Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Aron Guðmundsson skrifar 16. janúar 2025 07:31 Björgvin Karl Guðmundsson var um einni mínútu á eftir Lazar Dukic í fyrstu grein heimsleika Crossfit í fyrra. Lazar drukknaði í greininni og lét lífið. Vísir/Samsett mynd „Þetta hefði alveg geta verið ég,“ segir Björgvin Karl Guðmundsson atvinnumaður í Crossfit um andlát keppinautar síns og kollega, Lazar Dukic, á heimsleikum CrossFit í fyrra. Hann tekur undir gagnrýni sem sett hefur verið fram á skipuleggjendur heimsleikanna og segir það miður að svona sorglegur atburður hafi þurft að eiga sér stað svo hlustað yrði á íþróttafólkið og áhyggjur þeirra. Síðasta ár var, að sögn Björgvins, hans versta ár síðan árið 2014. Hann náði sér ekki á strik á heimsleikunum, sem gengu ekki áfallalaust fyrir sig. Serbinn Lazar Ducik fannst látinn eftir að hafa drukknað í fyrstu grein leikanna þar sem keppendur þurftu að hlaupa um fimm kílómetra leið í steikjandi hita í Texas og svo synda í heitu vatni um 800 metra. „Þetta er í raun fyrsta æfingin og það fer að ég held aldrei undir 40 gráðu lofthita þarna í Texas,“ segir Björgvin Karl. „Þeir ákveða að láta okkur hlaupa 5,5 kílómetra og synda svo yfir vatn. Þvert yfir vatn þar sem er langt í alla bakka. Það voru fáir í vatninu að fylgjast með, það verður bara að segjast, og vatnið var bara heitt. Þetta var bara eins og mjög notaleg sundlaug, dálítið eins og sundlaugin í Hveragerði jafnvel aðeins heitari en hún. Þegar að lofthitinn er svona mikill hækkar líkamshitinn mjög mikið á sama tíma. Það verður svo að hafa það í huga að við erum hvorki atvinnufólk í hlaupum né sundi þó við kunnum alveg að synda og margir betur en aðrir. Maður gat alveg sagt sjálfum sér að þetta væri að fara verða hættulegt. En á sama tíma skráir maður sig á leikana og maður veit að það er alltaf einhvers konar áhætta sem maður er að taka.“ Björgvin Karl Guðmundsson er einn af okkar reynslumestu CrossFit íþróttamönnumMynd/Instagram/bk_gudmundsson Vildi bara komast heim Hins vegar hafi enginn búist við því sem átti eftir að gerast. „Það bjóst enginn við því að einhver myndi allt í einu deyja á heimsleikunum. Menn gætu meitt sig og svona en að þetta færi svona langt átti í rauninni engin von á. Og það að vera í vatninu á sama tíma, Dukic er kannski svona mínútu á undan mér, en maður hafði ekki hugmynd um þetta. Hann drukknar, við komum í land og fljótlega eftir það tekur maður eftir því að það sé eitthvað að gerast.“ Lazar Dukic sem lést á heimsleikunum í CrossFitInstagramsíða Lazar Dukic „Maður heldur bara í vonina um að þetta verði í lagi en veit, þegar einhver er undir vatni í meira en mínútu eða tvær, að það sé erfitt að koma til baka. Restin af þessari helgi var ekki góð fyrir neinn. Hvort sem um ræðir mótshaldara, áhorfendur eða þá sem voru að keppa. Þetta tók alveg hrikalega á, meira fyrir suma en aðra og ég hugsaði í rauninni ekki um neitt annað en að komast heim. Að reyna sigla þessu skipi í land sem heimsleikarnir eru, því það er margt í húfi. Hvort sem að mótshaldarar hefðu hætt við að halda leikana eða gert þetta eins og þeir gerðu held ég að það sé ekkert rétt í þessari stöðu. Svo einhvern veginn þurftu bara allir að komast heim. Sá sem að vann leikana…jú frábært þú vannst en auðvitað var ekki sami sjarmi yfir þessu þegar að þessu lauk.“ „Stemning sem mig langar helst ekki til að upplifa aftur“ Ákveðið var að klára leikana. „Það var náttúrulega fullt af fólki sem sagði sig frá keppninni um leið og þetta gerist. Þetta gerist á fimmtudegi og það er ákveðið að keppa ekki á föstudegi en byrja keppnina aftur á laugardegi og sunnudegi. Þar með ertu búinn að taka út æfingar sem gætu hafa haft áhrif á niðurstöðu leikanna. Á laugardeginum og sunnudeginum er fólk hægt og rólega að hætta. Einhverjir klára þetta, aðrir hætta og geta ekki meira. Skrítin stemning sem mig langar helst ekki til að upplifa aftur. Bara alls ekki.“ Skipuleggjendur heimsleikanna voru harðlega gagnrýndir fyrir öryggismál þeirra og tekur Björgvin Karl undir þá gagnrýni og hefur þessi atburður haft sín áhrif á hann. „Til að byrja með er alveg hægt að hafa æfingu sem inniheldur sund með einhverjum öðrum hætti en að senda okkur út í 40 gráðum og 32 gráðu heitu vatni til að synda einhverja 800 metra í. Við erum ekki afreksfólk í sundi. Mögulega hefði geta verið hægt að láta okkur byrja að synda og fara svo yfir í að hlaupa, minni líkur þar eða bara farið með okkur inn í sundlaug. Ég skyldi persónulega ekki af hverju þetta þurfti að vera svona. En það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á.“ „Getur rétt ímyndað þér hvað fór í gegnum hausinn á manni“ Þetta hafi ekki verið í fyrsta skipti sem sénsar voru teknir. „Í gegnum tíðina hefur athygli verið vakin á hinum og þessum öryggis stöðlum á leikunum, það kemur yfirleitt frá íþróttafólkinu sjálfu. Í gegnum tíðina hefur okkur fundist eins og þeir hafi ekki verið að hlusta neitt sérstaklega á okkur. Hafi ekki verið að breyta því sem við höfum verið að koma á framfæri. Það eru strákar og stelpur í ákveðnum samtökum íþróttafólksins sem keppir á leikunum. Samtökin standa við bakið á okkur, eins konar stéttarfélag, og þau eru að gera sérstaklega góða hluti núna. Voru alveg að gera það fyrir þetta, en sérstaklega núna. Það virðist vera sem svo að þetta hafi verið það sem þurfti til þess að mótshaldarar, ekki bara heimsleikunum, heldur í keppnum um allan heim sé í samráði við íþróttafólkið varðandi það hvernig eigi að haga öryggisreglum, hvað virkar og hvað ekki. Það er jákvætt. Það neikvæða er hins vegar að þetta hafi þurft að gerast til þess að einhver hafi farið að hlusta.“ Björgvin Karl, atvinnumaður í CrossfitVísir/Einar Björgvin Karl íhugaði sína stöðu gagnvart leikunum en trúir því og treystir að skipuleggjendur heimsleikanna geri betur núna en þeir hafi verið að gera. Atvikið hafði sín áhrif á hann. „Þetta hefði alveg geta verið þér. Þér að segja var Lazar einn af okkar betri sundmönnum. Var atvinnumaður í vatnspóló og þeir þurfa nú heldur betur að vera syndir. Þú getur rétt ímyndað þér hvað fór í gegnum hausinn á manni. En á sama tíma er ég ekkert að hræðast vatn lengur eða þannig. Ég hef hins vegar ekki verið í miklum sundæfingum síðan þá, þetta er aðeins að byrja aftur núna og mér finnst ólíklegt að mótshaldara muni hafa svona æfingu aftur. Hún mun þá verða framkvæmd með miklu fleira fólk í vatninu og mér finnst mjög líklegt að flest allt svona verði fært yfir í sundlaugar. Það er mín tilfinning fyrir þessu.“ CrossFit Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Fleiri fréttir Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Hildur fékk svakalegt glóðarauga Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Dagskráin: Heldur veislan áfram í Mílanó? „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Sjá meira
Síðasta ár var, að sögn Björgvins, hans versta ár síðan árið 2014. Hann náði sér ekki á strik á heimsleikunum, sem gengu ekki áfallalaust fyrir sig. Serbinn Lazar Ducik fannst látinn eftir að hafa drukknað í fyrstu grein leikanna þar sem keppendur þurftu að hlaupa um fimm kílómetra leið í steikjandi hita í Texas og svo synda í heitu vatni um 800 metra. „Þetta er í raun fyrsta æfingin og það fer að ég held aldrei undir 40 gráðu lofthita þarna í Texas,“ segir Björgvin Karl. „Þeir ákveða að láta okkur hlaupa 5,5 kílómetra og synda svo yfir vatn. Þvert yfir vatn þar sem er langt í alla bakka. Það voru fáir í vatninu að fylgjast með, það verður bara að segjast, og vatnið var bara heitt. Þetta var bara eins og mjög notaleg sundlaug, dálítið eins og sundlaugin í Hveragerði jafnvel aðeins heitari en hún. Þegar að lofthitinn er svona mikill hækkar líkamshitinn mjög mikið á sama tíma. Það verður svo að hafa það í huga að við erum hvorki atvinnufólk í hlaupum né sundi þó við kunnum alveg að synda og margir betur en aðrir. Maður gat alveg sagt sjálfum sér að þetta væri að fara verða hættulegt. En á sama tíma skráir maður sig á leikana og maður veit að það er alltaf einhvers konar áhætta sem maður er að taka.“ Björgvin Karl Guðmundsson er einn af okkar reynslumestu CrossFit íþróttamönnumMynd/Instagram/bk_gudmundsson Vildi bara komast heim Hins vegar hafi enginn búist við því sem átti eftir að gerast. „Það bjóst enginn við því að einhver myndi allt í einu deyja á heimsleikunum. Menn gætu meitt sig og svona en að þetta færi svona langt átti í rauninni engin von á. Og það að vera í vatninu á sama tíma, Dukic er kannski svona mínútu á undan mér, en maður hafði ekki hugmynd um þetta. Hann drukknar, við komum í land og fljótlega eftir það tekur maður eftir því að það sé eitthvað að gerast.“ Lazar Dukic sem lést á heimsleikunum í CrossFitInstagramsíða Lazar Dukic „Maður heldur bara í vonina um að þetta verði í lagi en veit, þegar einhver er undir vatni í meira en mínútu eða tvær, að það sé erfitt að koma til baka. Restin af þessari helgi var ekki góð fyrir neinn. Hvort sem um ræðir mótshaldara, áhorfendur eða þá sem voru að keppa. Þetta tók alveg hrikalega á, meira fyrir suma en aðra og ég hugsaði í rauninni ekki um neitt annað en að komast heim. Að reyna sigla þessu skipi í land sem heimsleikarnir eru, því það er margt í húfi. Hvort sem að mótshaldarar hefðu hætt við að halda leikana eða gert þetta eins og þeir gerðu held ég að það sé ekkert rétt í þessari stöðu. Svo einhvern veginn þurftu bara allir að komast heim. Sá sem að vann leikana…jú frábært þú vannst en auðvitað var ekki sami sjarmi yfir þessu þegar að þessu lauk.“ „Stemning sem mig langar helst ekki til að upplifa aftur“ Ákveðið var að klára leikana. „Það var náttúrulega fullt af fólki sem sagði sig frá keppninni um leið og þetta gerist. Þetta gerist á fimmtudegi og það er ákveðið að keppa ekki á föstudegi en byrja keppnina aftur á laugardegi og sunnudegi. Þar með ertu búinn að taka út æfingar sem gætu hafa haft áhrif á niðurstöðu leikanna. Á laugardeginum og sunnudeginum er fólk hægt og rólega að hætta. Einhverjir klára þetta, aðrir hætta og geta ekki meira. Skrítin stemning sem mig langar helst ekki til að upplifa aftur. Bara alls ekki.“ Skipuleggjendur heimsleikanna voru harðlega gagnrýndir fyrir öryggismál þeirra og tekur Björgvin Karl undir þá gagnrýni og hefur þessi atburður haft sín áhrif á hann. „Til að byrja með er alveg hægt að hafa æfingu sem inniheldur sund með einhverjum öðrum hætti en að senda okkur út í 40 gráðum og 32 gráðu heitu vatni til að synda einhverja 800 metra í. Við erum ekki afreksfólk í sundi. Mögulega hefði geta verið hægt að láta okkur byrja að synda og fara svo yfir í að hlaupa, minni líkur þar eða bara farið með okkur inn í sundlaug. Ég skyldi persónulega ekki af hverju þetta þurfti að vera svona. En það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á.“ „Getur rétt ímyndað þér hvað fór í gegnum hausinn á manni“ Þetta hafi ekki verið í fyrsta skipti sem sénsar voru teknir. „Í gegnum tíðina hefur athygli verið vakin á hinum og þessum öryggis stöðlum á leikunum, það kemur yfirleitt frá íþróttafólkinu sjálfu. Í gegnum tíðina hefur okkur fundist eins og þeir hafi ekki verið að hlusta neitt sérstaklega á okkur. Hafi ekki verið að breyta því sem við höfum verið að koma á framfæri. Það eru strákar og stelpur í ákveðnum samtökum íþróttafólksins sem keppir á leikunum. Samtökin standa við bakið á okkur, eins konar stéttarfélag, og þau eru að gera sérstaklega góða hluti núna. Voru alveg að gera það fyrir þetta, en sérstaklega núna. Það virðist vera sem svo að þetta hafi verið það sem þurfti til þess að mótshaldarar, ekki bara heimsleikunum, heldur í keppnum um allan heim sé í samráði við íþróttafólkið varðandi það hvernig eigi að haga öryggisreglum, hvað virkar og hvað ekki. Það er jákvætt. Það neikvæða er hins vegar að þetta hafi þurft að gerast til þess að einhver hafi farið að hlusta.“ Björgvin Karl, atvinnumaður í CrossfitVísir/Einar Björgvin Karl íhugaði sína stöðu gagnvart leikunum en trúir því og treystir að skipuleggjendur heimsleikanna geri betur núna en þeir hafi verið að gera. Atvikið hafði sín áhrif á hann. „Þetta hefði alveg geta verið þér. Þér að segja var Lazar einn af okkar betri sundmönnum. Var atvinnumaður í vatnspóló og þeir þurfa nú heldur betur að vera syndir. Þú getur rétt ímyndað þér hvað fór í gegnum hausinn á manni. En á sama tíma er ég ekkert að hræðast vatn lengur eða þannig. Ég hef hins vegar ekki verið í miklum sundæfingum síðan þá, þetta er aðeins að byrja aftur núna og mér finnst ólíklegt að mótshaldara muni hafa svona æfingu aftur. Hún mun þá verða framkvæmd með miklu fleira fólk í vatninu og mér finnst mjög líklegt að flest allt svona verði fært yfir í sundlaugar. Það er mín tilfinning fyrir þessu.“
CrossFit Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Fleiri fréttir Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Hildur fékk svakalegt glóðarauga Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Dagskráin: Heldur veislan áfram í Mílanó? „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn