Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir og Erna Magnúsdóttir skrifa 26. janúar 2025 13:30 Andvísindi á uppleið Mánudaginn 20. janúar tók Donald Trump við forsetastól Bandaríkjanna í annað sinn. Trump dró Bandaríkin samstundis út úr Parísarsamkomulaginu sem hefur það markmið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og sporna gegn hnattrænni hlýnun. Trump virðist enda hafa takmarkaða trú á að hnattræn hlýnun sé raunveruleg (þrátt fyrir að 2024 sé heitasta árið frá því að mælingar hófust 1850), og hvað þá af mannavöldum – í fullkominni andstöðu við upplýsta afstöðu yfirgnæfandi meirihluta vísindamanna með sérþekkingu á sviðinu. Nokkuð ljóst er einnig að Robert F. Kennedy hinn yngri, yfirlýstur andstæðingur bóluefna, verði heilbrigðis- og félagsmálaráðherra Bandaríkjanna (U.S. Secretary of Health and Human Services), þrátt fyrir eindregin mótmæli 77 nóbelsverðlaunavísindamanna sem telja heilsufari almennings stofnað í hættu með skipan hans. Kennedy hefur meðal annars haldið því fram að bólusetningar orsaki einhverfu, þrátt fyrir að vísindamenn hafi sýnt fram á að það standist enga skoðun. Tilskipun forsetans um að einungis séu til tvö kyn og að þau ákvarðist við getnað er af sama meiði vísindaafneitunar sprottin og hunsar meira en hálfa öld af erfðafræðilegum rannsóknum, sem meðal annars hafa afhjúpað að kynákvörðun sé á rófi þar sem ystu pólarnir eru karl- og kvenkyn. Þessi ákvörðun er líkleg til að skaða trans og intersex fólk og skaðsemi tilskipunarinnar mun ekki einungis snúa að réttinum til heilbrigðisþjónustu heldur einnig að atvinnufrelsi og öðrum þáttum sem við flest tökum sem sjálfsögðum hlut. Nýjasta útspil Trump-stjórnarinnar virðist svo vera atlaga að Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna (National Institutes of Health, NIH), sem er einn helsti bakhjarl bandarísks rannsóknaumhverfis. Ýmis starfsemi stofnunarinnar virðist hafa verið fryst, þar á meðal hefur yfirferð á umsóknum um rannsóknastyrki verið stöðvuð. Án slíkrar umfjöllunar getur NIH ekki veitt rannsóknarstyrki, sem tímabundið frystir 80% af þeim 47 milljörðum Bandaríkjadala (um 6.580 milljarðar íslenskra króna) sem NIH notar til að fjármagna rannsóknir. Vísindi skapa þekkingu og auð Frá síðari heimsstyrjöld hafa Bandaríkin verið leiðandi í þekkingarsköpun. Þar í landi hefur almennt verið viðurkennt að einn helsti hvati hagvaxtar og velsældar sé þekkingarsköpun og að hún byrji á grunnrannsóknum. Stjórnvöld hafa fjárfest í öflugum grunnrannsóknum með það að leiðarljósi að einkaframtakið geti ekki staðið undir þessum áhættumesta lið þekkingarsköpunar. Nýsköpunarfyrirtæki og stærri einkafyrirtæki taka svo við afrakstrinum frá vísindafólki og hagnýta þekkinguna. Einungis ríkið getur fjárfest nógu breitt í þekkingarsköpun til þess að dreifa áhættunni og þar með tryggja afraksturinn. Þetta má meðal annars sjá í úttekt sem stjórnvöld í Bandaríkjunum létu gera fyrir nokkru sem leiddi í ljós að fyrir hvern dollara sem stjórnvöld veittu til grunnrannsókna urðu til 44 dollarar í hagkerfinu á aðeins átta árum. Þessi ábati er ekki einungis vegna beinna afurða rannsóknanna heldur einnig vegna hagvaxtar sem verður í kringum þær sem og þeirrar dýrmætu þjálfunar sem vísindafólk fær við að stunda þær. Þessi ábati er líka einungis sá afrakstur sem unnt er að mæla í beinhörðum peningum og líta verður á hann sem mælistiku fyrir þá velsæld sem vísindastarfsemi framkallar í samfélaginu. Það er hins vegar mjög langt frá því að vera augljóst að svo mikill ábati sé af breiðri fjárfestingu í vísindum og rannsóknum, og því þarf skilningur stjórnvalda um eðli vísinda og hlutverk þeirra í velsæld í heiminum að vera djúpur. Það er því uggvænlegt að stjórnvöld í því ríki sem hefur leitt vísindaframfarir undanfarna öld afneiti vísindunum blákalt í anda lýðskrums. Fjársvelti vísinda á Íslandi Stefna íslenskra stjórnvalda hefur sem betur fer hingað til ekki haft á sér slíkan andvísindalegan blæ þótt fjármögnun opinberra samkeppnissjóða í rannsóknum á Íslandi hafi reyndar lengi verið afskaplega rýr – og vel undir viðmiðum okkar helstu nágrannaþjóða. Hins vegar er alls ekki hægt að taka því sem gefnu í því andrúmslofti sem nú ríkir í stjórnmálum á alþjóðavísu að lýðskrum muni ekki eiga vinninginn yfir vísindalegri hugsun. Því er mikið í húfi fyrir lönd heimsins að tryggja stuðning við vísindi og háskóla, til að undirbyggja samfélag sem byggir á þekkingu með tilheyrandi velsæld sem af því hlýst. En hver er staðan þá í þessum málaflokki á Íslandi? Er nóg gert til að tryggja að íslenskt lýðræði og samfélag njóti þeirrar velsældar sem af vísindalegri þekkingaröflun hlýst? Það væri óskandi að það væri unnt að svara því játandi, en því miður er svo ekki. Það hafa verið blikur á lofti undanfarinn áratug að stefnubreyting hafi verið tekin í vísindafjármögnun án þess að um það hafi farið fram upplýst umræða. Fjármagni því sem ríkið ver til rannsókna og þróunar er í sífellt minna mæli beint til þessara dýrmætustu grunnstoða nýsköpunar, grunnrannsókna, en frekar beint í endurgreiðslur á kostnaði einkafyrirtækja við nýsköpun á síðari stigum rannsókna. Nú er svo komið að fyrir hverja krónu sem ríkið ver í samkeppnissjóði Vísinda- og nýsköpunarráðs þar sem vísindamenn fara í gegnum nálarauga jafningjamats fara þrjár krónur til nýsköpunarfyrirtækja, þar sem eftirlit og eftirfylgni með ábata og árangri er mun minna. Fjárveitingar til helsta bakhjarls íslensks rannsóknarstarfs, Rannsóknasjóðs Íslands, hafa frá árinu 2016 rýrnað að andvirði um 37%, og það sem verra er, styrkveitingar til nýrra verkefna hafa að sama skapi rýrnað um 48% – og voru þær mjög lágar fyrir í alþjóðlegu samhengi. Í nýafstaðinni úthlutun úr Rannsóknasjóði fyrir árið 2025 fengu til að mynda einungis 7% umsókna um stærstu styrkina – svokallaða öndvegisstyrki – fjárveitingu, og einungis 17% umsókna um verkefnastyrki hlutu framgang. Ástandið lítur svo verr út þegar ekki er litið til fjölda einstakra styrkja, því einungis var veitt 15.8% af því fjármagni sem sótt var um. Þetta hlutfall hefur ekki verið lægra síðan 2011, þegar íslenskt hagkerfi var enn að sleikja sárin eftir fjármálahrun. Þetta hefur þau áhrif að vel unnar umsóknir sem hljóta frábæra dóma í alþjóðlegu jafningjamati fást ekki styrktar. Þriðjungur allra umsókna sem fengu hæstu einkunn – sem merkir að þær hafi verið algjörlega framúrskarandi – fengu 0 kr. Ekki neitt. Það er ekki við sjóðinn að sakast eða fólkið sem metur umsóknirnar. Ástæðan er einföld: Rannsóknasjóður er gjörsamlega fjársveltur. Það hefur hann lengi verið – en ástandið hefur líklega aldrei verið verra. Og á meðan fellur sú ótrúlega orka sem býr í íslensku hugviti vannýtt til sjávar. Við erum að missa af tækifærum með því að sniðganga frábærar hugmyndir íslenskra vísindamanna sem hafa fengið hæstu einkunn eftir að hafa farið í gegnum nálarauga alþjóðlegs vísindalegs jafningjamats. Hugmyndum er pakkað ofan í skúffu sem annars drægju öflugt hæfileikafólk til þátttöku í íslensku þekkingarsamfélagi. Og hvaða máli skiptir það fyrir Ísland? Hvaða tæki er sjóður eins og Rannsóknasjóður í samhengi vísindaafneitunar og vaxandi upplýsingaóreiðu í heiminum þar sem lýðskrumið vinnur á? Í sinni tærustu mynd, þá stendur sjóðurinn fyrir tækifæri fyrir öflugt vísindafólk að blómstra á Íslandi, sama á hvaða vettvangi vísindafólk vinnur. Með því að opna armana og veita fólki tækifæri til að leyfa hugmyndum sínum að vaxa og dafna sköpum við líka ómetanlega auðlind í formi mannauðs á Íslandi. Mannauðs sem tekur þátt í upplýstri umræðu, tekur þátt í að afrugla upplýsingaóreiðu og ekki síst: tekur þátt í að þjálfa öflugt ungt fólk til þátttöku í íslensku þekkingarsamfélagi. Íslensk stjórnvöld, við biðlum til ykkar: Sýnið stuðning við vísindi í verki, velsæld íslensks samfélags er í húfi! Heiða María Sigurðardóttir, prófessor við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Erna Magnúsdóttir, dósent við Læknadeild Háskóla Íslands og stjórnarformaður Lífvísindaseturs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Donald Trump Vísindi Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Andvísindi á uppleið Mánudaginn 20. janúar tók Donald Trump við forsetastól Bandaríkjanna í annað sinn. Trump dró Bandaríkin samstundis út úr Parísarsamkomulaginu sem hefur það markmið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og sporna gegn hnattrænni hlýnun. Trump virðist enda hafa takmarkaða trú á að hnattræn hlýnun sé raunveruleg (þrátt fyrir að 2024 sé heitasta árið frá því að mælingar hófust 1850), og hvað þá af mannavöldum – í fullkominni andstöðu við upplýsta afstöðu yfirgnæfandi meirihluta vísindamanna með sérþekkingu á sviðinu. Nokkuð ljóst er einnig að Robert F. Kennedy hinn yngri, yfirlýstur andstæðingur bóluefna, verði heilbrigðis- og félagsmálaráðherra Bandaríkjanna (U.S. Secretary of Health and Human Services), þrátt fyrir eindregin mótmæli 77 nóbelsverðlaunavísindamanna sem telja heilsufari almennings stofnað í hættu með skipan hans. Kennedy hefur meðal annars haldið því fram að bólusetningar orsaki einhverfu, þrátt fyrir að vísindamenn hafi sýnt fram á að það standist enga skoðun. Tilskipun forsetans um að einungis séu til tvö kyn og að þau ákvarðist við getnað er af sama meiði vísindaafneitunar sprottin og hunsar meira en hálfa öld af erfðafræðilegum rannsóknum, sem meðal annars hafa afhjúpað að kynákvörðun sé á rófi þar sem ystu pólarnir eru karl- og kvenkyn. Þessi ákvörðun er líkleg til að skaða trans og intersex fólk og skaðsemi tilskipunarinnar mun ekki einungis snúa að réttinum til heilbrigðisþjónustu heldur einnig að atvinnufrelsi og öðrum þáttum sem við flest tökum sem sjálfsögðum hlut. Nýjasta útspil Trump-stjórnarinnar virðist svo vera atlaga að Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna (National Institutes of Health, NIH), sem er einn helsti bakhjarl bandarísks rannsóknaumhverfis. Ýmis starfsemi stofnunarinnar virðist hafa verið fryst, þar á meðal hefur yfirferð á umsóknum um rannsóknastyrki verið stöðvuð. Án slíkrar umfjöllunar getur NIH ekki veitt rannsóknarstyrki, sem tímabundið frystir 80% af þeim 47 milljörðum Bandaríkjadala (um 6.580 milljarðar íslenskra króna) sem NIH notar til að fjármagna rannsóknir. Vísindi skapa þekkingu og auð Frá síðari heimsstyrjöld hafa Bandaríkin verið leiðandi í þekkingarsköpun. Þar í landi hefur almennt verið viðurkennt að einn helsti hvati hagvaxtar og velsældar sé þekkingarsköpun og að hún byrji á grunnrannsóknum. Stjórnvöld hafa fjárfest í öflugum grunnrannsóknum með það að leiðarljósi að einkaframtakið geti ekki staðið undir þessum áhættumesta lið þekkingarsköpunar. Nýsköpunarfyrirtæki og stærri einkafyrirtæki taka svo við afrakstrinum frá vísindafólki og hagnýta þekkinguna. Einungis ríkið getur fjárfest nógu breitt í þekkingarsköpun til þess að dreifa áhættunni og þar með tryggja afraksturinn. Þetta má meðal annars sjá í úttekt sem stjórnvöld í Bandaríkjunum létu gera fyrir nokkru sem leiddi í ljós að fyrir hvern dollara sem stjórnvöld veittu til grunnrannsókna urðu til 44 dollarar í hagkerfinu á aðeins átta árum. Þessi ábati er ekki einungis vegna beinna afurða rannsóknanna heldur einnig vegna hagvaxtar sem verður í kringum þær sem og þeirrar dýrmætu þjálfunar sem vísindafólk fær við að stunda þær. Þessi ábati er líka einungis sá afrakstur sem unnt er að mæla í beinhörðum peningum og líta verður á hann sem mælistiku fyrir þá velsæld sem vísindastarfsemi framkallar í samfélaginu. Það er hins vegar mjög langt frá því að vera augljóst að svo mikill ábati sé af breiðri fjárfestingu í vísindum og rannsóknum, og því þarf skilningur stjórnvalda um eðli vísinda og hlutverk þeirra í velsæld í heiminum að vera djúpur. Það er því uggvænlegt að stjórnvöld í því ríki sem hefur leitt vísindaframfarir undanfarna öld afneiti vísindunum blákalt í anda lýðskrums. Fjársvelti vísinda á Íslandi Stefna íslenskra stjórnvalda hefur sem betur fer hingað til ekki haft á sér slíkan andvísindalegan blæ þótt fjármögnun opinberra samkeppnissjóða í rannsóknum á Íslandi hafi reyndar lengi verið afskaplega rýr – og vel undir viðmiðum okkar helstu nágrannaþjóða. Hins vegar er alls ekki hægt að taka því sem gefnu í því andrúmslofti sem nú ríkir í stjórnmálum á alþjóðavísu að lýðskrum muni ekki eiga vinninginn yfir vísindalegri hugsun. Því er mikið í húfi fyrir lönd heimsins að tryggja stuðning við vísindi og háskóla, til að undirbyggja samfélag sem byggir á þekkingu með tilheyrandi velsæld sem af því hlýst. En hver er staðan þá í þessum málaflokki á Íslandi? Er nóg gert til að tryggja að íslenskt lýðræði og samfélag njóti þeirrar velsældar sem af vísindalegri þekkingaröflun hlýst? Það væri óskandi að það væri unnt að svara því játandi, en því miður er svo ekki. Það hafa verið blikur á lofti undanfarinn áratug að stefnubreyting hafi verið tekin í vísindafjármögnun án þess að um það hafi farið fram upplýst umræða. Fjármagni því sem ríkið ver til rannsókna og þróunar er í sífellt minna mæli beint til þessara dýrmætustu grunnstoða nýsköpunar, grunnrannsókna, en frekar beint í endurgreiðslur á kostnaði einkafyrirtækja við nýsköpun á síðari stigum rannsókna. Nú er svo komið að fyrir hverja krónu sem ríkið ver í samkeppnissjóði Vísinda- og nýsköpunarráðs þar sem vísindamenn fara í gegnum nálarauga jafningjamats fara þrjár krónur til nýsköpunarfyrirtækja, þar sem eftirlit og eftirfylgni með ábata og árangri er mun minna. Fjárveitingar til helsta bakhjarls íslensks rannsóknarstarfs, Rannsóknasjóðs Íslands, hafa frá árinu 2016 rýrnað að andvirði um 37%, og það sem verra er, styrkveitingar til nýrra verkefna hafa að sama skapi rýrnað um 48% – og voru þær mjög lágar fyrir í alþjóðlegu samhengi. Í nýafstaðinni úthlutun úr Rannsóknasjóði fyrir árið 2025 fengu til að mynda einungis 7% umsókna um stærstu styrkina – svokallaða öndvegisstyrki – fjárveitingu, og einungis 17% umsókna um verkefnastyrki hlutu framgang. Ástandið lítur svo verr út þegar ekki er litið til fjölda einstakra styrkja, því einungis var veitt 15.8% af því fjármagni sem sótt var um. Þetta hlutfall hefur ekki verið lægra síðan 2011, þegar íslenskt hagkerfi var enn að sleikja sárin eftir fjármálahrun. Þetta hefur þau áhrif að vel unnar umsóknir sem hljóta frábæra dóma í alþjóðlegu jafningjamati fást ekki styrktar. Þriðjungur allra umsókna sem fengu hæstu einkunn – sem merkir að þær hafi verið algjörlega framúrskarandi – fengu 0 kr. Ekki neitt. Það er ekki við sjóðinn að sakast eða fólkið sem metur umsóknirnar. Ástæðan er einföld: Rannsóknasjóður er gjörsamlega fjársveltur. Það hefur hann lengi verið – en ástandið hefur líklega aldrei verið verra. Og á meðan fellur sú ótrúlega orka sem býr í íslensku hugviti vannýtt til sjávar. Við erum að missa af tækifærum með því að sniðganga frábærar hugmyndir íslenskra vísindamanna sem hafa fengið hæstu einkunn eftir að hafa farið í gegnum nálarauga alþjóðlegs vísindalegs jafningjamats. Hugmyndum er pakkað ofan í skúffu sem annars drægju öflugt hæfileikafólk til þátttöku í íslensku þekkingarsamfélagi. Og hvaða máli skiptir það fyrir Ísland? Hvaða tæki er sjóður eins og Rannsóknasjóður í samhengi vísindaafneitunar og vaxandi upplýsingaóreiðu í heiminum þar sem lýðskrumið vinnur á? Í sinni tærustu mynd, þá stendur sjóðurinn fyrir tækifæri fyrir öflugt vísindafólk að blómstra á Íslandi, sama á hvaða vettvangi vísindafólk vinnur. Með því að opna armana og veita fólki tækifæri til að leyfa hugmyndum sínum að vaxa og dafna sköpum við líka ómetanlega auðlind í formi mannauðs á Íslandi. Mannauðs sem tekur þátt í upplýstri umræðu, tekur þátt í að afrugla upplýsingaóreiðu og ekki síst: tekur þátt í að þjálfa öflugt ungt fólk til þátttöku í íslensku þekkingarsamfélagi. Íslensk stjórnvöld, við biðlum til ykkar: Sýnið stuðning við vísindi í verki, velsæld íslensks samfélags er í húfi! Heiða María Sigurðardóttir, prófessor við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Erna Magnúsdóttir, dósent við Læknadeild Háskóla Íslands og stjórnarformaður Lífvísindaseturs Háskóla Íslands.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun