Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Árni Sæberg skrifar 17. janúar 2025 17:03 Fjöldi fugla hefur fundist dauður í Vatnsmýri í Reykjavík. Grunur er um að dauður minkur á sama stað hafi drepist úr fuglaflensu. Reykjavíkurborg Matvælastofnun hefur hræ minks sem fannst í Vatnsmýri í Reykjavík til rannsóknar, vegna gruns um fuglaflensusmits. Þóra J. Jónasdóttir, yfirdýralæknir MAST, segir í samtali við Vísi að auk minksins hafi fleiri kattarhræ borist stofnuninni og sýni verði tekin úr þeim á tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Hræin séu rannsökuð vegna gruns um að dýrin hafi drepist úr fuglaflensu en ekkert sé víst í þeim efnum. Búist sé við niðurstöðum rannsókna eftir helgi. Engar vísbendingar um að flensan smitist milli spendýra Þóra segir að tilkynningar hafi borist um 230 dauða eða sýkta fugla. Sú tala segi þó ekki til um raunverulegan fjölda dýra, enda séu líkur á fleiri en ein tilkynning berist um hvert dýr. Þá segir hún að engar vísbendingar séu um að fuglaflensan smitist milli spendýra. Þau spendýr sem hafi sýkst hafi að öllum líkindum gert það eftir að hafa étið hræ sýktra dýra. Einhver tilfelli hafi komið upp á Norðurlöndunum af fuglaflensu í hræætum á borð við rauðref, gaupu, otur og þvottabjörn. Nýjar leiðbeiningar Þóra bendir á að nýjar leiðbeiningar hafi verið birtar á vef stofnunarinnar og hvetur fólk til þess að kynna sér þær. Þær má nálgast í heild sinni hér. Þar segir að finnist veikt villt dýr í neyð í nærumhverfi manna skuli: gæta þess að koma ekki mjög nálægt eða handleika það nema með góðum einstaklings sóttvörnum svo sem með því að nota einnota hanska og veiruhelda grímu tilkynna strax um það til viðkomandi sveitarfélags. Sveitarfélaginu er skylt að bregðast við út frá dýravelferðarsjónarmiðum í samræmi við lög um velferð dýra (nr. 55/2013). Sveitarfélög eru ábyrg fyrir því að koma villtum dýrum í neyð til aðstoðar eða sjá til þess að þau séu aflífuð. Helst er mælt með að sveitarfélag kalli til dýralæknir til aflífunar á sjáanlega veikum dýrum eða að dýrin verði aflífuð með öðrum mannúðlegum hætti, sem ekki eykur hættu á dreifingu á smitefni (skot, höfuðhögg eða blóðgun gæti aukið smitdreifingu). Ef sveitarfélagsskrifstofur eru lokaðar getur almenningur beint erindinu til lögreglu. Boð eftir dýralækni til hjálpar villtu dýri í neyð þarf að koma frá sveitarfélagi eða lögreglu, nema ef viðkomandi ætlar sjálfur að greiða fyrir útkallið. Þá segir að ráðlagt er að safna og farga hræjum villtra fugla sem eru sýkt af skæðri fuglainflúensu, til að draga úr smithættu fyrir aðra fugla, spendýr og fólk. Sjá leiðbeiningar um það hér. Almenna reglan um hræ af villtum fuglum sem ekki er líklegt að séu sýktir af fuglainflúensu sé að láta þau liggja. Ef aftur á móti þau séu þannig staðsett að þau þurfi að fjarlægja megi setja þau í tvöfaldan plastpoka og henda í almennt rusl. Best sé að fara með hendi í poka og taka hræið upp með pokanum og hvolfa honum svo yfir hræið. Þetta gildi þó ekki ef um er að ræða fugl af tegund sem óvenjulegt er að finna á viðkomandi stað, t.d. súlu í húsagarði. Þá skuli ekki fjarlægja hræið heldur tilkynna um það til Matvælastofnunar og bíða eftir ákvörðun stofnunarinnar um sýnatöku. „Eins og fram kemur hér ofar á síðunni er í janúar 2025 litið svo á að miklar líkur séu á að grágæsir og álftir á höfuðborgarsvæðinu sem finnast dauðar hafi verið sýktar af fuglainflúensu. Á höfuðborgarsvæðinu sér Dýraþjónusta Reykjavíkur um að koma veikum eða slösuðum villtum fuglum til bjargar og fjarlægja hræ af stórum fuglum og fuglum þeirra tegunda sem vitað er að fuglainflúensa er í (netfang dyr@reykjavik.is, sími 8227820).“ Fuglar Dýraheilbrigði Reykjavík Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Þóra J. Jónasdóttir, yfirdýralæknir MAST, segir í samtali við Vísi að auk minksins hafi fleiri kattarhræ borist stofnuninni og sýni verði tekin úr þeim á tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Hræin séu rannsökuð vegna gruns um að dýrin hafi drepist úr fuglaflensu en ekkert sé víst í þeim efnum. Búist sé við niðurstöðum rannsókna eftir helgi. Engar vísbendingar um að flensan smitist milli spendýra Þóra segir að tilkynningar hafi borist um 230 dauða eða sýkta fugla. Sú tala segi þó ekki til um raunverulegan fjölda dýra, enda séu líkur á fleiri en ein tilkynning berist um hvert dýr. Þá segir hún að engar vísbendingar séu um að fuglaflensan smitist milli spendýra. Þau spendýr sem hafi sýkst hafi að öllum líkindum gert það eftir að hafa étið hræ sýktra dýra. Einhver tilfelli hafi komið upp á Norðurlöndunum af fuglaflensu í hræætum á borð við rauðref, gaupu, otur og þvottabjörn. Nýjar leiðbeiningar Þóra bendir á að nýjar leiðbeiningar hafi verið birtar á vef stofnunarinnar og hvetur fólk til þess að kynna sér þær. Þær má nálgast í heild sinni hér. Þar segir að finnist veikt villt dýr í neyð í nærumhverfi manna skuli: gæta þess að koma ekki mjög nálægt eða handleika það nema með góðum einstaklings sóttvörnum svo sem með því að nota einnota hanska og veiruhelda grímu tilkynna strax um það til viðkomandi sveitarfélags. Sveitarfélaginu er skylt að bregðast við út frá dýravelferðarsjónarmiðum í samræmi við lög um velferð dýra (nr. 55/2013). Sveitarfélög eru ábyrg fyrir því að koma villtum dýrum í neyð til aðstoðar eða sjá til þess að þau séu aflífuð. Helst er mælt með að sveitarfélag kalli til dýralæknir til aflífunar á sjáanlega veikum dýrum eða að dýrin verði aflífuð með öðrum mannúðlegum hætti, sem ekki eykur hættu á dreifingu á smitefni (skot, höfuðhögg eða blóðgun gæti aukið smitdreifingu). Ef sveitarfélagsskrifstofur eru lokaðar getur almenningur beint erindinu til lögreglu. Boð eftir dýralækni til hjálpar villtu dýri í neyð þarf að koma frá sveitarfélagi eða lögreglu, nema ef viðkomandi ætlar sjálfur að greiða fyrir útkallið. Þá segir að ráðlagt er að safna og farga hræjum villtra fugla sem eru sýkt af skæðri fuglainflúensu, til að draga úr smithættu fyrir aðra fugla, spendýr og fólk. Sjá leiðbeiningar um það hér. Almenna reglan um hræ af villtum fuglum sem ekki er líklegt að séu sýktir af fuglainflúensu sé að láta þau liggja. Ef aftur á móti þau séu þannig staðsett að þau þurfi að fjarlægja megi setja þau í tvöfaldan plastpoka og henda í almennt rusl. Best sé að fara með hendi í poka og taka hræið upp með pokanum og hvolfa honum svo yfir hræið. Þetta gildi þó ekki ef um er að ræða fugl af tegund sem óvenjulegt er að finna á viðkomandi stað, t.d. súlu í húsagarði. Þá skuli ekki fjarlægja hræið heldur tilkynna um það til Matvælastofnunar og bíða eftir ákvörðun stofnunarinnar um sýnatöku. „Eins og fram kemur hér ofar á síðunni er í janúar 2025 litið svo á að miklar líkur séu á að grágæsir og álftir á höfuðborgarsvæðinu sem finnast dauðar hafi verið sýktar af fuglainflúensu. Á höfuðborgarsvæðinu sér Dýraþjónusta Reykjavíkur um að koma veikum eða slösuðum villtum fuglum til bjargar og fjarlægja hræ af stórum fuglum og fuglum þeirra tegunda sem vitað er að fuglainflúensa er í (netfang dyr@reykjavik.is, sími 8227820).“
Fuglar Dýraheilbrigði Reykjavík Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira