Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Kjartan Kjartansson skrifar 14. janúar 2025 10:24 Guðlaugur Þór Þórðarson var orkuráðherra á síðasta kjörtímabili. Hann er ekki sáttur við pillu eftirmanns síns um að hversu skammt vinna við einföldun leyfisveitingaferlis fyrir virkjanir hafi verið komin við stjórnarskiptin í desember. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi orkuráðherra sakar Jóhann Pál Jóhannsson, eftirmann sinn, um að ætla að tefja frekari orkuöflun þrátt fyrir fullyrðingar hans um að hann ætli að hraða leyfisveitingaferlinu. Núverandi stjórnarflokkar hafi lagst gegn því að rjúfa kyrrstöðu í orkumálum á síðasta kjörtímabili. Jóhann Páll boðaði að hann ætlaði að leggja fram nýja rammaáætlun um verndun og nýtingu virkjunarkosta á hverju þingi á kjörtímabilinu í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í gær. Furðaði hann sig á því hversu skammt Guðlaugur Þór Þórðarson, forveri sinn í embætti, hefði verið á veg kominn með að einfalda leyfisveitingaferli sem hann sagði þunglamalegt og flókið. Sjálfur hefði hann nú hraðað þeirri vinnu mikið. Fyrirætlanir Jóhanns Páls um að leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi væru afturför að mati Guðlaugs Þórs sem svaraði fyrir sig í sama þætti í morgun. Tvær rammaáætlanir væru tilbúnar í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu og sú þriðja yrði tilbúin í vor. „Ef hann ætlar bara að leggja fram ramma á hverju þingi þá er hann að tefja ferlið. Það er alveg ljóst. Þinginu er ekkert að vanbúnaði að fá rammann til sín og taka afstöðu til þess,“ sagði Guðlaugur Þór sem lýsti áhyggjum af því að nýi ráðherrann ætlaði ekki að leggja fram tilbúin frumvörp sem ráðuneytið hefði lagt mikla vinnu í. Greiddu ekki atkvæði með því að rjúfa kyrrstöðu Sakaði Guðlaugur Þór ríkisstjórnarflokkana um hræðilega sögu í orkumálum. Þeir hefðu til að mynda ekki greitt atkvæði með rammaáætlun sem var samþykkt á Alþingi árið 2022. „Ef allir hefðu greitt atkvæði eins og stjórnarflokkarnir þá værum við ekki að byggja Hvammsvirkjun og við værum ekki að byggja Búrfellslund og það væri ekki búið að rjúfa þessa kyrrstöðu sem var gert á síðasta kjörtímabili í orkumálum,“ sagði Guðlaugur Þór. Sjálfur sagðist Guðlaugur Þór hafa einfaldað regluverk þannig að virkjunaraðilar geti nú stækkað virkjanir sínar án þess að þurfa að fara í gegnum rammaáætlunarferlið. Jóhann Páll væri nú einnig í þeirri öfundsverðu stöðu að vera kominn með sameinaðar Orku- og Umhverfisstofnanir sem væru grunnur að því að einfalda stjórnsýsluna. „Aðalatriðið er framtíðin og nútíðin. Það dugar ekki að segja: ég ætla að setja kraft í orkumálinn og setja ekki fram ramma sem er tilbúinn,“ sagði hann. Spurður að því hvort að ekki væri eðlilegt að nýr ráðherra vildi setja mark sitt á mál frekar en að taka beint upp þau sem aðrir hefðu unnið sagði Guðlaugur Þór að hann hefði sjálfur nýtt sér rammaáætlun sem var tilbúin í ráðuneytinu þegar hann tók við því. „Átti ég að fresta málum um marga mánuði eða jafnvel ár af því að ég vildi eitthvað fikta í þessu. Ég setti þetta inn í þingið vegna þess að þetta snýst ekki um persónur,“ sagði Guðlaugur Þór. Orkumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Loftslagsmál Skipulag Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Jóhann Páll boðaði að hann ætlaði að leggja fram nýja rammaáætlun um verndun og nýtingu virkjunarkosta á hverju þingi á kjörtímabilinu í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í gær. Furðaði hann sig á því hversu skammt Guðlaugur Þór Þórðarson, forveri sinn í embætti, hefði verið á veg kominn með að einfalda leyfisveitingaferli sem hann sagði þunglamalegt og flókið. Sjálfur hefði hann nú hraðað þeirri vinnu mikið. Fyrirætlanir Jóhanns Páls um að leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi væru afturför að mati Guðlaugs Þórs sem svaraði fyrir sig í sama þætti í morgun. Tvær rammaáætlanir væru tilbúnar í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu og sú þriðja yrði tilbúin í vor. „Ef hann ætlar bara að leggja fram ramma á hverju þingi þá er hann að tefja ferlið. Það er alveg ljóst. Þinginu er ekkert að vanbúnaði að fá rammann til sín og taka afstöðu til þess,“ sagði Guðlaugur Þór sem lýsti áhyggjum af því að nýi ráðherrann ætlaði ekki að leggja fram tilbúin frumvörp sem ráðuneytið hefði lagt mikla vinnu í. Greiddu ekki atkvæði með því að rjúfa kyrrstöðu Sakaði Guðlaugur Þór ríkisstjórnarflokkana um hræðilega sögu í orkumálum. Þeir hefðu til að mynda ekki greitt atkvæði með rammaáætlun sem var samþykkt á Alþingi árið 2022. „Ef allir hefðu greitt atkvæði eins og stjórnarflokkarnir þá værum við ekki að byggja Hvammsvirkjun og við værum ekki að byggja Búrfellslund og það væri ekki búið að rjúfa þessa kyrrstöðu sem var gert á síðasta kjörtímabili í orkumálum,“ sagði Guðlaugur Þór. Sjálfur sagðist Guðlaugur Þór hafa einfaldað regluverk þannig að virkjunaraðilar geti nú stækkað virkjanir sínar án þess að þurfa að fara í gegnum rammaáætlunarferlið. Jóhann Páll væri nú einnig í þeirri öfundsverðu stöðu að vera kominn með sameinaðar Orku- og Umhverfisstofnanir sem væru grunnur að því að einfalda stjórnsýsluna. „Aðalatriðið er framtíðin og nútíðin. Það dugar ekki að segja: ég ætla að setja kraft í orkumálinn og setja ekki fram ramma sem er tilbúinn,“ sagði hann. Spurður að því hvort að ekki væri eðlilegt að nýr ráðherra vildi setja mark sitt á mál frekar en að taka beint upp þau sem aðrir hefðu unnið sagði Guðlaugur Þór að hann hefði sjálfur nýtt sér rammaáætlun sem var tilbúin í ráðuneytinu þegar hann tók við því. „Átti ég að fresta málum um marga mánuði eða jafnvel ár af því að ég vildi eitthvað fikta í þessu. Ég setti þetta inn í þingið vegna þess að þetta snýst ekki um persónur,“ sagði Guðlaugur Þór.
Orkumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Loftslagsmál Skipulag Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira