Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar 22. janúar 2025 21:00 Lögð hefur verið fram til kynningar deiliskipulagstillaga á vinnslustigi um uppbyggingu á Blikastaðalandi í Mosfellsbæ. Tillagan er líkt og kemur fram í yfirheiti hennar á vinnslustigi en þannig er gengið lengra en lög gera ráð fyrir í lýðræðslegu skipulagsferli. Tillagan kemur fram í kjölfar, og í samræmi við, uppbyggingarsamning sem gerður var milli Mosfellsbæjar og landeiganda Blikastaðalandsins í maí 2022. Til að setja hlutina aðeins í samhengi þá hefur umræða um uppbyggingu á Blikastaðalandi staðið yfir í áratugi. Þetta fallega svæði hefur farið á milli eigenda og oft skapað deilur vegna verðmætis. Rammaskipulag á Blikastöðum var lagt fram upphaflega fyrir 20 árum. En síðan hefur margt – ef ekki flest – breyst. Uppbygging á Blikastaðalandi er mikilvægur hluti af íbúðaframboði á höfðuborgarsvæðinu sem mikið hefur verið rætt um á síðustu misserum. Á svæðinu er nú gert ráð fyrir því að byggðar verði um 3500 íbúðir þannig að um þriðjungur íbúa í Mosfellsbæ mun búa þar þegar hverfið verður fullbyggt. Búið er að skipta svæðinu upp í þrjá áfanga og þær tillögur um deiliskipulag fyrsta áfanga sem hafa verið lagðar fram –á vinnslustigi – verða ekki lagðar fram fullunnar fyrr en í fyrsta lagi í haust. Þá mun fara fram hefðbundið samráðsferli samkvæmt skipulagslögum. Þegar skipulag hefur verið samþykkt og gengið frá öllum lausum endum er ljóst að uppbygging á Blikastaðalandi mun taka að minnsta kosti 15 ár. Það felst mikil ábyrgð í því að brjóta nýtt land undir byggð og líka mikil tækifæri að geta hannað heilt hverfi frá grunni. Hverfi sem mun þjóna íbúum framtíðarinnar. Við þessa vinnu þarf að taka tillit til þarfa íbúa svæðisins eins og þær eru í dag en fyrst og fremst er byggt til framtíðar og leitast við að taka mið af því samfélagi sem við munum búa í eftir 20 ár. Það þarf að tryggja að verkefnið sé eins sjálfbært og auðið er og gangi ekki um of á gæði umhverfis og þjónustu þeirra sem búa í Mosfellsbæ í dag. Það er þó ljóst að umfangið er slíkt að það mun að sjálfsögðu breyta bæjarbragnum og þeirri þjónustu sem hér er að fá – vonandi til hins betra. Talsvert hefur verið rætt um þéttleika byggðarinnar sem tillagan felur í sér. Það er áskorun að rýna í skipulag og reyna að sjá fyrir sér hvernig götur og hús munu raunverulega líta út fullbyggð og hvernig gæði umhverfisins verður í raun og veru. Eitt er allavega víst en það er að þetta hverfi verður ekki byggt eins og gömlu hverfin í Mosfellsbæ. Enda aðrar forsendur uppi nú, bæði þegar kemur að kostnaði og líka þegar kemur að þörfum íbúa – þörfum íbúa framtíðarinnar – sem munu búa á svæðinu. Ein leið til að átta sig á því hvort svæði er of þétt eða nógu þétt er að bera það saman við önnur svæði. Það liggur beinast við að bera uppbyggingu á Blikastöðum saman við uppbyggingu á Keldnalandi. Þessi svæði liggja nálægt hvort öðru og munu verða borin saman. Sú tillaga sem unnið er með við skipulag á Keldnalandinu gerir ráð fyrir 5700 íbúðum. Keldnaland er 20% stærra landsvæði en Blikastaðir eða tæpir 117 hektarar. Heildar uppbyggingarmagn á Keldnalandi er þó um 80% meiri. Förum við úr sveit í borg? Ungt fólk í dag og kynslóðin sem er að koma inn á vinnumarkaðinn núna er með aðrar hugmyndir og aðrar áherslur en voru uppi þegar eldri hverfi í Mosfellsbæ voru byggð. Hvernig hverfi vill þetta fólk byggja? Ef það á að spyrja einhvern þá ætti að spyrja þau. Ef ég á að setja mig að einhverju leiti inn í þeirra hugarheim þá held ég að einhver myndu að minnsta kosti svara því til að þau vilji einfaldlega eiga kost á því að kaupa sér fasteign og flytja að heiman. Unga fólkið á höfuðborgarsvæðinu hefur stækkað radíusinn og kemur sér í meira mæli fyrir í nágrannasveitarfélögum eins og Akranesi, Hveragerði og Þorlákshöfn. Það er nákvæmlega það sem fólk fyrir 40 árum gerði þegar það flutti í Mosfellsbæ. Verðmiðinn hefur þar langmest áhrif. Þau eru ekki að flytja úr Mosó á Akranes af því að þar eru meiri rólegheit. Þau fara af því að þau fá meira fyrir peninginn og fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu – sem Mosfellsbær tilheyrir – er of hátt. Það er ekki hægt að hanna ný hverfi á Blikastaðalandi eða Keldnalandi með þarfir fólks í huga eins og þær voru fyrir 40 árum síðan þegar mikil uppbygging var í Holtum og Teigum. Eða fyrir 30 árum þegar Hlíðar og Tangar voru í uppbyggingu. Þá var land ekki verðlagt með þeim hætti sem það er í dag. Fólk fékk úthlutuðum lóðum og byggði sér hús eða verktakar fengu lóðir og byggðu hús fyrir fólk. Stórar fjölskyldur komu sér fyrir í Mosfellsbæ og hér hefur verið gott að ala upp börn – og vera barn. Þannig verður það að sjálfsögðu áfram. Líka fyrir nýju íbúana á Blikastaðalandi. En þeir hafa aðrar þarfir. Fjölskyldur eru að minnka. Við erum að eignast færri börn og fjölskylda í dag er mun fjölbreyttari eining en fjölskyldan var fyrir 30 árum. Fólk kýs í meira mæli að búa eitt og eins og talsvert hefur verið rætt undanfarið þá er þjóðin að eldast. Þetta býr til þarfir fyrir minni íbúðir þar sem fleiri deila kostnaði fyrir landið og innviðina. Þá komum við að verðmiðanum. Hvernig fólk á að geta búið á Blikastaðalandi? Ungt fólk sem er að hefja búskap, eldra fólk sem vill minnka við sig, allskonar fólk er það ekki? Þétting byggðarinnar og fjöldi húsa mun hafa mikið um það að segja. Ekki bara vegna fjölbreytni í húsakosti heldur einnig út af verði. Því færri íbúðir sem við byggjum á svæðinu því dýrari verða þær. Það er bara rekstrarleg staðreynd. Það þarf að byggja upp alla innviði og það skiptir máli hvað íbúðirnar eru margar til að greiða fyrir þá innviði. Byggð á Blikastaðalandi mun að sjálfsögðu ekki hafa áhrif á þéttleika þegar byggðra hverfa í Mosfellsbæ. En umfang verkefnisins gerir það að verkum að þau sem að þessari ákvarðanatöku koma verða að stefna að eins mikilli sjálfbærni þessa hverfis eins og unnt er. Nútímakröfur og framtíðarkröfur gera það að verkum að byggðin þarna verður þéttari en þau hverfi sem þegar eru byggð. Hún verður hinsvegar lágreist og græn og þannig í samhengi við aðra byggð í bænum. Í flestu samhengi myndi ég telja að við eigum áfram eftir að upplifa að Mosfellsbær er sveit í borg – en bæði sveitin og borgin eru að breytast og þurfa að þróast til framtíðar til að við getum boðið börnunum okkar upp á að njóta gæða umhverfisins á sinn hátt – eins og við gerðum á sínum tíma. Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknar í Mosfellsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mosfellsbær Skipulag Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Lögð hefur verið fram til kynningar deiliskipulagstillaga á vinnslustigi um uppbyggingu á Blikastaðalandi í Mosfellsbæ. Tillagan er líkt og kemur fram í yfirheiti hennar á vinnslustigi en þannig er gengið lengra en lög gera ráð fyrir í lýðræðslegu skipulagsferli. Tillagan kemur fram í kjölfar, og í samræmi við, uppbyggingarsamning sem gerður var milli Mosfellsbæjar og landeiganda Blikastaðalandsins í maí 2022. Til að setja hlutina aðeins í samhengi þá hefur umræða um uppbyggingu á Blikastaðalandi staðið yfir í áratugi. Þetta fallega svæði hefur farið á milli eigenda og oft skapað deilur vegna verðmætis. Rammaskipulag á Blikastöðum var lagt fram upphaflega fyrir 20 árum. En síðan hefur margt – ef ekki flest – breyst. Uppbygging á Blikastaðalandi er mikilvægur hluti af íbúðaframboði á höfðuborgarsvæðinu sem mikið hefur verið rætt um á síðustu misserum. Á svæðinu er nú gert ráð fyrir því að byggðar verði um 3500 íbúðir þannig að um þriðjungur íbúa í Mosfellsbæ mun búa þar þegar hverfið verður fullbyggt. Búið er að skipta svæðinu upp í þrjá áfanga og þær tillögur um deiliskipulag fyrsta áfanga sem hafa verið lagðar fram –á vinnslustigi – verða ekki lagðar fram fullunnar fyrr en í fyrsta lagi í haust. Þá mun fara fram hefðbundið samráðsferli samkvæmt skipulagslögum. Þegar skipulag hefur verið samþykkt og gengið frá öllum lausum endum er ljóst að uppbygging á Blikastaðalandi mun taka að minnsta kosti 15 ár. Það felst mikil ábyrgð í því að brjóta nýtt land undir byggð og líka mikil tækifæri að geta hannað heilt hverfi frá grunni. Hverfi sem mun þjóna íbúum framtíðarinnar. Við þessa vinnu þarf að taka tillit til þarfa íbúa svæðisins eins og þær eru í dag en fyrst og fremst er byggt til framtíðar og leitast við að taka mið af því samfélagi sem við munum búa í eftir 20 ár. Það þarf að tryggja að verkefnið sé eins sjálfbært og auðið er og gangi ekki um of á gæði umhverfis og þjónustu þeirra sem búa í Mosfellsbæ í dag. Það er þó ljóst að umfangið er slíkt að það mun að sjálfsögðu breyta bæjarbragnum og þeirri þjónustu sem hér er að fá – vonandi til hins betra. Talsvert hefur verið rætt um þéttleika byggðarinnar sem tillagan felur í sér. Það er áskorun að rýna í skipulag og reyna að sjá fyrir sér hvernig götur og hús munu raunverulega líta út fullbyggð og hvernig gæði umhverfisins verður í raun og veru. Eitt er allavega víst en það er að þetta hverfi verður ekki byggt eins og gömlu hverfin í Mosfellsbæ. Enda aðrar forsendur uppi nú, bæði þegar kemur að kostnaði og líka þegar kemur að þörfum íbúa – þörfum íbúa framtíðarinnar – sem munu búa á svæðinu. Ein leið til að átta sig á því hvort svæði er of þétt eða nógu þétt er að bera það saman við önnur svæði. Það liggur beinast við að bera uppbyggingu á Blikastöðum saman við uppbyggingu á Keldnalandi. Þessi svæði liggja nálægt hvort öðru og munu verða borin saman. Sú tillaga sem unnið er með við skipulag á Keldnalandinu gerir ráð fyrir 5700 íbúðum. Keldnaland er 20% stærra landsvæði en Blikastaðir eða tæpir 117 hektarar. Heildar uppbyggingarmagn á Keldnalandi er þó um 80% meiri. Förum við úr sveit í borg? Ungt fólk í dag og kynslóðin sem er að koma inn á vinnumarkaðinn núna er með aðrar hugmyndir og aðrar áherslur en voru uppi þegar eldri hverfi í Mosfellsbæ voru byggð. Hvernig hverfi vill þetta fólk byggja? Ef það á að spyrja einhvern þá ætti að spyrja þau. Ef ég á að setja mig að einhverju leiti inn í þeirra hugarheim þá held ég að einhver myndu að minnsta kosti svara því til að þau vilji einfaldlega eiga kost á því að kaupa sér fasteign og flytja að heiman. Unga fólkið á höfuðborgarsvæðinu hefur stækkað radíusinn og kemur sér í meira mæli fyrir í nágrannasveitarfélögum eins og Akranesi, Hveragerði og Þorlákshöfn. Það er nákvæmlega það sem fólk fyrir 40 árum gerði þegar það flutti í Mosfellsbæ. Verðmiðinn hefur þar langmest áhrif. Þau eru ekki að flytja úr Mosó á Akranes af því að þar eru meiri rólegheit. Þau fara af því að þau fá meira fyrir peninginn og fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu – sem Mosfellsbær tilheyrir – er of hátt. Það er ekki hægt að hanna ný hverfi á Blikastaðalandi eða Keldnalandi með þarfir fólks í huga eins og þær voru fyrir 40 árum síðan þegar mikil uppbygging var í Holtum og Teigum. Eða fyrir 30 árum þegar Hlíðar og Tangar voru í uppbyggingu. Þá var land ekki verðlagt með þeim hætti sem það er í dag. Fólk fékk úthlutuðum lóðum og byggði sér hús eða verktakar fengu lóðir og byggðu hús fyrir fólk. Stórar fjölskyldur komu sér fyrir í Mosfellsbæ og hér hefur verið gott að ala upp börn – og vera barn. Þannig verður það að sjálfsögðu áfram. Líka fyrir nýju íbúana á Blikastaðalandi. En þeir hafa aðrar þarfir. Fjölskyldur eru að minnka. Við erum að eignast færri börn og fjölskylda í dag er mun fjölbreyttari eining en fjölskyldan var fyrir 30 árum. Fólk kýs í meira mæli að búa eitt og eins og talsvert hefur verið rætt undanfarið þá er þjóðin að eldast. Þetta býr til þarfir fyrir minni íbúðir þar sem fleiri deila kostnaði fyrir landið og innviðina. Þá komum við að verðmiðanum. Hvernig fólk á að geta búið á Blikastaðalandi? Ungt fólk sem er að hefja búskap, eldra fólk sem vill minnka við sig, allskonar fólk er það ekki? Þétting byggðarinnar og fjöldi húsa mun hafa mikið um það að segja. Ekki bara vegna fjölbreytni í húsakosti heldur einnig út af verði. Því færri íbúðir sem við byggjum á svæðinu því dýrari verða þær. Það er bara rekstrarleg staðreynd. Það þarf að byggja upp alla innviði og það skiptir máli hvað íbúðirnar eru margar til að greiða fyrir þá innviði. Byggð á Blikastaðalandi mun að sjálfsögðu ekki hafa áhrif á þéttleika þegar byggðra hverfa í Mosfellsbæ. En umfang verkefnisins gerir það að verkum að þau sem að þessari ákvarðanatöku koma verða að stefna að eins mikilli sjálfbærni þessa hverfis eins og unnt er. Nútímakröfur og framtíðarkröfur gera það að verkum að byggðin þarna verður þéttari en þau hverfi sem þegar eru byggð. Hún verður hinsvegar lágreist og græn og þannig í samhengi við aðra byggð í bænum. Í flestu samhengi myndi ég telja að við eigum áfram eftir að upplifa að Mosfellsbær er sveit í borg – en bæði sveitin og borgin eru að breytast og þurfa að þróast til framtíðar til að við getum boðið börnunum okkar upp á að njóta gæða umhverfisins á sinn hátt – eins og við gerðum á sínum tíma. Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknar í Mosfellsbæ.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar