Hlaup hafið úr Grímsvötnum Árni Sæberg skrifar 13. janúar 2025 14:19 Grímsvötn úr lofti árið 2021. Vísir/Rax Undanfarna daga hefur mælst hægt vaxandi hlaupórói á jarðskjálftamælinum á Grímsfjalli. Það bendir til þess að jökulhlaup sé hafið úr Grímsvötnum. Í tilkynningu þess efnis á vef Veðurstofu Íslands segir að jökulhlaup úr Grímsvötnum komi fram undan Skeiðarárjökli og renni í Gígjukvísl. Hlaupin séu vanalega hægt vaxandi og liðið geti nokkrir dagar þangað til fyrstu merki um hlaupvatn mælist á vatnamælingastöðinni í Gígjukvísl og aftur nokkrir dagar til viðbótar þangað til hlaupið nær hámarksrennsli. Nokkur úrkoma hafi verið á Suðausturlandi og gert sé ráð fyrir enn frekari úrkomu í dag og næstu daga. Úrkoman geti gert það erfiðara að greina fyrstu merki um hlaupið í Gígjukvísl. Ár frá síðasta hlaupi Síðast hafi orðið jökulhlaup úr Grímsvötnum fyrir nær nákvæmlega ári síðan og þaðan hafi hlaupið með um það bil árs millibili síðan í nóvember 2021. Þar áður hafi verið heldur lengra á milli hlaupa og seinasta hlaup fyrir 2021 hafi verið hlaupið árið 2018. Samkvæmt mælingum Jarðvísindastofnunar sé vatnsmagn í Grímsvötnum nú um 0,25 rúmkílómetrar, sem sé sambærilegt eða tæplega það sem var í vötnunum fyrir síðasta hlaup. Þetta vatnsmagn sé tæpur þriðjungur þess sem var í vötnunum fyrir hlaup í lok árs 2021. Erfitt að meta hlaupið Ekki náist samband við GPS-tæki Jarðvísindastofnunar á íshellunni í Grímsvötnum og því sé erfiðara að leggja mat á það hversu ört vatnið rennur úr vötnunum og niður farveginn undir Skeiðarárjökli en óróamælingar á Grímsfjalli gefi vísbendingar um þróun hlaupsins. Sé miðað við að atburðarás í þessu hlaupi verði svipuð og í síðustu hlaupum megi gera ráð fyrir að hámarksrennsli úr Grímsvötnum verði líklega í lok þessarar viku. Hámarksrennsli í Gígjukvísl við Þjóðveg 1 náist svo um einum til tveimur sólarhringum seinna. Miðað við það vatnsmagn sem safnast hafi í Grímsvötnum sé líklegt að hámarksrennsli verði ekki umfram 1.000 rúmmetra á sekúndu. Búast megi við að hámarksrennsli í Gígjukvísl við Þjóðveg 1 verði svipað og hámarksrennsli úr Grímsvötnum. Hlaupið ætti því ekki að hafa nein áhrif á mannvirki, svo sem vegi og brýr. Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigu Almannavarna vegna hlaupsins. Á óvissustigi má ætla að atburðarás geti leitt til þess að öryggi fólks og/eða byggðar sé stefnt í hættu. Fylgst er betur með svæðinu og reglulegt hættumat framkvæmt. Fréttin hefur verið uppfærð. Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Sveitarfélagið Hornafjörður Skaftárhreppur Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis á vef Veðurstofu Íslands segir að jökulhlaup úr Grímsvötnum komi fram undan Skeiðarárjökli og renni í Gígjukvísl. Hlaupin séu vanalega hægt vaxandi og liðið geti nokkrir dagar þangað til fyrstu merki um hlaupvatn mælist á vatnamælingastöðinni í Gígjukvísl og aftur nokkrir dagar til viðbótar þangað til hlaupið nær hámarksrennsli. Nokkur úrkoma hafi verið á Suðausturlandi og gert sé ráð fyrir enn frekari úrkomu í dag og næstu daga. Úrkoman geti gert það erfiðara að greina fyrstu merki um hlaupið í Gígjukvísl. Ár frá síðasta hlaupi Síðast hafi orðið jökulhlaup úr Grímsvötnum fyrir nær nákvæmlega ári síðan og þaðan hafi hlaupið með um það bil árs millibili síðan í nóvember 2021. Þar áður hafi verið heldur lengra á milli hlaupa og seinasta hlaup fyrir 2021 hafi verið hlaupið árið 2018. Samkvæmt mælingum Jarðvísindastofnunar sé vatnsmagn í Grímsvötnum nú um 0,25 rúmkílómetrar, sem sé sambærilegt eða tæplega það sem var í vötnunum fyrir síðasta hlaup. Þetta vatnsmagn sé tæpur þriðjungur þess sem var í vötnunum fyrir hlaup í lok árs 2021. Erfitt að meta hlaupið Ekki náist samband við GPS-tæki Jarðvísindastofnunar á íshellunni í Grímsvötnum og því sé erfiðara að leggja mat á það hversu ört vatnið rennur úr vötnunum og niður farveginn undir Skeiðarárjökli en óróamælingar á Grímsfjalli gefi vísbendingar um þróun hlaupsins. Sé miðað við að atburðarás í þessu hlaupi verði svipuð og í síðustu hlaupum megi gera ráð fyrir að hámarksrennsli úr Grímsvötnum verði líklega í lok þessarar viku. Hámarksrennsli í Gígjukvísl við Þjóðveg 1 náist svo um einum til tveimur sólarhringum seinna. Miðað við það vatnsmagn sem safnast hafi í Grímsvötnum sé líklegt að hámarksrennsli verði ekki umfram 1.000 rúmmetra á sekúndu. Búast megi við að hámarksrennsli í Gígjukvísl við Þjóðveg 1 verði svipað og hámarksrennsli úr Grímsvötnum. Hlaupið ætti því ekki að hafa nein áhrif á mannvirki, svo sem vegi og brýr. Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigu Almannavarna vegna hlaupsins. Á óvissustigi má ætla að atburðarás geti leitt til þess að öryggi fólks og/eða byggðar sé stefnt í hættu. Fylgst er betur með svæðinu og reglulegt hættumat framkvæmt. Fréttin hefur verið uppfærð.
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Sveitarfélagið Hornafjörður Skaftárhreppur Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira