Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. janúar 2025 20:36 Fjölskylda og vinir Ásgeirs H. Ingólfssonar minntust hans í kvöld. Vísir/Stöð 2/Aðsent Vinir og fjölskylda Ásgeirs H. Ingólfssonar, skálds og blaðamanns, komu saman á svokallaðri Lífskviðu í Kjarnaskógi í dag. Ásgeir hafði undanfarnar vikur skipulagt viðburðinn sem hálfgerða kveðjustund eftir að hafa nýverið verið greindur með ólæknandi krabbamein. Hann hugðist sjálfur vera viðstaddur Lífskviðuna í dag en lést sviplega í nótt. Aðstandendur Ásgeirs ákváðu að halda viðburðinum til streitu og breyttu honum í minningarstund um vin sinn. Formleg dagskrá var á staðnum í kvöld, þar sem ævi og störf Ásgeirs voru heiðruð. Jón Bjarki Magnússon, vinur Ásgeirs, festi viðburðinn á filmu. Einn öflugasti menningarblaðamaður landsins Hinn 48 ára Ásgeir var frá Akureyri og bjó þar fyrstu tuttugu ár sín. Eftir það flakkaði hann töluvert og bjó í Reykjavík, á Laugarvatni og á Sauðárkróki, í Längenfeld í Austurríki, Southampton á Englandi og í Prag, Tábor og Zlín í Tékklandi. Hann var með BA-gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands, MA-gráðu í blaðamennsku og kennsluréttindi frá sama skóla auk MA-gráðu í ritlist frá Háskólanum í Southampton. Ásgeir starfaði við ýmislegt svo sem blaðamennsku, kennslu, þýðingar, textavinnu og skrif. Þekktastur er hann þó fyrir menningarblaðamennsku sína og gagnrýni. Hann kom víða við á blaðamannaferli sínum og starfaði bæði á ristjórnum og í lausamennsku. Síðustu ár skrifaði hann bókadóma og bíódóma fyrir Heimildina en skrifaði þar að auki fyrir Stundina, Fréttatímann, RÚV, Morgunblaðið, Smuguna, Klapptré, Starafugl, Krítík, The Reykjavík Grapevine, Cineuropa, Stúdentablaðið, Muninn, Kistuna, Land og syni og Torfið. Þar af ritstýrði hann þeim þremur síðastnefndu. Hann hélt einnig úti eigin menningarvef sem hét Menningarsmygl þar sem hann skrifaði um menningu og listir á breiðum grunni. Leitaði að ljósmæðrum og ljósfeðrum eftir greininguna Ásgeir var í viðtali á Heimildinni í gær þar sem hann lýsti viðbrögðum sínum við að vera tilkynnt að hann væri að fara að deyja. Hann væri ógiftur, barnlaus og ætti engar eignir en þó væru ákveðnir hlutir sem hann vildi gefa frá sér. „Það sem ég á eftir eru öll mín ókláruðu verk; þau sem ég er kominn áleiðis með og þau sem eru enn á byrjunarstigi,“ sagði hann við Heimildina Mestu verðmæti Ásgeirs taldi hann bundin í tölvum og stílabókum en ekki á bankabókinni. Þar lægi heimspekin að baki Lífskviðunni. „Í tölvunni eigum við myndir og myndbönd, texta og ljóð, uppskriftir og tónlist, alls konar bara eftir áhugasviði fólks. Kannski getur einhver farið í þessi gögn síðar en kannski ekki. Það sem mig langaði að gera var að finna ljósmæður og ljósfeður og ritstjóra fyrir allt sem ég á, til að hjálpa mér að koma því í eitthvert form eða halda áfram með verkin sem ég byrjaði á,“ sagði hann einnig við Heimildina. Á Lífskviðunni ætlaði Ásgeir að deila verkum sínum, kláruðum og ókláruðum. Eftir sviplegt andlát Ásgeirs í nótt ákváðu vinir og fjölskylda að breyta Lífskviðunni í minningarstund og boðaði fjöldi listamanna komu sína til að lesa upp ljóð, flytja tónlist og sýna myndlist. Andlát Menning Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Ásgeir hafði undanfarnar vikur skipulagt viðburðinn sem hálfgerða kveðjustund eftir að hafa nýverið verið greindur með ólæknandi krabbamein. Hann hugðist sjálfur vera viðstaddur Lífskviðuna í dag en lést sviplega í nótt. Aðstandendur Ásgeirs ákváðu að halda viðburðinum til streitu og breyttu honum í minningarstund um vin sinn. Formleg dagskrá var á staðnum í kvöld, þar sem ævi og störf Ásgeirs voru heiðruð. Jón Bjarki Magnússon, vinur Ásgeirs, festi viðburðinn á filmu. Einn öflugasti menningarblaðamaður landsins Hinn 48 ára Ásgeir var frá Akureyri og bjó þar fyrstu tuttugu ár sín. Eftir það flakkaði hann töluvert og bjó í Reykjavík, á Laugarvatni og á Sauðárkróki, í Längenfeld í Austurríki, Southampton á Englandi og í Prag, Tábor og Zlín í Tékklandi. Hann var með BA-gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands, MA-gráðu í blaðamennsku og kennsluréttindi frá sama skóla auk MA-gráðu í ritlist frá Háskólanum í Southampton. Ásgeir starfaði við ýmislegt svo sem blaðamennsku, kennslu, þýðingar, textavinnu og skrif. Þekktastur er hann þó fyrir menningarblaðamennsku sína og gagnrýni. Hann kom víða við á blaðamannaferli sínum og starfaði bæði á ristjórnum og í lausamennsku. Síðustu ár skrifaði hann bókadóma og bíódóma fyrir Heimildina en skrifaði þar að auki fyrir Stundina, Fréttatímann, RÚV, Morgunblaðið, Smuguna, Klapptré, Starafugl, Krítík, The Reykjavík Grapevine, Cineuropa, Stúdentablaðið, Muninn, Kistuna, Land og syni og Torfið. Þar af ritstýrði hann þeim þremur síðastnefndu. Hann hélt einnig úti eigin menningarvef sem hét Menningarsmygl þar sem hann skrifaði um menningu og listir á breiðum grunni. Leitaði að ljósmæðrum og ljósfeðrum eftir greininguna Ásgeir var í viðtali á Heimildinni í gær þar sem hann lýsti viðbrögðum sínum við að vera tilkynnt að hann væri að fara að deyja. Hann væri ógiftur, barnlaus og ætti engar eignir en þó væru ákveðnir hlutir sem hann vildi gefa frá sér. „Það sem ég á eftir eru öll mín ókláruðu verk; þau sem ég er kominn áleiðis með og þau sem eru enn á byrjunarstigi,“ sagði hann við Heimildina Mestu verðmæti Ásgeirs taldi hann bundin í tölvum og stílabókum en ekki á bankabókinni. Þar lægi heimspekin að baki Lífskviðunni. „Í tölvunni eigum við myndir og myndbönd, texta og ljóð, uppskriftir og tónlist, alls konar bara eftir áhugasviði fólks. Kannski getur einhver farið í þessi gögn síðar en kannski ekki. Það sem mig langaði að gera var að finna ljósmæður og ljósfeður og ritstjóra fyrir allt sem ég á, til að hjálpa mér að koma því í eitthvert form eða halda áfram með verkin sem ég byrjaði á,“ sagði hann einnig við Heimildina. Á Lífskviðunni ætlaði Ásgeir að deila verkum sínum, kláruðum og ókláruðum. Eftir sviplegt andlát Ásgeirs í nótt ákváðu vinir og fjölskylda að breyta Lífskviðunni í minningarstund og boðaði fjöldi listamanna komu sína til að lesa upp ljóð, flytja tónlist og sýna myndlist.
Andlát Menning Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira