Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2025 10:14 New Glenn eldflauginni skotið á loft í fyrsta sinn frá Cape Canaveral í Flórída. AP/John Raoux Blue Origin, geimferðafyrirtæki auðjöfursins Jeffs Bezos, sendi í morgun geimfar á braut um jörðu í fyrsta sinn, nærri því aldarfjórðungi eftir að fyrirtækið var stofnað. Það var gert með eldflauginni New Glenn eftir að fyrsta geimskoti hennar hafði ítrekað verið frestað. Eldflaugin bar enga gervihnetti eða slíkt í þessu geimskoti og var markmið þess að afla sem mestra upplýsinga um geimflaugina og getu hennar fyrir frekari geimskot. New Glenn er stærðarinnar eldflaug sem á að vera endurnýtanleg og á fyrsta stig hennar að lenda aftur á jörðinni eftir geimskot. Þannig vilja forsvarsmenn Blue Origin spara mikla fjármuni við hvert geimskot en fyrirtækið SpaceX, sem er í eigu auðjöfursins Elons Musk, er með mikið forskot á því sviði. Eldflauginni er ætlað að koma þungum farmi á braut um jörðu eða lengra út í sólkerfið en New Glenn stæðan er 98 metrar á hæð og sjö metra þykk. Fyrsta stigið keyrir á metani og það efra á fljótandi vetni. pic.twitter.com/o6sMiSABkR— Jeff Bezos (@JeffBezos) January 16, 2025 Það eina sem virðist ekki hafa engið eftir er að fyrsta stig New Glenn, sem kallast „So you‘er telling me there‘s a chance“, eftir frægri línu úr myndinni Dumb and Dumber, átti að snúa aftur til jarðar og lenda á drónaskipinu Jacklyn undan ströndum Flórída en gerði það ekki. Í yfirlýsingu frá Blue Origin segir að legið hafi fyrir að ólíklegt væri að þeim myndi takast að lenda fyrsta stiginu í fyrstu tilraun. Starfsmenn fyrirtækisins muni þó læra af reynslunni og reyna aftur í næsta geimskoti New Glenn í vor. New Glenn safely reached its intended orbit during today's NG-1 mission, accomplishing our primary objective. The second stage is in its final orbit following two successful burns of the BE-3U engines. The Blue Ring Pathfinder is receiving data and performing well. We lost the… pic.twitter.com/MmDlCb6AVj— Blue Origin (@blueorigin) January 16, 2025 Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Sjá meira
Eldflaugin bar enga gervihnetti eða slíkt í þessu geimskoti og var markmið þess að afla sem mestra upplýsinga um geimflaugina og getu hennar fyrir frekari geimskot. New Glenn er stærðarinnar eldflaug sem á að vera endurnýtanleg og á fyrsta stig hennar að lenda aftur á jörðinni eftir geimskot. Þannig vilja forsvarsmenn Blue Origin spara mikla fjármuni við hvert geimskot en fyrirtækið SpaceX, sem er í eigu auðjöfursins Elons Musk, er með mikið forskot á því sviði. Eldflauginni er ætlað að koma þungum farmi á braut um jörðu eða lengra út í sólkerfið en New Glenn stæðan er 98 metrar á hæð og sjö metra þykk. Fyrsta stigið keyrir á metani og það efra á fljótandi vetni. pic.twitter.com/o6sMiSABkR— Jeff Bezos (@JeffBezos) January 16, 2025 Það eina sem virðist ekki hafa engið eftir er að fyrsta stig New Glenn, sem kallast „So you‘er telling me there‘s a chance“, eftir frægri línu úr myndinni Dumb and Dumber, átti að snúa aftur til jarðar og lenda á drónaskipinu Jacklyn undan ströndum Flórída en gerði það ekki. Í yfirlýsingu frá Blue Origin segir að legið hafi fyrir að ólíklegt væri að þeim myndi takast að lenda fyrsta stiginu í fyrstu tilraun. Starfsmenn fyrirtækisins muni þó læra af reynslunni og reyna aftur í næsta geimskoti New Glenn í vor. New Glenn safely reached its intended orbit during today's NG-1 mission, accomplishing our primary objective. The second stage is in its final orbit following two successful burns of the BE-3U engines. The Blue Ring Pathfinder is receiving data and performing well. We lost the… pic.twitter.com/MmDlCb6AVj— Blue Origin (@blueorigin) January 16, 2025
Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Sjá meira