Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Bjarki Sigurðsson skrifar 17. janúar 2025 19:07 Skjáskot úr einu myndbandanna sem ganga á milli manna. Nútíminn Myndbönd af hópi ungmenna ganga í skrokk á meintum barnaníðingum ganga á milli manna á samfélagsmiðlum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir tálbeituaðgerðir stórhættulegar og að dæmi séu um að þær fari á versta veg. Í skýrslu ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot árið 2024 segir að tilkynnt hafi verið um 126 kynferðisbrot gegn börnum. Tilkynningar um barnaníð voru fjörutíu, sem er 22 prósent fjölgun samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára þar á undan. Tilkynningar voru í kringum tuttugu á hverju ári frá 2011 til 2018, en síðan þá hefur þeim farið ört fjölgandi. Fjöldi tilkynninga um barnaníð til lögreglu á árunum 2011 til 2024.Vísir/Hjalti Nútíminn fjallaði í vikunni um hóp ungmenna sem notar tálbeituaðferðir til að lokka til sín meinta barnaníðinga og ganga í skrokk á þeim. Rætt var við ungmenni í hópnum sem sagðist hafa stundað þetta í eitt ár og að markmiðið væri að meintir níðingar reyni ekki aftur að brjóta af sér. Myndböndin eru afar sláandi og ungmennin beita meinta níðinga grófu ofbeldi. Þeir sparka ítrekað í þá og stappa á höfðinu á þeim. Svona tálbeituaðgerðir geta þó endað illa og mælir Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn gegn þeim. „Lögreglan varar náttúrulega eindregið við þessu og mælir alls ekki með þessu. Að fólk sé að taka lögin í sínar eigin hendur, og hvað þá með ofbeldi. Það getur leitt af sér mjög hættulegar aðstæður og fólk getur misst stjórn á aðstæðum. Hlutir farið úr böndunum í báðar áttir,“ segir Ævar Pálmi. Ævar Pálmi Pálmason er yfirmaður kynferðisbrotadeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Erlendis frá eru dæmi um að saklausir einstaklingar verði fyrir ofbeldinu og að fólk slasist alvarlega. „Fólk getur misst algjörlega stjórn á aðstæðum og hlutir farið úr böndunum. Þó það kunni að hljóma göfugt í eyrum einhverra að fara og tuska einhvern til sem er grunaður um barnaníð, þá geta aðstæður breyst mjög skyndilega. Það eru dæmi um það erlendis frá að fólk er hreinlega drepið, annað hvort þeir sem eru að leiða í gildruna eða sá sem er leiddur í gildruna. Það viljum við ekki sjá,“ segir Ævar Pálmi. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Ofbeldi barna Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Í skýrslu ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot árið 2024 segir að tilkynnt hafi verið um 126 kynferðisbrot gegn börnum. Tilkynningar um barnaníð voru fjörutíu, sem er 22 prósent fjölgun samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára þar á undan. Tilkynningar voru í kringum tuttugu á hverju ári frá 2011 til 2018, en síðan þá hefur þeim farið ört fjölgandi. Fjöldi tilkynninga um barnaníð til lögreglu á árunum 2011 til 2024.Vísir/Hjalti Nútíminn fjallaði í vikunni um hóp ungmenna sem notar tálbeituaðferðir til að lokka til sín meinta barnaníðinga og ganga í skrokk á þeim. Rætt var við ungmenni í hópnum sem sagðist hafa stundað þetta í eitt ár og að markmiðið væri að meintir níðingar reyni ekki aftur að brjóta af sér. Myndböndin eru afar sláandi og ungmennin beita meinta níðinga grófu ofbeldi. Þeir sparka ítrekað í þá og stappa á höfðinu á þeim. Svona tálbeituaðgerðir geta þó endað illa og mælir Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn gegn þeim. „Lögreglan varar náttúrulega eindregið við þessu og mælir alls ekki með þessu. Að fólk sé að taka lögin í sínar eigin hendur, og hvað þá með ofbeldi. Það getur leitt af sér mjög hættulegar aðstæður og fólk getur misst stjórn á aðstæðum. Hlutir farið úr böndunum í báðar áttir,“ segir Ævar Pálmi. Ævar Pálmi Pálmason er yfirmaður kynferðisbrotadeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Erlendis frá eru dæmi um að saklausir einstaklingar verði fyrir ofbeldinu og að fólk slasist alvarlega. „Fólk getur misst algjörlega stjórn á aðstæðum og hlutir farið úr böndunum. Þó það kunni að hljóma göfugt í eyrum einhverra að fara og tuska einhvern til sem er grunaður um barnaníð, þá geta aðstæður breyst mjög skyndilega. Það eru dæmi um það erlendis frá að fólk er hreinlega drepið, annað hvort þeir sem eru að leiða í gildruna eða sá sem er leiddur í gildruna. Það viljum við ekki sjá,“ segir Ævar Pálmi.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Ofbeldi barna Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira