Kærleikurinn stuðar Árni Þór Þórsson skrifar 28. janúar 2025 10:31 Kristin kirkja hefur ávallt það að markmiði sínu að boða kærleikann sem birtist í hinum krossfesta og upprisna Drottni Jesú Kristi. Tvöfalda kærleiksboðorðið, sem er hverju boðorði æðra, er yfirleitt nefnt í þessu samhengi; að elska Guð af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum, og elska náungann eins og sjálfan þig. Boðorðið er skýrt og einfalt og dregur upp fallega mynd af kærleikanum sem frelsarinn boðar. Kærleikurinn sem Jesús ætlast til að við sýnum okkur sjálfum og öðrum virðist við fyrstu sýn einfaldur í orði sem og í verki. Fljótlega kemur þó í ljós að kærleikur Krists er á stundum, allt annað en þægilegur. Þegar Jesús talar til okkar að þá snertir hann gjarnan innsta kjarnann sem í okkur býr. Hann stuðar okkur oft með orðum sínum og hann ætlast til mikils af okkur. Jesús biður okkur um að elska óvini okkar, þá sem ofsækja okkur og vilja okkur illt. Við eigum að biðja fyrir öllum, réttlátum sem og ranglátum. Við eigum að vera miskunnsöm eins og Guð er miskunnsamur. Við erum kölluð til að vera hjartahreinir friðflytjendur og þannig sýna heiminum, að það eina sem stuðar syndina og illskuna er kærleikur Guðs í Jesú Kristi. Í stórmyndinni The Hobbit: An Unexpected Journey, sem byggð er á stórmerkilegri skáldsögu höfundarins J.R.R. Tolkien The hobbit, biður galdramaðurinn Gandalf hobbitann BilboBaggins að ferðast með sér ásamt þrettán dvergum til fjallsins eina til að endurheimta heimkynni og auð dverganna frá drekanum Smaug. Á ferðalagi sínu stöðvar hópurinn í álfaborginni Rivendell þar sem Gandalf hitti yfirmann sinn, Saruman, og álfadrottninguna Galadriel. Eftir umtalsverðar vangaveltur um ævintýri föruneytisins spyr drottningin: „Af hverju valdir þú hobbitann?“ Gandalf svarar: „Ekki veit ég það. Saruman telur að það sé aðeins mikill máttur sem getur haldið hinu illa í skefjum, en það er ekki það sem ég hef komist að. Það eru hin litlu hversdagsverk venjulegs fólks sem heldur myrkrinu í skefjum. Lítil góðverk og kærleikur. Af hverju Bilbo Baggins? Kannski vegna þess að ég er hræddur og hann gefur mér hugrekki.“ Svar galdramannsins rímar við það sem Kristur boðar; að kærleikurinn sigrar alltaf. Hann stuðar syndina og gerir illskuna óþægilega. Viðbrögð Donald Trump Bandaríkjaforseta við prédikun biskupsins Mariann Edgar Budde eru gott dæmi um þetta. Biskupinn talaði beint til innsta kjarna forsetans, sem með sinni pólitísku herferð hafði stuðlað að óeiningu meðal þjóðarinnar og fyrirlitningu í garð minnihlutahópa. Andstætt stefnu Bandaríkjaforseta boðaði Budde einingu því að án einingar yrði þjóðin á slæmum stað. Hún talaði fyrir umburðarlyndi, virðingu og kærleika í garð alls fólks óháð því hvaðan það kæmi eða fyrir hvað það stæði. Budde nefndi fyrirlitninguna og hve hættuleg hún getur verið, sérstaklega ef hún býr í hjarta þess er stjórnar landinu. Að lokum lagði hún fram beiðni til forsetans um að sýna miskunn gagnvart þeim hópum sem nú eru hræddir um líf sitt og lífsafkomu, þ.e. gagnvart hinsegin fólki og innflytjendum. Trump var stuðaður og brást ekki vel við ræðu biskupsins. Hann gerði það sem hann gerir best og fór í vörn, gagnrýndi Budde og guðsþjónustuna harkalega, bæði í viðtali og á samfélagsmiðlum. Hann sakaði Budde um að vera of pólitísk og krafðist afsökunarbeiðni frá biskupnum fyrir að voga sér að biðja Bandaríkjaforseta um miskunn. Það er enginn máttur í þessum heimi jafn kraftmikill og kærleikurinn og notaði Budde hann til að snerta og stuða hjarta eins valdamesta manns heims. Biskupinn sýndi mikið hugrekki og gott fordæmi fyrir kirkjunnar þjóna sem eiga að láta í sér heyra og standa með þeim sem undirokaðir eru, eins og Kristur gerði. Páll postuli sagði að þó að hann talaði tungum manna og engla, hefði spádómsgáfur og vissi alla leyndardóma, þó hann hefði svo takmarkalausa trú að færa mætti fjöll úr stað, að þá væri hann samt sem áður ekki neitt án kærleikans. Vert er að ljúka þessum pistli með orðum postulans en Páll ritar í Fyrra Korintubréfi: Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni en samgleðst sannleikanum. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. Höfundur er prestur innflytjenda í Þjóðkirkjunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Kristin kirkja hefur ávallt það að markmiði sínu að boða kærleikann sem birtist í hinum krossfesta og upprisna Drottni Jesú Kristi. Tvöfalda kærleiksboðorðið, sem er hverju boðorði æðra, er yfirleitt nefnt í þessu samhengi; að elska Guð af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum, og elska náungann eins og sjálfan þig. Boðorðið er skýrt og einfalt og dregur upp fallega mynd af kærleikanum sem frelsarinn boðar. Kærleikurinn sem Jesús ætlast til að við sýnum okkur sjálfum og öðrum virðist við fyrstu sýn einfaldur í orði sem og í verki. Fljótlega kemur þó í ljós að kærleikur Krists er á stundum, allt annað en þægilegur. Þegar Jesús talar til okkar að þá snertir hann gjarnan innsta kjarnann sem í okkur býr. Hann stuðar okkur oft með orðum sínum og hann ætlast til mikils af okkur. Jesús biður okkur um að elska óvini okkar, þá sem ofsækja okkur og vilja okkur illt. Við eigum að biðja fyrir öllum, réttlátum sem og ranglátum. Við eigum að vera miskunnsöm eins og Guð er miskunnsamur. Við erum kölluð til að vera hjartahreinir friðflytjendur og þannig sýna heiminum, að það eina sem stuðar syndina og illskuna er kærleikur Guðs í Jesú Kristi. Í stórmyndinni The Hobbit: An Unexpected Journey, sem byggð er á stórmerkilegri skáldsögu höfundarins J.R.R. Tolkien The hobbit, biður galdramaðurinn Gandalf hobbitann BilboBaggins að ferðast með sér ásamt þrettán dvergum til fjallsins eina til að endurheimta heimkynni og auð dverganna frá drekanum Smaug. Á ferðalagi sínu stöðvar hópurinn í álfaborginni Rivendell þar sem Gandalf hitti yfirmann sinn, Saruman, og álfadrottninguna Galadriel. Eftir umtalsverðar vangaveltur um ævintýri föruneytisins spyr drottningin: „Af hverju valdir þú hobbitann?“ Gandalf svarar: „Ekki veit ég það. Saruman telur að það sé aðeins mikill máttur sem getur haldið hinu illa í skefjum, en það er ekki það sem ég hef komist að. Það eru hin litlu hversdagsverk venjulegs fólks sem heldur myrkrinu í skefjum. Lítil góðverk og kærleikur. Af hverju Bilbo Baggins? Kannski vegna þess að ég er hræddur og hann gefur mér hugrekki.“ Svar galdramannsins rímar við það sem Kristur boðar; að kærleikurinn sigrar alltaf. Hann stuðar syndina og gerir illskuna óþægilega. Viðbrögð Donald Trump Bandaríkjaforseta við prédikun biskupsins Mariann Edgar Budde eru gott dæmi um þetta. Biskupinn talaði beint til innsta kjarna forsetans, sem með sinni pólitísku herferð hafði stuðlað að óeiningu meðal þjóðarinnar og fyrirlitningu í garð minnihlutahópa. Andstætt stefnu Bandaríkjaforseta boðaði Budde einingu því að án einingar yrði þjóðin á slæmum stað. Hún talaði fyrir umburðarlyndi, virðingu og kærleika í garð alls fólks óháð því hvaðan það kæmi eða fyrir hvað það stæði. Budde nefndi fyrirlitninguna og hve hættuleg hún getur verið, sérstaklega ef hún býr í hjarta þess er stjórnar landinu. Að lokum lagði hún fram beiðni til forsetans um að sýna miskunn gagnvart þeim hópum sem nú eru hræddir um líf sitt og lífsafkomu, þ.e. gagnvart hinsegin fólki og innflytjendum. Trump var stuðaður og brást ekki vel við ræðu biskupsins. Hann gerði það sem hann gerir best og fór í vörn, gagnrýndi Budde og guðsþjónustuna harkalega, bæði í viðtali og á samfélagsmiðlum. Hann sakaði Budde um að vera of pólitísk og krafðist afsökunarbeiðni frá biskupnum fyrir að voga sér að biðja Bandaríkjaforseta um miskunn. Það er enginn máttur í þessum heimi jafn kraftmikill og kærleikurinn og notaði Budde hann til að snerta og stuða hjarta eins valdamesta manns heims. Biskupinn sýndi mikið hugrekki og gott fordæmi fyrir kirkjunnar þjóna sem eiga að láta í sér heyra og standa með þeim sem undirokaðir eru, eins og Kristur gerði. Páll postuli sagði að þó að hann talaði tungum manna og engla, hefði spádómsgáfur og vissi alla leyndardóma, þó hann hefði svo takmarkalausa trú að færa mætti fjöll úr stað, að þá væri hann samt sem áður ekki neitt án kærleikans. Vert er að ljúka þessum pistli með orðum postulans en Páll ritar í Fyrra Korintubréfi: Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni en samgleðst sannleikanum. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. Höfundur er prestur innflytjenda í Þjóðkirkjunni.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar