Að stefna í hæstu hæðir Einar Baldvin Árnason skrifar 28. janúar 2025 21:00 Listmálarinn og myndhöggvarinn Michelangelo sagði víst eitt sinn að mesta hættan sem steðjaði að hverjum og einum væri ekki sú að hann setti stefnuna svo hátt að hann missti marks, heldur miklu frekar að hann setti markið lágt og næði því síðan. Mér varð hugsað til þessara orða þegar ég sá dómkirkjuna í Mílanó í fyrsta sinn með eigin augum á síðasta ári. Kirkjan er almennt talin ein sú fallegasta í heimi, en Mark Twain lýsti henni sem svo í bók sinni The Innocents Abroad: „Hvílík dýrð, svo mikilfengleg, hátíðleg og tröllvaxin en samt svo fíngerð, loftkennd og þokkafull! Heill heimur af þunga sem birtist mér á sama tíma líkt og frostsprungin tálsýn sem gæti horfið við minn minnsta andardrátt!” Twain náði vel að fanga fegurð kirkjunnar. Hún er risavaxin og íburðarmikil en á sama tíma nánast óraunveruleg. Hún teygir sig brothætt til himins eins og hún sé að reyna að ná alla leið til Guðs. Að horfa á hana er eins og að horfa á tímann sjálfan standa í stað. Dómkirkjan í Mílanó er fegurri en flest önnur mannanna verk vegna þess að stefnan var sett á hæstu hæðir. Markmiðið var að ljá guðdómleikanum sjálfum mynd. Til að ljúka byggingu hennar þurfti ekki aðeins fagurfræðliegan metnað og skýra sýn, heldur líka ótrúlega þrautseigju. Það tók rúm 600 ár að byggja kirkjuna en slíkt gera auðvitað aðeins menn sem horfa handan jarðlegrar vistar sinnar. Þegar komið er inn í kirkjuna má líta styttu af Heilögum Bartólomeusi, lærisveini Krists. Styttan sem er eftir Marco D’agrati, gefur aðra mynd af guðdómleikanum: Bartólomeus var píslarvottur, fláður lifandi fyrir að boða fagnaðarerindið, og á styttunni má sjá hvern einasta vöðva á líkama hans berskjaldaðan. Hangandi skinn hans sveipast um hann eins og skikkja, og hann heldur á hníf, tákni píslardóms síns. Það er reisn í hinni ólýsanlegu þjáningu. Bæði boðorð Guðs föður vors í Gamla testamentinu og kennisetningar Krists í því nýja, setja okkur ómöguleg markmið en það er einmitt ómöguleiki þeirra sem gera okkur kleift að teygja okkur hærra en við gætum nokkru sinni gert án þeirra. Hugmyndin um hinn eilífa og óskilgreinanlega Drottinn og þrá okkar til að snúa heim til hans, hvetur okkur til ótrúlegra dáða. Við fullkomnust aldrei í lifanda lífi, ekki frekar en dómkirkjan, og margir upplifa gífurlegar þjáningar í líkingu við þær sem Bartólómeus gerði. Þrátt fyrir það teygir sál okkar sig til himins, jafn mikilfengleg og brothætt. Sáttmálinn við Guð er órjúfanlegur þáttur í þeirri fegurð. Joseph Ratzinger, síðar Benedikt XVI páfi, benti á í predikun í München árið 1981 að freisting höggormsins í sköpunarsögunni hefði ekki snúist um að afneita Guði heldur að efast um að sáttmáli hans við manninn væri af hinu góða þ.e að efast um að þær reglur sem Guð setur okkur séu okkur sjálfum fyrir bestu. Með þessum efa væru fræjum afstæðishyggju og falsks frelsis sáð. Í dag er afstæðishyggja nánast allsráðandi á vesturlöndum og hún birtist fyrst og fremst í trúleysi. Það er ekki endilega trúleysi manna sem raka ekki á sér hálsinn, rífast á Reddit og afneita Guði fullum hálsi, heldur miklu frekar trúleysi þeirra sem setja markið lágt og ná því. Þeir enda á því að dýrka hin ýmsu mannanna verk, hugmyndafræði eða hluti, oft með ótrúlegum trúarofsa. Versta birtingarmynd þessa trúleysis er þó ekki hjá hinum almenna borgara, heldur hjá þeim sem kalla sig presta en vinna gegn öllum þeim boðorðum Guðs sem þeim þykja óþægileg. Slíkir menn hafa unnið gagngert að því að lækka markið svo mikið að sú kristni sem þeir boða krefst varla neins af okkur. Trú þeirra er orðin algjörlega veraldleg og í raun fullkomlega samdauna frjálslyndu lýðræði, hræddari við dóm samfélagsins en Drottins sjálfs. Í umburðarbréfi sínu þann 14. Apríl 1999 benti Jóhannes Páll II páfi á að í stað trúleysis væri alltaf talað um illsku og skurðgoðadýrkun í biblíunni - að hver sá sem tæki mannanna verk fram yfir Drottinn sjálfan væri meinfús skurðgoðadýrkandi. Það er ágætt að hafa þetta í huga þegar fólk stígur fram sem prestar eða kirkjudeildir og vill breyta boðskapi Guðs til að gera hann aðgengilegri með því að breyta honum í takt við tímann. Þá er ráð að spyrja sig: hvað er dýrkað og hvert er stefnt? Höfundur er listamaður og leikmaður í kaþólsku kirkjunni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Listmálarinn og myndhöggvarinn Michelangelo sagði víst eitt sinn að mesta hættan sem steðjaði að hverjum og einum væri ekki sú að hann setti stefnuna svo hátt að hann missti marks, heldur miklu frekar að hann setti markið lágt og næði því síðan. Mér varð hugsað til þessara orða þegar ég sá dómkirkjuna í Mílanó í fyrsta sinn með eigin augum á síðasta ári. Kirkjan er almennt talin ein sú fallegasta í heimi, en Mark Twain lýsti henni sem svo í bók sinni The Innocents Abroad: „Hvílík dýrð, svo mikilfengleg, hátíðleg og tröllvaxin en samt svo fíngerð, loftkennd og þokkafull! Heill heimur af þunga sem birtist mér á sama tíma líkt og frostsprungin tálsýn sem gæti horfið við minn minnsta andardrátt!” Twain náði vel að fanga fegurð kirkjunnar. Hún er risavaxin og íburðarmikil en á sama tíma nánast óraunveruleg. Hún teygir sig brothætt til himins eins og hún sé að reyna að ná alla leið til Guðs. Að horfa á hana er eins og að horfa á tímann sjálfan standa í stað. Dómkirkjan í Mílanó er fegurri en flest önnur mannanna verk vegna þess að stefnan var sett á hæstu hæðir. Markmiðið var að ljá guðdómleikanum sjálfum mynd. Til að ljúka byggingu hennar þurfti ekki aðeins fagurfræðliegan metnað og skýra sýn, heldur líka ótrúlega þrautseigju. Það tók rúm 600 ár að byggja kirkjuna en slíkt gera auðvitað aðeins menn sem horfa handan jarðlegrar vistar sinnar. Þegar komið er inn í kirkjuna má líta styttu af Heilögum Bartólomeusi, lærisveini Krists. Styttan sem er eftir Marco D’agrati, gefur aðra mynd af guðdómleikanum: Bartólomeus var píslarvottur, fláður lifandi fyrir að boða fagnaðarerindið, og á styttunni má sjá hvern einasta vöðva á líkama hans berskjaldaðan. Hangandi skinn hans sveipast um hann eins og skikkja, og hann heldur á hníf, tákni píslardóms síns. Það er reisn í hinni ólýsanlegu þjáningu. Bæði boðorð Guðs föður vors í Gamla testamentinu og kennisetningar Krists í því nýja, setja okkur ómöguleg markmið en það er einmitt ómöguleiki þeirra sem gera okkur kleift að teygja okkur hærra en við gætum nokkru sinni gert án þeirra. Hugmyndin um hinn eilífa og óskilgreinanlega Drottinn og þrá okkar til að snúa heim til hans, hvetur okkur til ótrúlegra dáða. Við fullkomnust aldrei í lifanda lífi, ekki frekar en dómkirkjan, og margir upplifa gífurlegar þjáningar í líkingu við þær sem Bartólómeus gerði. Þrátt fyrir það teygir sál okkar sig til himins, jafn mikilfengleg og brothætt. Sáttmálinn við Guð er órjúfanlegur þáttur í þeirri fegurð. Joseph Ratzinger, síðar Benedikt XVI páfi, benti á í predikun í München árið 1981 að freisting höggormsins í sköpunarsögunni hefði ekki snúist um að afneita Guði heldur að efast um að sáttmáli hans við manninn væri af hinu góða þ.e að efast um að þær reglur sem Guð setur okkur séu okkur sjálfum fyrir bestu. Með þessum efa væru fræjum afstæðishyggju og falsks frelsis sáð. Í dag er afstæðishyggja nánast allsráðandi á vesturlöndum og hún birtist fyrst og fremst í trúleysi. Það er ekki endilega trúleysi manna sem raka ekki á sér hálsinn, rífast á Reddit og afneita Guði fullum hálsi, heldur miklu frekar trúleysi þeirra sem setja markið lágt og ná því. Þeir enda á því að dýrka hin ýmsu mannanna verk, hugmyndafræði eða hluti, oft með ótrúlegum trúarofsa. Versta birtingarmynd þessa trúleysis er þó ekki hjá hinum almenna borgara, heldur hjá þeim sem kalla sig presta en vinna gegn öllum þeim boðorðum Guðs sem þeim þykja óþægileg. Slíkir menn hafa unnið gagngert að því að lækka markið svo mikið að sú kristni sem þeir boða krefst varla neins af okkur. Trú þeirra er orðin algjörlega veraldleg og í raun fullkomlega samdauna frjálslyndu lýðræði, hræddari við dóm samfélagsins en Drottins sjálfs. Í umburðarbréfi sínu þann 14. Apríl 1999 benti Jóhannes Páll II páfi á að í stað trúleysis væri alltaf talað um illsku og skurðgoðadýrkun í biblíunni - að hver sá sem tæki mannanna verk fram yfir Drottinn sjálfan væri meinfús skurðgoðadýrkandi. Það er ágætt að hafa þetta í huga þegar fólk stígur fram sem prestar eða kirkjudeildir og vill breyta boðskapi Guðs til að gera hann aðgengilegri með því að breyta honum í takt við tímann. Þá er ráð að spyrja sig: hvað er dýrkað og hvert er stefnt? Höfundur er listamaður og leikmaður í kaþólsku kirkjunni
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar