Danir flugu inn í undanúrslitin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. janúar 2025 18:09 Gidsel var óstöðvandi að venju. Soeren Stache/Getty Images Danmörk, ríkjandi heimsmeistari karla í handbolta, lenti ekki í teljandi vandræðum gegn Brasilíu þegar þjóðirnar mættust í 8-liða úrslitum. Danir hafa unnið hvern stórsigurinn til þessa á mótinu og það sama var upp á teningnum í kvöld. Danmörk, sem hefur staðið uppi sem sigurvegari á síðustu þremur heimsmeistaramótum, hefur ekki enn mætt ofjarli sínum á mótinu í ár og leikur kvöldsins var hálfgerður göngutúr í garðinum. Um miðbik fyrri hálfleiks náðu Danir sjö marka forystu, 10-3, en Brasilíu tókst að minnka muninn niður í aðeins þrjú mörk fyrir hálfleik. Staðan þá 15-12 og Brasilía að einhverju leyti inn í leiknum. Danir skoruðu tvö fyrstu mörk síðari hálfleiksins og þegar tíu mínútur voru liðnar skoruðu frændur vorir átta mörk í röð. Breyttu þeir stöðunni úr 23-18 í 31-18. Drap það endanlega leikinn sem endaði með tólf marka sigri Dana, lokatölur 33-21. Að venju var Mathias Gidsel allt í öllu í sóknarleik Danmerkur með sex mörk og átta stoðsendingar. Emil Jakobsen og Rasmus Lauge skoruðu einnig sex mörk hvor. Vinicios Carvalho var markahæstur hjá Brasilíu með sjö mörk. Danmörk komið í undanúrslit og mætir þar annað hvort Portúgal eða lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í Þýskalandi. Væri það í annað skiptið sem Danmörk og Þýskaland mætast á mótinu. Í fyrri leik liðanna vann Danmörk auðveldan sigur. Handbolti HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Strákarnir hans Alfreðs Gíslasonar í þýska handboltalandsliðinu voru teknir í bakaríið þegar þeir mættu Danmörku í milliriðli á HM í gærkvöldi. Þjóðverjar töpuðu leiknum, 40-30, og þýskir fjölmiðlar voru ekki með hýrri há eftir leikinn. 22. janúar 2025 11:33 Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Ef marka má úrslit leiks Danmerkur og Þýskalands á HM karla í handbolta þá eru allar líkur á að Danir verji titilinn enn á ný. 21. janúar 2025 22:53 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Danmörk, sem hefur staðið uppi sem sigurvegari á síðustu þremur heimsmeistaramótum, hefur ekki enn mætt ofjarli sínum á mótinu í ár og leikur kvöldsins var hálfgerður göngutúr í garðinum. Um miðbik fyrri hálfleiks náðu Danir sjö marka forystu, 10-3, en Brasilíu tókst að minnka muninn niður í aðeins þrjú mörk fyrir hálfleik. Staðan þá 15-12 og Brasilía að einhverju leyti inn í leiknum. Danir skoruðu tvö fyrstu mörk síðari hálfleiksins og þegar tíu mínútur voru liðnar skoruðu frændur vorir átta mörk í röð. Breyttu þeir stöðunni úr 23-18 í 31-18. Drap það endanlega leikinn sem endaði með tólf marka sigri Dana, lokatölur 33-21. Að venju var Mathias Gidsel allt í öllu í sóknarleik Danmerkur með sex mörk og átta stoðsendingar. Emil Jakobsen og Rasmus Lauge skoruðu einnig sex mörk hvor. Vinicios Carvalho var markahæstur hjá Brasilíu með sjö mörk. Danmörk komið í undanúrslit og mætir þar annað hvort Portúgal eða lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í Þýskalandi. Væri það í annað skiptið sem Danmörk og Þýskaland mætast á mótinu. Í fyrri leik liðanna vann Danmörk auðveldan sigur.
Handbolti HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Strákarnir hans Alfreðs Gíslasonar í þýska handboltalandsliðinu voru teknir í bakaríið þegar þeir mættu Danmörku í milliriðli á HM í gærkvöldi. Þjóðverjar töpuðu leiknum, 40-30, og þýskir fjölmiðlar voru ekki með hýrri há eftir leikinn. 22. janúar 2025 11:33 Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Ef marka má úrslit leiks Danmerkur og Þýskalands á HM karla í handbolta þá eru allar líkur á að Danir verji titilinn enn á ný. 21. janúar 2025 22:53 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Strákarnir hans Alfreðs Gíslasonar í þýska handboltalandsliðinu voru teknir í bakaríið þegar þeir mættu Danmörku í milliriðli á HM í gærkvöldi. Þjóðverjar töpuðu leiknum, 40-30, og þýskir fjölmiðlar voru ekki með hýrri há eftir leikinn. 22. janúar 2025 11:33
Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Ef marka má úrslit leiks Danmerkur og Þýskalands á HM karla í handbolta þá eru allar líkur á að Danir verji titilinn enn á ný. 21. janúar 2025 22:53
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita