Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar 10. janúar 2025 10:01 Mikilvægi Norðurslóða fer vaxandi meðal annars vegna loftslagsbreytinga. Siglingaleiðir eru að opnast og miklar auðlindir sem áður voru óaðgengilegar eru að verða nýtanlegar. Nýlegar fréttir um endurnýjaðan áhuga Donald Trumps, verðandi forseta Bandaríkjanna, á yfirráðum yfir Grænlandi hafa vakið mikla athygli og ugg sumstaðar ekki síst í Danmörku. Trump lét meðal annars hafa eftir sér. "For purposes of National Security and Freedom throughout the World, theUnited Statesof America feels that the ownership and control of Greenland is an absolute necessity." Á nýlegum blaðamannafundi útilokaði Donald Trump ekki að grípa til hernaðarlega aðgerða eða viðskipaþvingana til að ná fram sínum vilja sínum. Hann sagði að nú væru skip frá Rússlandi og Kína um allt á norðurslóðum sem hann túlkar sem ógn við þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Spyrja má hvort það sem nú er að gerast á norðurslóðum tengist ekki Úkraínustríðinu og þeirri hörðu stórveldasamkeppni sem stríðið hefur leitt af sér? Baráttan um Svartahafið Úkraínustríðið snýst að verulegu leyti um yfirráð yfir Svaratahafinu. Að Svartahafinu liggja Búlgaría, Georgía, Rúmenía, Rússland, Türkiye og Úkraína. Búlgaría, Rúmenía og Türkiye eru aðilar að NATO og á NATO fundinum fræga í Búkarest í apríl 2008 var talað um að Georgía og Úkraínu færu í NATO. Þá hefði Rússland orðið eina landið við Svartahafið sem ekki er í NATO. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að átta sig á því að Rússlandi, sem lítur á NATO sem óvin, en ekki varnarbandalag, telur þetta ógn við síða stöðu við Svartahafið og sitt þjóðaröryggi. Siglingaleiðir um Svartahafið eru líka mikilvægar fyrir Rússland því landið hefur nú mjög takmarkaðan aðgang að sjó. Viðbrögð Rússneskara stjórnvalda við fyrirhugaðri stækkun NATO urðu því hörð. Átök urðu í Georgíu í ágúst 2008 og svo stríðið í Úkraínu sem enn stendur yfir og sér ekki fyrir endann á. Spennan á Eystrasaltinu Vegna átakanna í Úkraínu ákváðu Finnland og Svíþjóð að sækja um aðild að NATO. Finnland fékk aðild 2023 en Svíþjóð ári síðar 2024. Löndin sem liggja að Eystrasaltinu eru: Danmörk, Finnland, Svíþjóð, Eistland, Lettland, Litáen, Pólland, Þýskaland og loks Rússland. Af þessum níu löndum eru öll NATO ríki nema Rússland. Rússland hefur aðgang að Eystrasalti við St. Pétursborg, milli Finnlands og Eistlands og svo við Kaliningrad, sem er hluti af Rússlandi á milli Litáen og Póllands. Rússland upplifir sig nú sem einangað á þessu svæði. Nú berast fréttir af því að sæstrengir hafa verði skemmdir eða rofnir í Eystrasaltinu. Haustið 2022 var Nord Stream 2 gasleiðslan milli Rússlands og Þýskalands eyðilögð sem hefur skaðað Þýska hagkerfið og haft lamandi áhrif á efnahag Evrópu. Mun alvarlegri átök geta hæglega brotist út á Eystrasaltinu hvenær sem er og svo breiðst út. Átök á norðurslóðum? Í Norðurskautsráðinu eru átta ríki: Bandaríkin, Danmörk, Finnland, Ísland, Kanada, Noregur, Rússland og Svíþjóð. Öll ríkin eru nú NATO ríki nema Rússland. Þetta er ein meginástæða þess að samvinna Rússlands og Kína er orðin náin á þessu svæði og Kína skilgreinir sig nú sem “Near-Arctic State.” Það má ímynda sér að best væri fyrir Rússland að sitja sem mest eitt að auðlindum sínum á þessum slóðum en þegar þarna eru sjö NATO ríki kemur varla á óvart að Rússland leiti bandamanna á þessu svæði. Kína sem er útflutningsdrifið hagkerfi þarf siglingleiðir og hefur augljósa hagsmuni að vinna með Rússlandi á norðurslóðum. Vegna Úkraínustríðsins hafa utanríkisviðskipti milli Rússlands og Kína vaxið mikið og Kína þarf á auðlindum Rússlands að halda. Samvinna Kína og Rússlands hefur styrkt stöðu Kína mikið í stórveldasamkeppninni við Bandaríkin. Það er nánast ekkert talsamband á milli Bandaríkjanna og Rússlands og viðskiptastríð við Kína. Spennan bara vex og engir tilburðir til að lægja öldurnar. Eins og Donald Trump segir eru skip frá Kína og Rússlandi nú allstaðar á norðurslóðum. Á friðartímum er mögulegt fyrir Danmörku að fara með utanríkis- og öryggismál Grænlands. Nú eru hinsvegar ófriðartímar og Rússland hefur yfirburðastöðu á norðurslóðum og er í bandalagi við stórveldið Kína. Á sama tíma vilja Bandaríkin styrkja sína stöðu á þessu svæði. Danmörk hefur sent mikið af vopnum til Úkraínu með þeim skilaboðum að Úkraínumenn sigri Rússa á vígvellinum. Samband Danmerkur og Rússlands er því mjög slæmt. Sjálfstætt Grænland og samskipti við Bandaríkin Útaf fyrir sig gætu nánari samskipti Grænlands við Bandaríkin orðið til góðs fyrir Grænland. Grænland er að leggja lokahönd á nýja stjórnarskrá, sjá https://www.ft.dk/samling/20222/almdel/GRU/bilag/54/2702267/index.htm Grænland vill fullt sjálfstæði. Það myndi kalla á að Grænlendingar tækju sæti í alþjóðastofnunum í eigin nafni og undir eigin fána. Grænlendingar þurfa því nauðsynleg að víkka út sitt samstarf við aðrar þjóðir, ekki síst við Bandaríkin. Náið samstarf við Bandaríkin á meðan á seinni heimstyrjöldinni stóð og í kaldastríðinu kom sér að mörgu leyti vel fyrir Ísland. Nú er skollið á nýtt kalt stríð og Grænland þarf að vera í sambandi við Bandaríkin. Í raun má segja má að samvinna Grænlendinga við Bandaríkin í öryggismálum sé nauðsyn, eins samstarf við Kanada um auðlindanýtingu á norðurslóðum. Ísland gæti verið viss fyrirmynd þ.e. smáríki sem hefur komið sér upp stjórnkerfi þrátt fyrir fámenni. Stríðið í Úkraínu hefur leitt til enn frekari stækkunar NATO, sem á norðurslóðum hefur leitt til náinnar samvinnu milli Rússlands og Kína á þessu svæði. Bandaríks yfirvöld virðast meta stöðuna að á þessu svæði þannig að valdajafnvægið hafi raskast. Krafan um yfirráð yfir Grænlandi sem er ekki ný af nálinni verður því sterkari en áður og nú krefst Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna eignahalds og yfirráða yfir Grænlandi. Það er hinsvegar spurning hvort samvinna og samstarf dugar ekki milli Bandaríkjanna og sjálfstæðs Grænlands. Öryggishagsmunir beggja fara saman og stórveldasamkeppnin sem nú er komin upp á þessu svæði kallar á breytingar. Yfirlýsingar Trump myndu því leiða til þess að sjálfstæði Grænlands yrði flýtt, í stað yfirtöku sem er ekki í samræmi við hina svokölluðu „rules based-international order“ sem höfð hefur verið í hávegum á leiðtogafundum NATO. Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri og starfaði um 12 ára skeið hjá Alþjóðabankanum í Washington, Ríga og Hanoí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hilmar Þór Hilmarsson Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mikilvægi Norðurslóða fer vaxandi meðal annars vegna loftslagsbreytinga. Siglingaleiðir eru að opnast og miklar auðlindir sem áður voru óaðgengilegar eru að verða nýtanlegar. Nýlegar fréttir um endurnýjaðan áhuga Donald Trumps, verðandi forseta Bandaríkjanna, á yfirráðum yfir Grænlandi hafa vakið mikla athygli og ugg sumstaðar ekki síst í Danmörku. Trump lét meðal annars hafa eftir sér. "For purposes of National Security and Freedom throughout the World, theUnited Statesof America feels that the ownership and control of Greenland is an absolute necessity." Á nýlegum blaðamannafundi útilokaði Donald Trump ekki að grípa til hernaðarlega aðgerða eða viðskipaþvingana til að ná fram sínum vilja sínum. Hann sagði að nú væru skip frá Rússlandi og Kína um allt á norðurslóðum sem hann túlkar sem ógn við þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Spyrja má hvort það sem nú er að gerast á norðurslóðum tengist ekki Úkraínustríðinu og þeirri hörðu stórveldasamkeppni sem stríðið hefur leitt af sér? Baráttan um Svartahafið Úkraínustríðið snýst að verulegu leyti um yfirráð yfir Svaratahafinu. Að Svartahafinu liggja Búlgaría, Georgía, Rúmenía, Rússland, Türkiye og Úkraína. Búlgaría, Rúmenía og Türkiye eru aðilar að NATO og á NATO fundinum fræga í Búkarest í apríl 2008 var talað um að Georgía og Úkraínu færu í NATO. Þá hefði Rússland orðið eina landið við Svartahafið sem ekki er í NATO. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að átta sig á því að Rússlandi, sem lítur á NATO sem óvin, en ekki varnarbandalag, telur þetta ógn við síða stöðu við Svartahafið og sitt þjóðaröryggi. Siglingaleiðir um Svartahafið eru líka mikilvægar fyrir Rússland því landið hefur nú mjög takmarkaðan aðgang að sjó. Viðbrögð Rússneskara stjórnvalda við fyrirhugaðri stækkun NATO urðu því hörð. Átök urðu í Georgíu í ágúst 2008 og svo stríðið í Úkraínu sem enn stendur yfir og sér ekki fyrir endann á. Spennan á Eystrasaltinu Vegna átakanna í Úkraínu ákváðu Finnland og Svíþjóð að sækja um aðild að NATO. Finnland fékk aðild 2023 en Svíþjóð ári síðar 2024. Löndin sem liggja að Eystrasaltinu eru: Danmörk, Finnland, Svíþjóð, Eistland, Lettland, Litáen, Pólland, Þýskaland og loks Rússland. Af þessum níu löndum eru öll NATO ríki nema Rússland. Rússland hefur aðgang að Eystrasalti við St. Pétursborg, milli Finnlands og Eistlands og svo við Kaliningrad, sem er hluti af Rússlandi á milli Litáen og Póllands. Rússland upplifir sig nú sem einangað á þessu svæði. Nú berast fréttir af því að sæstrengir hafa verði skemmdir eða rofnir í Eystrasaltinu. Haustið 2022 var Nord Stream 2 gasleiðslan milli Rússlands og Þýskalands eyðilögð sem hefur skaðað Þýska hagkerfið og haft lamandi áhrif á efnahag Evrópu. Mun alvarlegri átök geta hæglega brotist út á Eystrasaltinu hvenær sem er og svo breiðst út. Átök á norðurslóðum? Í Norðurskautsráðinu eru átta ríki: Bandaríkin, Danmörk, Finnland, Ísland, Kanada, Noregur, Rússland og Svíþjóð. Öll ríkin eru nú NATO ríki nema Rússland. Þetta er ein meginástæða þess að samvinna Rússlands og Kína er orðin náin á þessu svæði og Kína skilgreinir sig nú sem “Near-Arctic State.” Það má ímynda sér að best væri fyrir Rússland að sitja sem mest eitt að auðlindum sínum á þessum slóðum en þegar þarna eru sjö NATO ríki kemur varla á óvart að Rússland leiti bandamanna á þessu svæði. Kína sem er útflutningsdrifið hagkerfi þarf siglingleiðir og hefur augljósa hagsmuni að vinna með Rússlandi á norðurslóðum. Vegna Úkraínustríðsins hafa utanríkisviðskipti milli Rússlands og Kína vaxið mikið og Kína þarf á auðlindum Rússlands að halda. Samvinna Kína og Rússlands hefur styrkt stöðu Kína mikið í stórveldasamkeppninni við Bandaríkin. Það er nánast ekkert talsamband á milli Bandaríkjanna og Rússlands og viðskiptastríð við Kína. Spennan bara vex og engir tilburðir til að lægja öldurnar. Eins og Donald Trump segir eru skip frá Kína og Rússlandi nú allstaðar á norðurslóðum. Á friðartímum er mögulegt fyrir Danmörku að fara með utanríkis- og öryggismál Grænlands. Nú eru hinsvegar ófriðartímar og Rússland hefur yfirburðastöðu á norðurslóðum og er í bandalagi við stórveldið Kína. Á sama tíma vilja Bandaríkin styrkja sína stöðu á þessu svæði. Danmörk hefur sent mikið af vopnum til Úkraínu með þeim skilaboðum að Úkraínumenn sigri Rússa á vígvellinum. Samband Danmerkur og Rússlands er því mjög slæmt. Sjálfstætt Grænland og samskipti við Bandaríkin Útaf fyrir sig gætu nánari samskipti Grænlands við Bandaríkin orðið til góðs fyrir Grænland. Grænland er að leggja lokahönd á nýja stjórnarskrá, sjá https://www.ft.dk/samling/20222/almdel/GRU/bilag/54/2702267/index.htm Grænland vill fullt sjálfstæði. Það myndi kalla á að Grænlendingar tækju sæti í alþjóðastofnunum í eigin nafni og undir eigin fána. Grænlendingar þurfa því nauðsynleg að víkka út sitt samstarf við aðrar þjóðir, ekki síst við Bandaríkin. Náið samstarf við Bandaríkin á meðan á seinni heimstyrjöldinni stóð og í kaldastríðinu kom sér að mörgu leyti vel fyrir Ísland. Nú er skollið á nýtt kalt stríð og Grænland þarf að vera í sambandi við Bandaríkin. Í raun má segja má að samvinna Grænlendinga við Bandaríkin í öryggismálum sé nauðsyn, eins samstarf við Kanada um auðlindanýtingu á norðurslóðum. Ísland gæti verið viss fyrirmynd þ.e. smáríki sem hefur komið sér upp stjórnkerfi þrátt fyrir fámenni. Stríðið í Úkraínu hefur leitt til enn frekari stækkunar NATO, sem á norðurslóðum hefur leitt til náinnar samvinnu milli Rússlands og Kína á þessu svæði. Bandaríks yfirvöld virðast meta stöðuna að á þessu svæði þannig að valdajafnvægið hafi raskast. Krafan um yfirráð yfir Grænlandi sem er ekki ný af nálinni verður því sterkari en áður og nú krefst Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna eignahalds og yfirráða yfir Grænlandi. Það er hinsvegar spurning hvort samvinna og samstarf dugar ekki milli Bandaríkjanna og sjálfstæðs Grænlands. Öryggishagsmunir beggja fara saman og stórveldasamkeppnin sem nú er komin upp á þessu svæði kallar á breytingar. Yfirlýsingar Trump myndu því leiða til þess að sjálfstæði Grænlands yrði flýtt, í stað yfirtöku sem er ekki í samræmi við hina svokölluðu „rules based-international order“ sem höfð hefur verið í hávegum á leiðtogafundum NATO. Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri og starfaði um 12 ára skeið hjá Alþjóðabankanum í Washington, Ríga og Hanoí.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun