Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar 10. janúar 2025 10:30 Áform Donalds Trump um að gera Grænland að fylki í Bandaríkjunum hafa fengið mikla umfjöllun. Það er greinilegt að Trump sér staðsetningu Grænlands sem mikilvægan þátt í varnarmálum Bandaríkjanna og er ekki ólíklegt að Ísland sé líka á óskalistanum. Í stjórnarsáttmála Valkyrjana er tekið fram að þjóðaratkvæðagreiðsla muni fara fram fyrir lok ársins 2027 um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þær treysta þjóðinni og segja að það saki ekki að skoða „hvað sé í pakkanum“. Í ljósi aðstæðna liggur í augum uppi að nú er annar „pakki“ sem býðst okkur Íslendingum og hljótum við að fá að kjósa um hann líka? Við vitum öll að það er allt betra í Bandaríkjunum: Dollarinn, lægri vextir, lægri skattar, George Clooney, McDonald’s og Disney. Þjóðsöngurinn fjallar um land hinna frjálsu, ekki eitthvað grátandi blóm, fáninn er miklu flottari og svo eru þau auðvitað með miklu betri mælieiningar. Við gætum loksins losnað við þennan blessaða celsíus-kvarða sem dregur hitastig á Íslandi niður fyrir allar hellur. Ímyndið ykkur að ræsa bílinn á janúar morgni og í stað þess að horfa á -1°C á mælaborðinu stæði 30°F. Veturinn yrði mun bærilegri og myndum við öll keyra í vinnuna með hlýju í hjarta. Valkyrjurnar hljóta að standa við stóru orðin og leyfa þjóðinni að kjósa um aðildarviðræður við Bandaríkin ekki seinna en fyrir lok ársins 2027! Aðildarviðræður við Bandaríkin væru auðvitað rugl. Staðreyndin er sú að við yrðum bara peð í stærra tafli og veltir maður fyrir sér hversu spenntir ESB-sinnar væru fyrir aðildarviðræðum við ESB ef Trump væri þar við stjórn. Ríkisstjórnin talar mikið um að treysta þjóðinni en kannski ættu ríkisstjórnarflokkarnir að byrja á því að treysta kjósendum sínum fyrir sannleikanum, sem þau földu í kosningabaráttunni. Flokkur Fólksins hefðu getað sagt kjósendum sínum að þau séu í raun ekki á móti Bókun 35 eða ESB ef ráðherrastólar eru í boði. Viðreisn hefði getað frætt kjósendur sína um Maastricht-skilyrðin varðandi Evruna eða að flokkurinn hafi verið stofnaður bókstaflega í því skyni að ganga í Evrópusambandið. Samfylkingin hefði getað sagt kjósendum sínum að þau eru í raun flokkur Evrópusinna, eins og „gamla“ Samfylkingin var stofnuð út frá. Tíminn mun svo leiða í ljós hvaða fleiri upplýsingum okkur var ekki treystandi fyrir áður en við kusum. Sannleikurinn er sá að aðildarviðræður um inngöngu í Evrópusambandið, Bandaríkin eða annað slíkt eru í grunninn bara spurning um einn hlut: Hversu langt erum við tilbúin að ganga í afsali á fullveldi og sjálfstæði Íslands? Svarið hjá Miðflokknum er einfalt: Við trúum að framtíð Íslands sé best borgið í höndum Íslands. Grasið verður alltaf grænna hinum megin á meðan við vanrækjum það okkar megin. Við erum fullfær um að stýra landinu okkar sjálf, erum rík af auðlindum og eigum því ekkert erindi í Evrópusambandið eða sem fylki í Bandaríkjunum. Það eina sem vantar er alvöru skynsemi í ákvarðanatöku, ekki afsal á ákvarðanatökunni. Höfundur er 3. varaþingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Áform Donalds Trump um að gera Grænland að fylki í Bandaríkjunum hafa fengið mikla umfjöllun. Það er greinilegt að Trump sér staðsetningu Grænlands sem mikilvægan þátt í varnarmálum Bandaríkjanna og er ekki ólíklegt að Ísland sé líka á óskalistanum. Í stjórnarsáttmála Valkyrjana er tekið fram að þjóðaratkvæðagreiðsla muni fara fram fyrir lok ársins 2027 um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þær treysta þjóðinni og segja að það saki ekki að skoða „hvað sé í pakkanum“. Í ljósi aðstæðna liggur í augum uppi að nú er annar „pakki“ sem býðst okkur Íslendingum og hljótum við að fá að kjósa um hann líka? Við vitum öll að það er allt betra í Bandaríkjunum: Dollarinn, lægri vextir, lægri skattar, George Clooney, McDonald’s og Disney. Þjóðsöngurinn fjallar um land hinna frjálsu, ekki eitthvað grátandi blóm, fáninn er miklu flottari og svo eru þau auðvitað með miklu betri mælieiningar. Við gætum loksins losnað við þennan blessaða celsíus-kvarða sem dregur hitastig á Íslandi niður fyrir allar hellur. Ímyndið ykkur að ræsa bílinn á janúar morgni og í stað þess að horfa á -1°C á mælaborðinu stæði 30°F. Veturinn yrði mun bærilegri og myndum við öll keyra í vinnuna með hlýju í hjarta. Valkyrjurnar hljóta að standa við stóru orðin og leyfa þjóðinni að kjósa um aðildarviðræður við Bandaríkin ekki seinna en fyrir lok ársins 2027! Aðildarviðræður við Bandaríkin væru auðvitað rugl. Staðreyndin er sú að við yrðum bara peð í stærra tafli og veltir maður fyrir sér hversu spenntir ESB-sinnar væru fyrir aðildarviðræðum við ESB ef Trump væri þar við stjórn. Ríkisstjórnin talar mikið um að treysta þjóðinni en kannski ættu ríkisstjórnarflokkarnir að byrja á því að treysta kjósendum sínum fyrir sannleikanum, sem þau földu í kosningabaráttunni. Flokkur Fólksins hefðu getað sagt kjósendum sínum að þau séu í raun ekki á móti Bókun 35 eða ESB ef ráðherrastólar eru í boði. Viðreisn hefði getað frætt kjósendur sína um Maastricht-skilyrðin varðandi Evruna eða að flokkurinn hafi verið stofnaður bókstaflega í því skyni að ganga í Evrópusambandið. Samfylkingin hefði getað sagt kjósendum sínum að þau eru í raun flokkur Evrópusinna, eins og „gamla“ Samfylkingin var stofnuð út frá. Tíminn mun svo leiða í ljós hvaða fleiri upplýsingum okkur var ekki treystandi fyrir áður en við kusum. Sannleikurinn er sá að aðildarviðræður um inngöngu í Evrópusambandið, Bandaríkin eða annað slíkt eru í grunninn bara spurning um einn hlut: Hversu langt erum við tilbúin að ganga í afsali á fullveldi og sjálfstæði Íslands? Svarið hjá Miðflokknum er einfalt: Við trúum að framtíð Íslands sé best borgið í höndum Íslands. Grasið verður alltaf grænna hinum megin á meðan við vanrækjum það okkar megin. Við erum fullfær um að stýra landinu okkar sjálf, erum rík af auðlindum og eigum því ekkert erindi í Evrópusambandið eða sem fylki í Bandaríkjunum. Það eina sem vantar er alvöru skynsemi í ákvarðanatöku, ekki afsal á ákvarðanatökunni. Höfundur er 3. varaþingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun