„Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. janúar 2025 22:24 Rúnar Ingi einbeittur á hliðarlínunni í kvöld. Hann er ánægður með sína menn en segir liðið þó enn eiga mikið inni. vísir / diego Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var sáttur með 81-75 sigur sinna manna á Álftanesi og stoltur af fjölhæfninni sem liðið býr yfir. Liðið hefur unnið tvo, mjög ólíka, leiki á árinu og lítur vel út fyrir úrslitakeppnina að mati Rúnars, en getur gert margt betur. „Við vorum í algjöru skotstríði í síðustu viku og miklum sóknarbolta [106-104 sigur gegn Þór Þ.]. Svo mætum við hér á erfiðan útivöll og tökum einhvern svona varnarsigur, þar sem bæði lið eru bara í kringum áttatíu stigin. Það er fjölhæfni í okkar leik, við getum spilað hægar og meira physical leik, sem er mikilvægt fyrir úrslitakeppnina, en við getum líka verið liðið sem sprengir þetta upp. Aðlögunarhæfnin er það sem ég er virkilega ánægður með,“ sagði Rúnar eftir leik. Njarðvík er í þriðja sæti deildarinnar, fjórum stigum frá toppliðunum tveimur en tveimur stigum ofar en næstu lið fyrir neðan. „Markmiðið hjá okkur er bara að mæta í hvern einasta körfuboltaleik og vinna. Við teljum að með réttu leikplani og fókus, og með því að muna að vera glaðir og gera þetta fyrir hvorn, þá held ég að við getum það. Auðvitað erum við í þessu til að vinna en hvort að við verðum þarna, það er svo mikið eftir. Hver einn og einasti leikur er ógeðslega erfiður, og við tökum að sjálfsögðu bara gömlu góðu klisjuna; einn leikur í einu og næst er Keflavík,“ sagði Rúnar um toppbaráttuna. Rúnar fer yfir málin í leikhléi undir lokin.vísir / diego Í kvöld sneri Khalil Shabazz aftur eftir að hafa misst af síðasta leik vegna meiðsla. Hann skilaði frábæru framlagi í kvöld og var stigahæsti maður vallarins. Njarðvíkingar bíða hins vegar enn eftir að endurheimta Dwayne Lautier-Ogunleye úr meiðslum. „Logi [Gunnarsson, aðstoðarþjálfari] er með hann [Dwayne] á hliðarlínunni í IceMar höllinni á öllum æfingum að gera hann þreyttan og koma honum í stand. Við fengum góðar fréttir og ég hugsa að um miðjan febrúar gætum við verið komnir með hann í búning… Það er eitt sem hann Khalil tekur út úr þessari meiðslatíð þar sem hann var að spara öxlina og vildi eiginlega ekkert skjóta á æfingum, mér finnst bara orðinn betri. Gerir meira af því í kvöld að sækja í glufurnar í vörninni og ná sér í auðveldar körfur, á sama tíma og hann sýnir okkur ótrúlega færni í að finna liðsfélaga sína. Þannig að þetta er bara fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur og við þurfum að vera með kveikt á öllum perum á móti Keflavík í næstu umferð,“ sagði Rúnar að lokum. UMF Njarðvík Bónus-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira
„Við vorum í algjöru skotstríði í síðustu viku og miklum sóknarbolta [106-104 sigur gegn Þór Þ.]. Svo mætum við hér á erfiðan útivöll og tökum einhvern svona varnarsigur, þar sem bæði lið eru bara í kringum áttatíu stigin. Það er fjölhæfni í okkar leik, við getum spilað hægar og meira physical leik, sem er mikilvægt fyrir úrslitakeppnina, en við getum líka verið liðið sem sprengir þetta upp. Aðlögunarhæfnin er það sem ég er virkilega ánægður með,“ sagði Rúnar eftir leik. Njarðvík er í þriðja sæti deildarinnar, fjórum stigum frá toppliðunum tveimur en tveimur stigum ofar en næstu lið fyrir neðan. „Markmiðið hjá okkur er bara að mæta í hvern einasta körfuboltaleik og vinna. Við teljum að með réttu leikplani og fókus, og með því að muna að vera glaðir og gera þetta fyrir hvorn, þá held ég að við getum það. Auðvitað erum við í þessu til að vinna en hvort að við verðum þarna, það er svo mikið eftir. Hver einn og einasti leikur er ógeðslega erfiður, og við tökum að sjálfsögðu bara gömlu góðu klisjuna; einn leikur í einu og næst er Keflavík,“ sagði Rúnar um toppbaráttuna. Rúnar fer yfir málin í leikhléi undir lokin.vísir / diego Í kvöld sneri Khalil Shabazz aftur eftir að hafa misst af síðasta leik vegna meiðsla. Hann skilaði frábæru framlagi í kvöld og var stigahæsti maður vallarins. Njarðvíkingar bíða hins vegar enn eftir að endurheimta Dwayne Lautier-Ogunleye úr meiðslum. „Logi [Gunnarsson, aðstoðarþjálfari] er með hann [Dwayne] á hliðarlínunni í IceMar höllinni á öllum æfingum að gera hann þreyttan og koma honum í stand. Við fengum góðar fréttir og ég hugsa að um miðjan febrúar gætum við verið komnir með hann í búning… Það er eitt sem hann Khalil tekur út úr þessari meiðslatíð þar sem hann var að spara öxlina og vildi eiginlega ekkert skjóta á æfingum, mér finnst bara orðinn betri. Gerir meira af því í kvöld að sækja í glufurnar í vörninni og ná sér í auðveldar körfur, á sama tíma og hann sýnir okkur ótrúlega færni í að finna liðsfélaga sína. Þannig að þetta er bara fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur og við þurfum að vera með kveikt á öllum perum á móti Keflavík í næstu umferð,“ sagði Rúnar að lokum.
UMF Njarðvík Bónus-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira