Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. janúar 2025 10:28 Bergþóra Pálsdóttir er ein þeirra sem býr í hjólhýsi á svæðinu. Hún segist hafa vaknað upp við mikil læti í nótt. vísir/vilhelm Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni sem myndast hefur á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í nótt. Íbúi á svæðinu segir aðbúnað skelfilegan, þeir hafi óttast að svona gæti farið. Tilkynning um eldinn barst klukkan hálf fimm í morgun. Bergþóra Pálsdóttir er ein þeirra sem eru með fasta búsetu í hjólhýsabyggðinni við Sævarhöfða. Hún segist hafa vaknað við mikil læti í nótt og brugðið verulega. „Já þú getur rétt ímyndað þér, manni stendur ekki á sama.“ Hjólhýsi brunnu til kaldra kola í nótt.vísir/vilhelm Var þetta nálægt þínu hjólhýsi? „Já það er eitt hús við hliðina á mér og það kviknaði í húsinu við hliðina á henni og barst yfir í húsbíl sem er þar við hliðina á. Þetta tvennt brann til kaldra kola. Húsið við hliðina á mér, það bráðnuðu gluggarnir hjá henni og svo barst þetta í fjórða hjólhýsi sem er fjær.“ Ekki mönnum bjóðandi Hjólhýsi Bergþóru slapp og hefur hún hýst vinkonu sína þar sem hjólhýsi þeirrar síðarnefndu varð fyrir skemmdum. Bergþóra segir íbúa hafa óttast að svona gæti farið enda segja þeir aðstæður á svæðinu hræðilegar. Frá vettvangi í morgun.Vísir/Vilhelm „Þetta er hræðileg staðsetning. Við erum bara hér í umferðinni og erum búin að vera að berjast fyrir betra svæði og að hafa meira rými. Fyrir utan það þá erum við ekki með neina aðstöðu hér, ekki salerni, klósett, sturtu eða neitt. Það er að vísu eitt klósett uppi en þar er ískalt og er ekki mönnum bjóðandi.“ Lítið um svör Hún segir að til hafi staðið að hjólhýsabyggðin yrði einungis til skamms tíma á svæðinu þar til betri staðsetning yrði fundin. Íbúar séu orðnir óþreyjufullir og lítið um svör frá borgaryfirvöldum. „Þeir reyna að hunsa allt sem við reynum að tala um og benda á. Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar er búið að standa mikið með okkur og benda á fullt af svæðum, en nei við fáum ekkert.“ Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni sem myndast hefur á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í nótt. 8. janúar 2025 07:25 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Tilkynning um eldinn barst klukkan hálf fimm í morgun. Bergþóra Pálsdóttir er ein þeirra sem eru með fasta búsetu í hjólhýsabyggðinni við Sævarhöfða. Hún segist hafa vaknað við mikil læti í nótt og brugðið verulega. „Já þú getur rétt ímyndað þér, manni stendur ekki á sama.“ Hjólhýsi brunnu til kaldra kola í nótt.vísir/vilhelm Var þetta nálægt þínu hjólhýsi? „Já það er eitt hús við hliðina á mér og það kviknaði í húsinu við hliðina á henni og barst yfir í húsbíl sem er þar við hliðina á. Þetta tvennt brann til kaldra kola. Húsið við hliðina á mér, það bráðnuðu gluggarnir hjá henni og svo barst þetta í fjórða hjólhýsi sem er fjær.“ Ekki mönnum bjóðandi Hjólhýsi Bergþóru slapp og hefur hún hýst vinkonu sína þar sem hjólhýsi þeirrar síðarnefndu varð fyrir skemmdum. Bergþóra segir íbúa hafa óttast að svona gæti farið enda segja þeir aðstæður á svæðinu hræðilegar. Frá vettvangi í morgun.Vísir/Vilhelm „Þetta er hræðileg staðsetning. Við erum bara hér í umferðinni og erum búin að vera að berjast fyrir betra svæði og að hafa meira rými. Fyrir utan það þá erum við ekki með neina aðstöðu hér, ekki salerni, klósett, sturtu eða neitt. Það er að vísu eitt klósett uppi en þar er ískalt og er ekki mönnum bjóðandi.“ Lítið um svör Hún segir að til hafi staðið að hjólhýsabyggðin yrði einungis til skamms tíma á svæðinu þar til betri staðsetning yrði fundin. Íbúar séu orðnir óþreyjufullir og lítið um svör frá borgaryfirvöldum. „Þeir reyna að hunsa allt sem við reynum að tala um og benda á. Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar er búið að standa mikið með okkur og benda á fullt af svæðum, en nei við fáum ekkert.“
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni sem myndast hefur á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í nótt. 8. janúar 2025 07:25 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni sem myndast hefur á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í nótt. 8. janúar 2025 07:25