Lilja útilokar ekki formannsframboð og vill flýta flokksþingi Heimir Már Pétursson skrifar 30. janúar 2025 14:05 Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins útilokar ekki að hún bjóði sig fram til formanns í flokknum, eftir ein verstu kosningaúrslit í sögu flokksins í alþingiskosningum. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins útilokar ekki að hún bjóði sig fram til embættis formanns flokksins fyrir næsta flokksþing sem hún vill flýta. Flokkurinn verði að bregðast við miklum breytingum í innanlands- og utanríkismálum. Í Samtalinu með Heimi Má sem sýnt verður í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 19:10 segir Lilja skynsamlegt að flýta flokksþingi sem annars á ekki að koma saman fyrr en á næsta ári samkvæmt lögum flokksins. Landsstjórn flokksins hittist í dag til að ákveða tímasetningu miðstjórnarfundar sem síðan ákveði hvort flýta ætti flokksþingi sem annars á ekki að fara fram fyrr en á næsta ári. Lilja telur að úrslit síðustu alþingiskosninga þar sem flokkurinn tapaði miklu fylgi og missti þrjá fyrrverandi ráðherra og þær breytingar sem átt hefðu sér stað bæði innanlands og í alþjóðamálum, kalli á að æðsta stofnun Framsóknarflokksins verði kölluð saman á þessu ári. Lilja Alfreðsdóttir segir brýnt að Framsóknarflokkurinn bregðist við miklum breytingum í innanlands- og alþjóðamálum.Vísir/Vilhelm „Ég hef sagt innan okkar raða og með mínu fólki að það sé mjög brýnt að við hittumst. Æðsta stofnun flokksins hittist og fari yfir stöðuna. Vegna þess að stjórnmálin eru búin að breytast alveg rosalega mikið bara frá kosningum. Til að mynda með því að Trump er kominn í Hvíta húsið, öll Grænlands umræðan. För Þorgerðar, áður en þing er komið saman, til Brussel, (þjóðar)atkvæðagreiðsla. Mér finnst eins og það séu búið að gerast alveg ofboðslega mikið,“ segir Lilja í Samtalinu. Myndir þú vilja vera formaður Framsóknarflokksins, muntu bjóða þig fram fyrir næsta flokksþing? „Þú veist alveg hvað stjórnmálamenn segja. Ég útiloka ekkert í þeim efnum,“ segir varaformaðurinn. Samtalið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Í Samtalinu með Heimi Má sem sýnt verður í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 19:10 segir Lilja skynsamlegt að flýta flokksþingi sem annars á ekki að koma saman fyrr en á næsta ári samkvæmt lögum flokksins. Landsstjórn flokksins hittist í dag til að ákveða tímasetningu miðstjórnarfundar sem síðan ákveði hvort flýta ætti flokksþingi sem annars á ekki að fara fram fyrr en á næsta ári. Lilja telur að úrslit síðustu alþingiskosninga þar sem flokkurinn tapaði miklu fylgi og missti þrjá fyrrverandi ráðherra og þær breytingar sem átt hefðu sér stað bæði innanlands og í alþjóðamálum, kalli á að æðsta stofnun Framsóknarflokksins verði kölluð saman á þessu ári. Lilja Alfreðsdóttir segir brýnt að Framsóknarflokkurinn bregðist við miklum breytingum í innanlands- og alþjóðamálum.Vísir/Vilhelm „Ég hef sagt innan okkar raða og með mínu fólki að það sé mjög brýnt að við hittumst. Æðsta stofnun flokksins hittist og fari yfir stöðuna. Vegna þess að stjórnmálin eru búin að breytast alveg rosalega mikið bara frá kosningum. Til að mynda með því að Trump er kominn í Hvíta húsið, öll Grænlands umræðan. För Þorgerðar, áður en þing er komið saman, til Brussel, (þjóðar)atkvæðagreiðsla. Mér finnst eins og það séu búið að gerast alveg ofboðslega mikið,“ segir Lilja í Samtalinu. Myndir þú vilja vera formaður Framsóknarflokksins, muntu bjóða þig fram fyrir næsta flokksþing? „Þú veist alveg hvað stjórnmálamenn segja. Ég útiloka ekkert í þeim efnum,“ segir varaformaðurinn.
Samtalið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira