Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Lovísa Arnardóttir skrifar 15. janúar 2025 23:31 Jóhann Páll á von á því að dómnum verði áfrýjað. Vísir/Vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir starfsfólk ráðuneytisins rýna dóm héraðsdóms frá því fyrr í dag þar sem starfsleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi. Dómurinn sé um 109 blaðsíður og hann geti því ekki verið með miklar yfirlýsingar fyrr en hann er búinn að lesa betur yfir hann. Hann segir líklegt að málinu verði áfrýjað. „Við erum að skoða næstu skref og þau verða skoðuð í samráði við ríkislögmann,“ segir Jóhann Páll en rætt var við hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Aðrar stofnanir eins og Umhverfis- og orkustofnun og Náttúruverndarstofnun séu sömuleiðis að fara yfir dóminn. Samandregnar niðurstöður dómsins eru þær að hafna kröfu um ógildingu leyfi Fiskistofu vegna byggingar Hvammsvirkjunar en ógilda heimild Umhverfisstofnunar til breytingar á vatnshlotinu Þjórsá1, frá 9. apríl 2024, vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Hvammsvirkjun og ákvörðun Orkustofnunar 12. september 2024 um að veita Landsvirkjun leyfi til að reisa og reka raforkuverið Hvammsvirkjun. Þá voru íslenska ríkið og Landsvirkjun dæmd til að greiða stefnendum óskipt alls 3,6 milljónir króna í málskostnað. „Þetta auðvitað setur strik í reikninginn og er áhyggjuefni,“ segir Jóhann Páll en að túlkun héraðsdóms endurspegli lagaumhverfið þegar komi að orkunýtingu eins og hún er í dag. Hann segir nýja ríkisstjórn með áform um að breyta leyfisveitingaferlinu vegna nýrra virkjanna til að tryggja aukna skilvirkni. Þá eigi að skýra betur ferli og samspil ýmissa lagabálka og vatnastjórnunarlög séu ekki undanskilin. Skiptir máli að rýna málið vel „Auðvitað bregður manni mjög þegar þessi dómur er kveðinn upp,“ segir Jóhann Páll. Hvammsvirkjun sé eitt af þeim stóru verkefnum sem séu langt komin í undirbúningi eftir margra ára bið og undirbúning. Það skipti miklu máli hvernig sé brugðist við en það þurfi að gera það af ábyrgð. Það séu loftslagsmarkmið í húfi og raforkuöryggi og það skipti máli að þetta verði rýnt vel. Hann segir ný lög í vinnslu í ráðuneytinu. Það hafi verið búið að leggja grunn að því en það sé aðeins verið að bæta. Hann sér fram á að leggja fram í mars svo hægt sé að lögfesta breytingar á vorþingi. Sömuleiðis skipti máli að ná inn nýrri rammaáætlun og það verði lagt fram á fyrsta degi þingsins. Slá ekki af kröfum um hverfismat og samráð Jóhann Páll segir ekki eiga að slá af kröfum um nákvæmt umhverfismat og þétt samráð við almenning þó svo að stjórnvöld sjái fyrir sér að vinna þessi mál hratt. „Þarna eru mikil sóknarfæri. Lagabálkarnir sem um þetta gilda hafa þróast með tímanum og það ætlaði sér enginn að hafa þetta svona flókið og þunglamalegt. Það hefur bara gerst með tímanum án þess að undið hafi verið ofan af því. Það eru mjög mikil tækifæri til að skýra ferlana án þess að gefa afslátt af eðlilegum kröfum um umhverfismat og samráð við fólkið í landinu. Þetta er mikil jafnvægislist á milli orkunýtingar og náttúruverndar og ég tek mitt hlutverk mjög alvarlega,“ segir Jóhann Páll. Jóhann Páll ræddi stuttlega virkjun í Seyðisfirði í viðtalinu. Hann segir málið í ferli og það alveg skýrt að það þurfi að koma skýru ferli í gang fyrir sjókvíaeldi. Þessar framkvæmdir þurfi að vera í sátt við íbúa og málið sé í skoðun. Það eigi að setja skýrari lagaramma,“ segir hann og að ný ríkisstjórn stefni á að setja nýjan og betri ramma um sjókvíaeldi og það þurfi þangað til að horfa gagnrýnum augum á það sem gerist þangað til. Deilur um Hvammsvirkjun Orkumál Landsvirkjun Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Fyrrverandi orkuráðherra sakar Jóhann Pál Jóhannsson, eftirmann sinn, um að ætla að tefja frekari orkuöflun þrátt fyrir fullyrðingar hans um að hann ætli að hraða leyfisveitingaferlinu. Núverandi stjórnarflokkar hafi lagst gegn því að rjúfa kyrrstöðu í orkumálum á síðasta kjörtímabili. 14. janúar 2025 10:24 Hagsmunir stóriðjunnar að hræða þjóðina með orkuskorti Samtök iðnaðarins segja að lausnin við hækkandi raforkuverði heimilanna skýr: auka þurfi framboð á orku með frekari virkjanaframkvæmdum en Landvernd segir málið ekki vera svo einfalt. Framkvæmdastjórar samtakanna tveggja tókust á um orkumálin í Sprengisandi í dag. 15. desember 2024 13:07 Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Landsvirkjun og Fossvélar ehf. á Selfossi hafa samið um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar. Fossvélar munu meðal annars leggja veg að væntanlegu stöðvarhúsi og undirbúa plan undir vinnubúðir. Í þessum verkum felst upphaf eiginlegra virkjunarframkvæmda á svæðinu, en öll leyfi voru í höfn í lok október. 29. nóvember 2024 12:57 Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Inntakslón sem myndast vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar veldur því að færa þarf Þjórsárdalsveg á um fimm kílómetra löngum kafla. Ný veglína er sýnd á myndbandi sem Landsvirkjun og Vegagerðin hafa kynnt íbúum nærsveita. 27. nóvember 2024 21:21 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Sjá meira
„Við erum að skoða næstu skref og þau verða skoðuð í samráði við ríkislögmann,“ segir Jóhann Páll en rætt var við hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Aðrar stofnanir eins og Umhverfis- og orkustofnun og Náttúruverndarstofnun séu sömuleiðis að fara yfir dóminn. Samandregnar niðurstöður dómsins eru þær að hafna kröfu um ógildingu leyfi Fiskistofu vegna byggingar Hvammsvirkjunar en ógilda heimild Umhverfisstofnunar til breytingar á vatnshlotinu Þjórsá1, frá 9. apríl 2024, vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Hvammsvirkjun og ákvörðun Orkustofnunar 12. september 2024 um að veita Landsvirkjun leyfi til að reisa og reka raforkuverið Hvammsvirkjun. Þá voru íslenska ríkið og Landsvirkjun dæmd til að greiða stefnendum óskipt alls 3,6 milljónir króna í málskostnað. „Þetta auðvitað setur strik í reikninginn og er áhyggjuefni,“ segir Jóhann Páll en að túlkun héraðsdóms endurspegli lagaumhverfið þegar komi að orkunýtingu eins og hún er í dag. Hann segir nýja ríkisstjórn með áform um að breyta leyfisveitingaferlinu vegna nýrra virkjanna til að tryggja aukna skilvirkni. Þá eigi að skýra betur ferli og samspil ýmissa lagabálka og vatnastjórnunarlög séu ekki undanskilin. Skiptir máli að rýna málið vel „Auðvitað bregður manni mjög þegar þessi dómur er kveðinn upp,“ segir Jóhann Páll. Hvammsvirkjun sé eitt af þeim stóru verkefnum sem séu langt komin í undirbúningi eftir margra ára bið og undirbúning. Það skipti miklu máli hvernig sé brugðist við en það þurfi að gera það af ábyrgð. Það séu loftslagsmarkmið í húfi og raforkuöryggi og það skipti máli að þetta verði rýnt vel. Hann segir ný lög í vinnslu í ráðuneytinu. Það hafi verið búið að leggja grunn að því en það sé aðeins verið að bæta. Hann sér fram á að leggja fram í mars svo hægt sé að lögfesta breytingar á vorþingi. Sömuleiðis skipti máli að ná inn nýrri rammaáætlun og það verði lagt fram á fyrsta degi þingsins. Slá ekki af kröfum um hverfismat og samráð Jóhann Páll segir ekki eiga að slá af kröfum um nákvæmt umhverfismat og þétt samráð við almenning þó svo að stjórnvöld sjái fyrir sér að vinna þessi mál hratt. „Þarna eru mikil sóknarfæri. Lagabálkarnir sem um þetta gilda hafa þróast með tímanum og það ætlaði sér enginn að hafa þetta svona flókið og þunglamalegt. Það hefur bara gerst með tímanum án þess að undið hafi verið ofan af því. Það eru mjög mikil tækifæri til að skýra ferlana án þess að gefa afslátt af eðlilegum kröfum um umhverfismat og samráð við fólkið í landinu. Þetta er mikil jafnvægislist á milli orkunýtingar og náttúruverndar og ég tek mitt hlutverk mjög alvarlega,“ segir Jóhann Páll. Jóhann Páll ræddi stuttlega virkjun í Seyðisfirði í viðtalinu. Hann segir málið í ferli og það alveg skýrt að það þurfi að koma skýru ferli í gang fyrir sjókvíaeldi. Þessar framkvæmdir þurfi að vera í sátt við íbúa og málið sé í skoðun. Það eigi að setja skýrari lagaramma,“ segir hann og að ný ríkisstjórn stefni á að setja nýjan og betri ramma um sjókvíaeldi og það þurfi þangað til að horfa gagnrýnum augum á það sem gerist þangað til.
Deilur um Hvammsvirkjun Orkumál Landsvirkjun Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Fyrrverandi orkuráðherra sakar Jóhann Pál Jóhannsson, eftirmann sinn, um að ætla að tefja frekari orkuöflun þrátt fyrir fullyrðingar hans um að hann ætli að hraða leyfisveitingaferlinu. Núverandi stjórnarflokkar hafi lagst gegn því að rjúfa kyrrstöðu í orkumálum á síðasta kjörtímabili. 14. janúar 2025 10:24 Hagsmunir stóriðjunnar að hræða þjóðina með orkuskorti Samtök iðnaðarins segja að lausnin við hækkandi raforkuverði heimilanna skýr: auka þurfi framboð á orku með frekari virkjanaframkvæmdum en Landvernd segir málið ekki vera svo einfalt. Framkvæmdastjórar samtakanna tveggja tókust á um orkumálin í Sprengisandi í dag. 15. desember 2024 13:07 Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Landsvirkjun og Fossvélar ehf. á Selfossi hafa samið um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar. Fossvélar munu meðal annars leggja veg að væntanlegu stöðvarhúsi og undirbúa plan undir vinnubúðir. Í þessum verkum felst upphaf eiginlegra virkjunarframkvæmda á svæðinu, en öll leyfi voru í höfn í lok október. 29. nóvember 2024 12:57 Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Inntakslón sem myndast vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar veldur því að færa þarf Þjórsárdalsveg á um fimm kílómetra löngum kafla. Ný veglína er sýnd á myndbandi sem Landsvirkjun og Vegagerðin hafa kynnt íbúum nærsveita. 27. nóvember 2024 21:21 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Sjá meira
Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Fyrrverandi orkuráðherra sakar Jóhann Pál Jóhannsson, eftirmann sinn, um að ætla að tefja frekari orkuöflun þrátt fyrir fullyrðingar hans um að hann ætli að hraða leyfisveitingaferlinu. Núverandi stjórnarflokkar hafi lagst gegn því að rjúfa kyrrstöðu í orkumálum á síðasta kjörtímabili. 14. janúar 2025 10:24
Hagsmunir stóriðjunnar að hræða þjóðina með orkuskorti Samtök iðnaðarins segja að lausnin við hækkandi raforkuverði heimilanna skýr: auka þurfi framboð á orku með frekari virkjanaframkvæmdum en Landvernd segir málið ekki vera svo einfalt. Framkvæmdastjórar samtakanna tveggja tókust á um orkumálin í Sprengisandi í dag. 15. desember 2024 13:07
Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Landsvirkjun og Fossvélar ehf. á Selfossi hafa samið um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar. Fossvélar munu meðal annars leggja veg að væntanlegu stöðvarhúsi og undirbúa plan undir vinnubúðir. Í þessum verkum felst upphaf eiginlegra virkjunarframkvæmda á svæðinu, en öll leyfi voru í höfn í lok október. 29. nóvember 2024 12:57
Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Inntakslón sem myndast vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar veldur því að færa þarf Þjórsárdalsveg á um fimm kílómetra löngum kafla. Ný veglína er sýnd á myndbandi sem Landsvirkjun og Vegagerðin hafa kynnt íbúum nærsveita. 27. nóvember 2024 21:21
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels