Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. janúar 2025 22:40 Hetja Atlético Madríd í kvöld. EPA-EFE/SERGIO PEREZ Atlético Madríd tók á móti Bayer Leverkusen í einum af stórleikjum 7. umferðar Meistaradeildar Evrópu. Þrátt fyrir að vera manni færri lengi vel þá unnu heimamenn frábæran 2-1 sigur. Bolonga kom þá til baka gegn Borussia Dortmund og Juventus gerði enn eitt jafnteflið. Í Madríd urðu heimamenn fyrir miklu áfalli um miðbik fyrri hálfleiks þegar hinn 21 árs gamli Pablo Barrios fékk beint rautt spjald fyrir grófan leik og heimamenn manni færri það sem eftir lifði leiks. Það nýttu gestirnir sér og kom Piero Hincapie þeim yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir undirbúning Nordi Mukiele. Það verður hins vegar ekki sagt að Atl. Madríd sé þekkt fyrir að gefast upp. Julián Alvarez jafnaði metin eftir undirbúning Antoine Griezmann snemma í síðari hálfleik. Staðan var enn jöfn þegar Hincapie fékk sitt annað gula spjald þegar stundarfjórðungur lifði leiks og allt í einu var jafnt í liðum. Það var svo á lokamínútu venjulegs leiktíma sem Ángel Correa potaði boltanum inn fyrir vörn Leverkusen á Alvarez sem var nægilega yfirvegaður til að taka boltann til hliðar þegar Lukas Hradecky, markvörður gestanna, kom fljúgandi út. Þó færið væri orðið afskaplega þröngt tókst Alvarez að renna boltanum í netið og tryggja Atl. Madríd magnaðan 2-1 sigur. Alvarez inspires Atleti comeback 😤#UCL pic.twitter.com/bmaPtZAyNO— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) January 21, 2025 Sigurliðið er nú með 15 sig í 3. sæti þegar aðeins ein umferð er eftir af deildarkeppninni. Á sama tíma er Leverkusen í 6. sæti með 13 stig. Dortmund sótti Bologna heim og kom Serhou Guirassy gestunum yfir með marki úr vítaspyrnu þegar stundarfjórðungur var liðinn. Heimamenn sneru dæminu hins vegar við á tveggja mínútna kafla í síðari hálfleik. Thijs Dallinga jafnaði metin á 71. mínútu og örskömmu síðar tryggði Samuel Iling Junior heimaliðinu 2-1 sigur. Þá gerði Juventus markalaust jafntefli við Club Brugge á útivelli. Draw in Bruges.#UCL pic.twitter.com/OicAhl6gHc— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) January 21, 2025 Dortmund og Juventus er með 12 stig í 13. og 14. sæti á meðan Brugger með 11 stig í 17. sæti. Bologna er í 27. sæti með fimm stig. Aðeins ein umferð er eftir af hefðbundinni deildarkeppni Meistaradeildarinnar. Þá fara efstu átta liðin beint í 16-liða úrslit meðan liðin í 9. til 24. sæti fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitum. Önnur úrslit Slovan Bratislava 1-3 Stuttgart Rauða Stjarnan 2-3 PSV Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Sjá meira
Í Madríd urðu heimamenn fyrir miklu áfalli um miðbik fyrri hálfleiks þegar hinn 21 árs gamli Pablo Barrios fékk beint rautt spjald fyrir grófan leik og heimamenn manni færri það sem eftir lifði leiks. Það nýttu gestirnir sér og kom Piero Hincapie þeim yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir undirbúning Nordi Mukiele. Það verður hins vegar ekki sagt að Atl. Madríd sé þekkt fyrir að gefast upp. Julián Alvarez jafnaði metin eftir undirbúning Antoine Griezmann snemma í síðari hálfleik. Staðan var enn jöfn þegar Hincapie fékk sitt annað gula spjald þegar stundarfjórðungur lifði leiks og allt í einu var jafnt í liðum. Það var svo á lokamínútu venjulegs leiktíma sem Ángel Correa potaði boltanum inn fyrir vörn Leverkusen á Alvarez sem var nægilega yfirvegaður til að taka boltann til hliðar þegar Lukas Hradecky, markvörður gestanna, kom fljúgandi út. Þó færið væri orðið afskaplega þröngt tókst Alvarez að renna boltanum í netið og tryggja Atl. Madríd magnaðan 2-1 sigur. Alvarez inspires Atleti comeback 😤#UCL pic.twitter.com/bmaPtZAyNO— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) January 21, 2025 Sigurliðið er nú með 15 sig í 3. sæti þegar aðeins ein umferð er eftir af deildarkeppninni. Á sama tíma er Leverkusen í 6. sæti með 13 stig. Dortmund sótti Bologna heim og kom Serhou Guirassy gestunum yfir með marki úr vítaspyrnu þegar stundarfjórðungur var liðinn. Heimamenn sneru dæminu hins vegar við á tveggja mínútna kafla í síðari hálfleik. Thijs Dallinga jafnaði metin á 71. mínútu og örskömmu síðar tryggði Samuel Iling Junior heimaliðinu 2-1 sigur. Þá gerði Juventus markalaust jafntefli við Club Brugge á útivelli. Draw in Bruges.#UCL pic.twitter.com/OicAhl6gHc— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) January 21, 2025 Dortmund og Juventus er með 12 stig í 13. og 14. sæti á meðan Brugger með 11 stig í 17. sæti. Bologna er í 27. sæti með fimm stig. Aðeins ein umferð er eftir af hefðbundinni deildarkeppni Meistaradeildarinnar. Þá fara efstu átta liðin beint í 16-liða úrslit meðan liðin í 9. til 24. sæti fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitum. Önnur úrslit Slovan Bratislava 1-3 Stuttgart Rauða Stjarnan 2-3 PSV
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Sjá meira