„Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2025 08:32 Elliði Snær Viðarsson var léttur eftir sigurinn á Egyptalandi í gær. Fjórir sigrar í fjórum fyrstu leikjunum á HM. Hann var líka í miklu stuði í fótboltanum á æfingu liðsins. Vísir/Vilhelm Það er ekki aðeins gaman hjá íslensku strákunum í leikjum því fjörið er líka mikið á æfingum liðsins þar sem keppnisskapið er stundum ekkert minna. Flestir sem fylgjast eitthvað með íslenska handboltalandsliðinu hafa heyrt eitthvað um fótboltaleik strákanna í upphafi sumra æfinga. Handknattleikssambandið leyfði fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum að kynnast aðeins betur því sem þar gengur á. Elliði Snær Viðarsson, varafyrirliði íslenska liðsins, var með hljóðnema á sér í fótboltanum á einni æfingunni út á HM í Króatíu og það mátti sjá hann í fullu fjöri með liðsfélögum sínum. Það er auðvitað ekkert gefið eftir í þessum fótboltaleik handboltastrákanna okkar. Mennirnir sem spila handbolta alla daga elska fátt meira en að hita upp í fótbolta. Elliði er líka keppnismaður af allra bestu gerð og Eyjamaðurinn var óhræddur við henda í nokkrar skemmtilegar setningar og skot fyrir hljóð og mynd. Afraksturinn má nú sjá á samfélagsmiðlum HSÍ eða hér fyrir neðan. „Úúaaa. Ég er eins og Van Dijk hérna í vörninni,“ heyrðist í Eyjamanninum þegar hann skallaði boltann einu frá sínu marki. „Þetta er alveg dautt sko,“ sagði línumaðurinn var ekki nógu ánægður með sitt lið. Hann dreif sig í sóknina og var næstu því búinn að skora. Svo reyndi hann að nota brellubrögð til að koma í veg fyrir mark en það mátti heyra kallað hendi úr öllum áttum. „Já, já. Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ heyrðist á móti í Elliða eins og má sjá hér fyrir neðan. Þetta er svo sannarlega skemmtileg sýn inn í heim strákanna okkar þegar þeir fá að spila fótbolta á æfingum. View this post on Instagram A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira
Flestir sem fylgjast eitthvað með íslenska handboltalandsliðinu hafa heyrt eitthvað um fótboltaleik strákanna í upphafi sumra æfinga. Handknattleikssambandið leyfði fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum að kynnast aðeins betur því sem þar gengur á. Elliði Snær Viðarsson, varafyrirliði íslenska liðsins, var með hljóðnema á sér í fótboltanum á einni æfingunni út á HM í Króatíu og það mátti sjá hann í fullu fjöri með liðsfélögum sínum. Það er auðvitað ekkert gefið eftir í þessum fótboltaleik handboltastrákanna okkar. Mennirnir sem spila handbolta alla daga elska fátt meira en að hita upp í fótbolta. Elliði er líka keppnismaður af allra bestu gerð og Eyjamaðurinn var óhræddur við henda í nokkrar skemmtilegar setningar og skot fyrir hljóð og mynd. Afraksturinn má nú sjá á samfélagsmiðlum HSÍ eða hér fyrir neðan. „Úúaaa. Ég er eins og Van Dijk hérna í vörninni,“ heyrðist í Eyjamanninum þegar hann skallaði boltann einu frá sínu marki. „Þetta er alveg dautt sko,“ sagði línumaðurinn var ekki nógu ánægður með sitt lið. Hann dreif sig í sóknina og var næstu því búinn að skora. Svo reyndi hann að nota brellubrögð til að koma í veg fyrir mark en það mátti heyra kallað hendi úr öllum áttum. „Já, já. Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ heyrðist á móti í Elliða eins og má sjá hér fyrir neðan. Þetta er svo sannarlega skemmtileg sýn inn í heim strákanna okkar þegar þeir fá að spila fótbolta á æfingum. View this post on Instagram A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland)
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira