Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Aron Guðmundsson skrifar 14. janúar 2025 09:26 Freyr Alexandersson, nýr þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins Brann Mynd: Brann SK Ólafur Örn Bjarnason, fyrrverandi leikmaður norska úrvalsdeildarfélagsins Brann er spenntur fyrir ráðningu félagsins á Frey Alexanderssyni í stöðu þjálfara. Hann segir Frey með því taka við einu stærsta félagi Norðurlandanna þar sem að fylgst er gaumgæfilega með öllu því sem gengur þar á. Krafan er sett á að vinna titil fyrir hvert tímabil hjá Brann. Freyr var í gær kynntur sem nýr þjálfari Brann. Hann er annar Íslendingurinn til þess að taka við þjálfun liðsins en Teitur Þórðarson var í tvígang ráðinn þjálfari liðsins á sínum tíma. Þá hafa fjölmargir íslenskir leikmenn verið á mála hjá liðinu. Einn þeirra er Ólafur Örn sem á hátt upp í 200 leiki fyrir Brann og varð á sínum tíma norskur meistari, sem og norskur bikarmeistari með liðinu. „Það er ótrúlega spennandi að fá íslenskan þjálfara í einn af stóru klúbbunum á Norðurlöndunum,“ segir Ólafur í samtali við íþróttadeild. „Ég myndi segja að Brann væri eitt af þremur stærstu félögum Noregs og svo eru tveir í Svíþjóð og tveir til þrír í Danmörku. Það er gaman að sjá Íslendinginn koma þarna inn og þá ekki síst vegna þess að það er nokkuð sterk Íslendinga tenging þarna. Ég var þarna sem leikmaður í sjö ár. Bergen er svolítið sérstakur bær, eða öllu heldur landshluti þar sem að allir fylgjast og halda með Brann. Það hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur um helgina. Rosenborg og Viking eru líka eitt lið í stórum bæ en það er eitthvað sérstakt við Brann. Ég held að Freyr hafi fundið fyrir því um leið.“ Ólafur Örn Bjarnason í leik með Brann á sínum tíma en hann upplifði góða og sigursælan tíma með félaginu Fylgst náið með öllu hjá Brann Og á Ólafur þar við aðstæðurnar sem Freyr fann sig í við komuna til Bergen á flugvellinum. „Þegar að Freyr kemur til Bergen eru tíu til tuttugu blaðamenn sem taka á móti honum. Það var venjulegt á æfingum hjá okkur líka. Það er fylgst með öllu og það er rosalega mikill áhugi á þessu. Það er hvergi eins gott að vera og hjá Brann þegar að það gengur vel. Þetta er alveg ótrúlega sérstakur bær.“ Blaðamenn sátu um Frey er hann kom til Bergen í fyrradag. Áhuginn á öllu því sem tengist Brann er mikill á svæðinuMynd: ANDERS KJØLEN @ Ba.no Brann hefur endað í 2.sæti norsku úrvalsdeildarinnar síðustu tvö tímabil og ekki tekist að vinna þann stóra síðan árið 2007 þegar að Ólafur, ásamt fleiri góðum Íslendingum var á mála hjá félaginu. Þrátt fyrir það er pressan svo sannarlega til staðar. „Það er nú þannig í Bergen að fyrir hvert einasta tímabil gera allir ráð fyrir því að þeir vinni deildina. Það er byrjað að syngja um það í fyrsta leik. Það sem er rosa spennandi í Noregi núna er líka það að nú hafa Bodo/Glimt og Molde haft mikla yfirburði í deildinni síðustu fimm til sex árin. En nú sér maður greinilega að stóru klúbbarnir eru að koma til baka.“ Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Örn Sigurðsson.Mynd/Scanpix Óhræddir við að láta í ljós óánægju sína „Brann hefur átt tvö góð tímabil í röð núna. Rosenborg var með ungan og nýjan þjálfara í fyrra sem að endaði tímabilið mjög vel. Viking er að koma til baka, Valerenga að koma upp um deild með þjálfara sem hefur verið við stjórnvölinn undanfarin þrjú ár og hafa verið að selja frá sér unga leikmenn á töluverðan pening. Það er ekki bara það að Brann ætli að reyna ná Bodo/Glimt. Það eru þarna fimm til sex lið á bak við Brann, stórir klúbbar, sem ætla að taka þá líka. Deildin verður ótrúlega spennandi út frá því að stóru klúbbarnir eru að koma sterkir til baka og minni klúbbarnir, eins og Molde og Bodo/Glimt sem eru með rosa mikinn pening á bak við sig, ætla ekki að gefa neitt eftir. Þetta verða grjótharðir leikir hverja helgi. Það er engin spurning og á heimavelli var venjulega baulað á okkur ef við vorum ekki búnir að skora mark í fyrri hálfleik þegar að við gengum inn til búningsherbergja í hálfleik.“ Freyr var síðast þjálfari belgíska úrvalsdeildarfélagsins KV KortrijkGetty/Nico Vereecken Spilað úr þeim kortum sem hann hefur fengið Freyr að taka við liði sem er ætlað að vera í toppbaráttu þar sem að baráttan verður hörð. Önnur staða en hjá Lyngby og Kortrijk þar sem Freyr var í því að bjarga þeim liðum frá falli. „Nú þekki ég Frey ekki persónulega en hann er með rosa mikla reynslu á því að þjálfa. Hann hefur spilað á þeim kortum sem hann hefur fengið í hendurnar í þeim liðum sem hann hefur þjálfað. Ég hef enga trú á öðru en hann hafi líka sínar hugmyndir um það hvernig eigi að spila sóknarbolta og stjórna leikjum. Það er eitthvað sem er rosa spennandi.“ Freyr hefur verið vel liðinn þar sem hann hefur starfaðGetty „Ég hef engar áhyggjur af því að liðið verði skipulagt og sterkt í föstum leikatriðum og allt svoleiðis en ég geri ráð fyrir því að Freyr sé með einhverjar hugmyndir um það hvernig eigi að skora mörk líka.“. Freyr tekur við þjálfun Brann nú þegar rétt rúmir tveir mánuðir eru í að næsta tímabil hefjist. Hann þarf því að hafa hraðar hendur. Það er allt til alls þarna. Aðstaðan, áhuginn, umhverfið og allt svoleiðis. Hann kemur inn á rosalega spennandi stað og tíma. En eins og ég segi mun þetta verða grjóthörð keppni milli fimm til sex liða sem verða mjög öflug á næsta tímabili.“ Aðalatriðið fyrir hann að komast í gang Tveir og hálfur mánuður eru til stefnu þar til að Brann leikur sinn fyrsta leik í norsku úrvalsdeildinni á komandi tímabili. Nægur tími til stefnu fyrir Frey að láta til sín taka að mati Ólafs. „Þeir eru að tala um að þjálfarinn sem var í Brann hafi náð að breyta hlutum á viku hjá Saint-Etienne í Frakklandi. Undirbúningstímabilið er nú rúmir tveir mánuðir og ég geri ráð fyrir því að hann muni fá sínu fram. Ég reikna með að það komi inn einhverjir nýir leikmenn og að þetta verði allt í góðu.“ „Aðalatriðið fyrir hann er að komast í gang, meta leikmennina og svoleiðis. Það er alltaf ákveðin stemning í Bergen. Þú finnur það bara þegar að þú lest blöðin þar og fylgist aðeins með að það er ákveðinn spenningur þegar að það kemur eitthvað nýtt inn. Ég held líka að leikmennirnir og stjórnarmenn í Bergen hafi verið búnir að gera sér grein fyrir því í haust í fyrra að það myndi koma nýr þjálfari inn. Það er ótrúlega spennandi og gaman að sjá Freyr, sem er ungur þjálfari en með breiða og góða reynslu, koma inn í toppklúbbana á Norðurlöndunum.“ Norski boltinn Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sjá meira
Freyr var í gær kynntur sem nýr þjálfari Brann. Hann er annar Íslendingurinn til þess að taka við þjálfun liðsins en Teitur Þórðarson var í tvígang ráðinn þjálfari liðsins á sínum tíma. Þá hafa fjölmargir íslenskir leikmenn verið á mála hjá liðinu. Einn þeirra er Ólafur Örn sem á hátt upp í 200 leiki fyrir Brann og varð á sínum tíma norskur meistari, sem og norskur bikarmeistari með liðinu. „Það er ótrúlega spennandi að fá íslenskan þjálfara í einn af stóru klúbbunum á Norðurlöndunum,“ segir Ólafur í samtali við íþróttadeild. „Ég myndi segja að Brann væri eitt af þremur stærstu félögum Noregs og svo eru tveir í Svíþjóð og tveir til þrír í Danmörku. Það er gaman að sjá Íslendinginn koma þarna inn og þá ekki síst vegna þess að það er nokkuð sterk Íslendinga tenging þarna. Ég var þarna sem leikmaður í sjö ár. Bergen er svolítið sérstakur bær, eða öllu heldur landshluti þar sem að allir fylgjast og halda með Brann. Það hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur um helgina. Rosenborg og Viking eru líka eitt lið í stórum bæ en það er eitthvað sérstakt við Brann. Ég held að Freyr hafi fundið fyrir því um leið.“ Ólafur Örn Bjarnason í leik með Brann á sínum tíma en hann upplifði góða og sigursælan tíma með félaginu Fylgst náið með öllu hjá Brann Og á Ólafur þar við aðstæðurnar sem Freyr fann sig í við komuna til Bergen á flugvellinum. „Þegar að Freyr kemur til Bergen eru tíu til tuttugu blaðamenn sem taka á móti honum. Það var venjulegt á æfingum hjá okkur líka. Það er fylgst með öllu og það er rosalega mikill áhugi á þessu. Það er hvergi eins gott að vera og hjá Brann þegar að það gengur vel. Þetta er alveg ótrúlega sérstakur bær.“ Blaðamenn sátu um Frey er hann kom til Bergen í fyrradag. Áhuginn á öllu því sem tengist Brann er mikill á svæðinuMynd: ANDERS KJØLEN @ Ba.no Brann hefur endað í 2.sæti norsku úrvalsdeildarinnar síðustu tvö tímabil og ekki tekist að vinna þann stóra síðan árið 2007 þegar að Ólafur, ásamt fleiri góðum Íslendingum var á mála hjá félaginu. Þrátt fyrir það er pressan svo sannarlega til staðar. „Það er nú þannig í Bergen að fyrir hvert einasta tímabil gera allir ráð fyrir því að þeir vinni deildina. Það er byrjað að syngja um það í fyrsta leik. Það sem er rosa spennandi í Noregi núna er líka það að nú hafa Bodo/Glimt og Molde haft mikla yfirburði í deildinni síðustu fimm til sex árin. En nú sér maður greinilega að stóru klúbbarnir eru að koma til baka.“ Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Örn Sigurðsson.Mynd/Scanpix Óhræddir við að láta í ljós óánægju sína „Brann hefur átt tvö góð tímabil í röð núna. Rosenborg var með ungan og nýjan þjálfara í fyrra sem að endaði tímabilið mjög vel. Viking er að koma til baka, Valerenga að koma upp um deild með þjálfara sem hefur verið við stjórnvölinn undanfarin þrjú ár og hafa verið að selja frá sér unga leikmenn á töluverðan pening. Það er ekki bara það að Brann ætli að reyna ná Bodo/Glimt. Það eru þarna fimm til sex lið á bak við Brann, stórir klúbbar, sem ætla að taka þá líka. Deildin verður ótrúlega spennandi út frá því að stóru klúbbarnir eru að koma sterkir til baka og minni klúbbarnir, eins og Molde og Bodo/Glimt sem eru með rosa mikinn pening á bak við sig, ætla ekki að gefa neitt eftir. Þetta verða grjótharðir leikir hverja helgi. Það er engin spurning og á heimavelli var venjulega baulað á okkur ef við vorum ekki búnir að skora mark í fyrri hálfleik þegar að við gengum inn til búningsherbergja í hálfleik.“ Freyr var síðast þjálfari belgíska úrvalsdeildarfélagsins KV KortrijkGetty/Nico Vereecken Spilað úr þeim kortum sem hann hefur fengið Freyr að taka við liði sem er ætlað að vera í toppbaráttu þar sem að baráttan verður hörð. Önnur staða en hjá Lyngby og Kortrijk þar sem Freyr var í því að bjarga þeim liðum frá falli. „Nú þekki ég Frey ekki persónulega en hann er með rosa mikla reynslu á því að þjálfa. Hann hefur spilað á þeim kortum sem hann hefur fengið í hendurnar í þeim liðum sem hann hefur þjálfað. Ég hef enga trú á öðru en hann hafi líka sínar hugmyndir um það hvernig eigi að spila sóknarbolta og stjórna leikjum. Það er eitthvað sem er rosa spennandi.“ Freyr hefur verið vel liðinn þar sem hann hefur starfaðGetty „Ég hef engar áhyggjur af því að liðið verði skipulagt og sterkt í föstum leikatriðum og allt svoleiðis en ég geri ráð fyrir því að Freyr sé með einhverjar hugmyndir um það hvernig eigi að skora mörk líka.“. Freyr tekur við þjálfun Brann nú þegar rétt rúmir tveir mánuðir eru í að næsta tímabil hefjist. Hann þarf því að hafa hraðar hendur. Það er allt til alls þarna. Aðstaðan, áhuginn, umhverfið og allt svoleiðis. Hann kemur inn á rosalega spennandi stað og tíma. En eins og ég segi mun þetta verða grjóthörð keppni milli fimm til sex liða sem verða mjög öflug á næsta tímabili.“ Aðalatriðið fyrir hann að komast í gang Tveir og hálfur mánuður eru til stefnu þar til að Brann leikur sinn fyrsta leik í norsku úrvalsdeildinni á komandi tímabili. Nægur tími til stefnu fyrir Frey að láta til sín taka að mati Ólafs. „Þeir eru að tala um að þjálfarinn sem var í Brann hafi náð að breyta hlutum á viku hjá Saint-Etienne í Frakklandi. Undirbúningstímabilið er nú rúmir tveir mánuðir og ég geri ráð fyrir því að hann muni fá sínu fram. Ég reikna með að það komi inn einhverjir nýir leikmenn og að þetta verði allt í góðu.“ „Aðalatriðið fyrir hann er að komast í gang, meta leikmennina og svoleiðis. Það er alltaf ákveðin stemning í Bergen. Þú finnur það bara þegar að þú lest blöðin þar og fylgist aðeins með að það er ákveðinn spenningur þegar að það kemur eitthvað nýtt inn. Ég held líka að leikmennirnir og stjórnarmenn í Bergen hafi verið búnir að gera sér grein fyrir því í haust í fyrra að það myndi koma nýr þjálfari inn. Það er ótrúlega spennandi og gaman að sjá Freyr, sem er ungur þjálfari en með breiða og góða reynslu, koma inn í toppklúbbana á Norðurlöndunum.“
Norski boltinn Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn