Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. janúar 2025 17:38 Þorvaldur segir að ef það skyldi gjósa væri ólíklegt að það hefði áhrif á flugumferð. Vísir/Vilhelm Eldfjallafræðingur telur að skjálftahrina í Bárðarbungu „deyi út í augnablikinu.“ Það sé ekki víst hvort að það hafi nokkurn tímann gosið þar síðan jökla leysti. „Ísland er byggt af eldgosum, alveg frá grunni,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann ræddi nýjustu vendingar í tengslum við Bárðarbungu en óvissustig er nú í gildi á svæðinu vegna öflugrar skjálftahrinu. „Það sem menn urðu varir við í morgun þetta, held ég, hafi staðið í þrjá eða fjóra tíma. Skjálftahrinan var á svona níu til fimm kílómetra dýpi og mjög sennilega tengist einhverjum kvikuhreyfingum á því dýpi,“ segir Þorvaldur. „En núna, síðast þegar ég athugaði, var hún alveg búin þessi skjálftahrina. Kannski búið í bili.“ Óvíst hvort áður hafi gosið í Bárðarbungu Þorvaldur segir ekki ljóst hvort að gosið hefði nokkurn tímann í Bárðarbungu síðan jökla leysti. „Við höfum enga vissu um það hvort að Bárðarbunga hafi gosið yfirhöfuð. Á meðan svo er þá getum við ekki verið að tala um að þetta sé öflugasta eldstöð landsins og fullyrt um það að gos komi úr Bárðarbungu,“ segir Þorvaldur. Þá hafa gjóskulög á svæðinu verið efnagreind og ályktað, þar sem að gjóskan líktist gjóskunni sem kom úr gosi í Veiðivötnum árið 1477, að sú gjóska sé úr Bárðarbungu. Þorvaldur segir að ekki sé hægt að fullyrða það. „Það er alveg hugsanlegt að hún hafi gosið en við erum ekki með nein gögn sem segja okkur það alveg skýrt og skorið að hún hafi gosið.“ Eldvirkasta svæði landsins „Mér finnst langlíklegast að þetta deyi út í augnablikinu,“ segir Þorvaldur, inntur eftir hvað hann sjálfur teldi að myndi gerast. „Við vitum að þetta er eitt eldvirkasta svæði landsins og þarna eru sennilega mestu líkur á eldgosi á landinu.“ Hér er einungis stiklað á stóru en hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Bárðarbunga Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
„Ísland er byggt af eldgosum, alveg frá grunni,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann ræddi nýjustu vendingar í tengslum við Bárðarbungu en óvissustig er nú í gildi á svæðinu vegna öflugrar skjálftahrinu. „Það sem menn urðu varir við í morgun þetta, held ég, hafi staðið í þrjá eða fjóra tíma. Skjálftahrinan var á svona níu til fimm kílómetra dýpi og mjög sennilega tengist einhverjum kvikuhreyfingum á því dýpi,“ segir Þorvaldur. „En núna, síðast þegar ég athugaði, var hún alveg búin þessi skjálftahrina. Kannski búið í bili.“ Óvíst hvort áður hafi gosið í Bárðarbungu Þorvaldur segir ekki ljóst hvort að gosið hefði nokkurn tímann í Bárðarbungu síðan jökla leysti. „Við höfum enga vissu um það hvort að Bárðarbunga hafi gosið yfirhöfuð. Á meðan svo er þá getum við ekki verið að tala um að þetta sé öflugasta eldstöð landsins og fullyrt um það að gos komi úr Bárðarbungu,“ segir Þorvaldur. Þá hafa gjóskulög á svæðinu verið efnagreind og ályktað, þar sem að gjóskan líktist gjóskunni sem kom úr gosi í Veiðivötnum árið 1477, að sú gjóska sé úr Bárðarbungu. Þorvaldur segir að ekki sé hægt að fullyrða það. „Það er alveg hugsanlegt að hún hafi gosið en við erum ekki með nein gögn sem segja okkur það alveg skýrt og skorið að hún hafi gosið.“ Eldvirkasta svæði landsins „Mér finnst langlíklegast að þetta deyi út í augnablikinu,“ segir Þorvaldur, inntur eftir hvað hann sjálfur teldi að myndi gerast. „Við vitum að þetta er eitt eldvirkasta svæði landsins og þarna eru sennilega mestu líkur á eldgosi á landinu.“ Hér er einungis stiklað á stóru en hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Bárðarbunga Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira