Engin leit í gangi að leðurblökunni Lovísa Arnardóttir skrifar 27. janúar 2025 11:42 Leðurblakan flaug um Laugarnesið í gær. Dýraþjónusta Reykjavíkur hefur ekki fengið neinar tilkynningar í dag um leðurblökuna sem lék lausum hala í Reykjavík í gær. Greint var frá því um helgina að leðurblaka hefði sést við Laugardalslaug og nærri Listaháskólanum í Laugarnesi. Fram kom í fréttum að lögreglu hefði verið gert viðvart um leðurblökuna og Dýraþjónustunni gert viðvart en dýrið verið flogið á brott þegar þau komu á vettvang. „Við sjáum um að leita svona uppi og fanga en það er erfitt þegar við fáum ekki nákvæma staðsetningu,“ segir Helena Gylfadóttir hjá Dýraþjónustu Reykjavíkur. Hún segir að ef það kæmi tilkynning yrði kallaður út meindýraeyðir til að fanga leðurblökuna. „Það þyrfti í framhaldinu að meta hvað yrði gert í samstarfi við MAST og Náttúrufræðistofnun. Þetta er samvinna þegar eitthvað kemur upp sem er sjaldgæft,“ segir hún. Þetta komi auðvitað fyrir en gerist ekki oft. Hún segir engan að leita að leðurblökunni eins og stendur en komi tilkynning fari þau rakleiðis á staðinn. Hún varar jafnframt fólk við því að nálgast dýrið. Leðurblökur geti borið með sér hundaæði og aðra sjúkdóma. Helena hvetur fólk til að láta vita verði það vart við leðurblökuna. Hægt er að láta vita á dyr@reykjavik.is og í símanúmerið 822-7820. Koma reglulega Fjallað er um komur leðurblaka til Íslands í grein á Vísindavefnum frá árinu 2003. Þar kemur fram að leðurblaka hafi fyrst sést á landinu 1817. Á Vísi hefur verið fjallað um komur þeirra reglulega síðan. Til dæmis árið 2023 þegar íbúar í Kópavogi fengu eina slíka á svalirnar. Reykjavík Dýr Tengdar fréttir Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Lögreglu barst tilkynning um leðurblöku á flugi í hlíðunum í dag en þegar lögreglumenn mættu á vettvang hafði hún flogið á braut. 26. janúar 2025 21:51 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Fram kom í fréttum að lögreglu hefði verið gert viðvart um leðurblökuna og Dýraþjónustunni gert viðvart en dýrið verið flogið á brott þegar þau komu á vettvang. „Við sjáum um að leita svona uppi og fanga en það er erfitt þegar við fáum ekki nákvæma staðsetningu,“ segir Helena Gylfadóttir hjá Dýraþjónustu Reykjavíkur. Hún segir að ef það kæmi tilkynning yrði kallaður út meindýraeyðir til að fanga leðurblökuna. „Það þyrfti í framhaldinu að meta hvað yrði gert í samstarfi við MAST og Náttúrufræðistofnun. Þetta er samvinna þegar eitthvað kemur upp sem er sjaldgæft,“ segir hún. Þetta komi auðvitað fyrir en gerist ekki oft. Hún segir engan að leita að leðurblökunni eins og stendur en komi tilkynning fari þau rakleiðis á staðinn. Hún varar jafnframt fólk við því að nálgast dýrið. Leðurblökur geti borið með sér hundaæði og aðra sjúkdóma. Helena hvetur fólk til að láta vita verði það vart við leðurblökuna. Hægt er að láta vita á dyr@reykjavik.is og í símanúmerið 822-7820. Koma reglulega Fjallað er um komur leðurblaka til Íslands í grein á Vísindavefnum frá árinu 2003. Þar kemur fram að leðurblaka hafi fyrst sést á landinu 1817. Á Vísi hefur verið fjallað um komur þeirra reglulega síðan. Til dæmis árið 2023 þegar íbúar í Kópavogi fengu eina slíka á svalirnar.
Reykjavík Dýr Tengdar fréttir Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Lögreglu barst tilkynning um leðurblöku á flugi í hlíðunum í dag en þegar lögreglumenn mættu á vettvang hafði hún flogið á braut. 26. janúar 2025 21:51 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Lögreglu barst tilkynning um leðurblöku á flugi í hlíðunum í dag en þegar lögreglumenn mættu á vettvang hafði hún flogið á braut. 26. janúar 2025 21:51