Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifa 18. janúar 2025 16:01 Það er sannarlega ástæða til að fagna löngu tímabæru samkomulagi um vopnahlé á Gaza sem nú hefur náðst og það gerum við vonandi öll. Fórnarkostnaðurinn við stríðsátökin á Gaza, sem hafa nú staðið yfir í 19 langa mánuði, er gríðarlegur. Saklausir borgarar eru fórnarlömbin og þá sérstaklega börn, konur og fólk í viðkvæmri stöðu. Gíslum verður nú sleppt og þau geta loks sameinast fjölskyldum sínum sem hafa beðið milli vonar og ótta eftir því hvort þau snúi heim lífs eða liðin. Íbúar Gaza fá nú vonandi langþráð ráðrúm og næði án þess að óttast stöðugt sprengjuregn til að grafa ættingja og vini. Nauðsynleg læknisaðstoð og mannúðaraðstoð mun líka vonandi berast án tafar inn á svæðið en það hefur verið hindrað af Ísraelsher þrátt fyrir að það hafi sárlega vantað og valdið fólki óbærilegum þjáningum. Biðin eftir vopnahléi hefur verið löng, enda hefur stríðið á Gaza verið með því allra skelfilegasta sem heimsbyggðin hefur orðið vitni að eins og dómsmál fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag og fyrir Alþjóðlega Sakamáladómstólnum sýna okkur. Það er mikilvægt fyrir alþjóðalög og alþjóðlega sáttmála að þau dómsmál verði leitt til lykta og viðeigandi aðilar axli ábyrgð á glæpum sínum. Stríðið á Gaza er ein umfangsmesta mannúðarkrísa samtímans að mati Sameinuðu þjóðanna sem telja að 1,9 milljón manna hafi þurft að flýja heimili sín og talið er að um 47 þúsund manns, þar af rúmlega 17 þúsund börn hafi verið drepin í stríðinu. Að ótöldum þeim tugþúsundum sem hafa særst, örkumlast eða týnst. Vopnahléið núna verður að vera fyrsta skref að raunverulegum og varanlegum friði. Uppbyggingin verður að hefjast strax og ríki heims verða að leggja sín lóð á vogarskálarnar til að veita íbúum á Gaza allan þann stuðning sem þarf til að byggja upp gjöreyðilagt samfélag. Heimili, skólar, heilbrigðisstofnanir, vegir og aðrir innviðir verði byggðir upp eftir algjöra eyðileggingu. Þessi uppbygging mun taka langan tíma sem alþjóðasamfélagið verður að axla ábyrgð á. Íslensk yfirvöld þurfa að leggja myndarlega af mörkum í þátttöku sinni í aðstoð og uppbyggingu. Nú sem fyrr. En mest um vert er að Ísland eins og önnur ríki heims leggi sig fram um að svona stríð endurtaki sig ekki og vinni einarðlega að því að varanlegum friði verði komið á milli Ísraels og Palestínu. Það er mikilvægara en nokkru sinni að tveggja ríkja lausnin verði fastákveðin. Að aðskilnaðarstefnunni gagnvart Palestínubúum verði hætt. Að ólöglegri yfirtöku á hernumdu svæðunum verði stöðvuð og ofbeldi gagnvart íbúum Vesturbakkans linni án tafar. Allt til að tryggja sjálfstæði Palestínu og varanlegan frið á svæðinu. Stríðshrjáðum íbúum og framtíðarkynslóðum Palestínu til heilla en líka fyrir öryggi íbúa Ísraelsríkis og á svæðinu öllu. Friður er grundvöllur farsællar framtíðar fyrir íbúa þessara svæða eins og okkur öll sem byggjum þessa jörð. Höfundar eru formaður og varaformaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Átök í Ísrael og Palestínu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er sannarlega ástæða til að fagna löngu tímabæru samkomulagi um vopnahlé á Gaza sem nú hefur náðst og það gerum við vonandi öll. Fórnarkostnaðurinn við stríðsátökin á Gaza, sem hafa nú staðið yfir í 19 langa mánuði, er gríðarlegur. Saklausir borgarar eru fórnarlömbin og þá sérstaklega börn, konur og fólk í viðkvæmri stöðu. Gíslum verður nú sleppt og þau geta loks sameinast fjölskyldum sínum sem hafa beðið milli vonar og ótta eftir því hvort þau snúi heim lífs eða liðin. Íbúar Gaza fá nú vonandi langþráð ráðrúm og næði án þess að óttast stöðugt sprengjuregn til að grafa ættingja og vini. Nauðsynleg læknisaðstoð og mannúðaraðstoð mun líka vonandi berast án tafar inn á svæðið en það hefur verið hindrað af Ísraelsher þrátt fyrir að það hafi sárlega vantað og valdið fólki óbærilegum þjáningum. Biðin eftir vopnahléi hefur verið löng, enda hefur stríðið á Gaza verið með því allra skelfilegasta sem heimsbyggðin hefur orðið vitni að eins og dómsmál fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag og fyrir Alþjóðlega Sakamáladómstólnum sýna okkur. Það er mikilvægt fyrir alþjóðalög og alþjóðlega sáttmála að þau dómsmál verði leitt til lykta og viðeigandi aðilar axli ábyrgð á glæpum sínum. Stríðið á Gaza er ein umfangsmesta mannúðarkrísa samtímans að mati Sameinuðu þjóðanna sem telja að 1,9 milljón manna hafi þurft að flýja heimili sín og talið er að um 47 þúsund manns, þar af rúmlega 17 þúsund börn hafi verið drepin í stríðinu. Að ótöldum þeim tugþúsundum sem hafa særst, örkumlast eða týnst. Vopnahléið núna verður að vera fyrsta skref að raunverulegum og varanlegum friði. Uppbyggingin verður að hefjast strax og ríki heims verða að leggja sín lóð á vogarskálarnar til að veita íbúum á Gaza allan þann stuðning sem þarf til að byggja upp gjöreyðilagt samfélag. Heimili, skólar, heilbrigðisstofnanir, vegir og aðrir innviðir verði byggðir upp eftir algjöra eyðileggingu. Þessi uppbygging mun taka langan tíma sem alþjóðasamfélagið verður að axla ábyrgð á. Íslensk yfirvöld þurfa að leggja myndarlega af mörkum í þátttöku sinni í aðstoð og uppbyggingu. Nú sem fyrr. En mest um vert er að Ísland eins og önnur ríki heims leggi sig fram um að svona stríð endurtaki sig ekki og vinni einarðlega að því að varanlegum friði verði komið á milli Ísraels og Palestínu. Það er mikilvægara en nokkru sinni að tveggja ríkja lausnin verði fastákveðin. Að aðskilnaðarstefnunni gagnvart Palestínubúum verði hætt. Að ólöglegri yfirtöku á hernumdu svæðunum verði stöðvuð og ofbeldi gagnvart íbúum Vesturbakkans linni án tafar. Allt til að tryggja sjálfstæði Palestínu og varanlegan frið á svæðinu. Stríðshrjáðum íbúum og framtíðarkynslóðum Palestínu til heilla en líka fyrir öryggi íbúa Ísraelsríkis og á svæðinu öllu. Friður er grundvöllur farsællar framtíðar fyrir íbúa þessara svæða eins og okkur öll sem byggjum þessa jörð. Höfundar eru formaður og varaformaður VG.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun