyndir, horfast í augu við flókin sannindi og vera tilbúin að taka erfiðar ákvarðanir. Alheimurinn sýnir okkur að raunveruleikinn er ekki alltaf auðveldur að skilja, en vísindin hjálpa okkur að sigla í gegnum þessa flækju með gagnreyndum lausnum. Við lifum á tímum þar sem staðreyndir skipta meira máli en nokkru sinni fyrr þar sem mikið af fölskum fullyrðingum og öðrum falsupplýsingum eru í umferð. Loftslagsbreytingar eru raunverulegar og krefjast tafarlausra aðgerða. Vísindi hafa sýnt fram á þetta, rétt eins og þau hafa afhjúpað leyndardóma svarthola, skammtafræðinnar og upphafs alheimsins. Spurningin er, getum við viðurkennt vísindin í heild sinni, eða viljum við bara velja það sem hentar okkar eigin sannfæringu? Höfundur er umhverfis- og auðlindafræðingur.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun