Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2025 16:02 Enn er verið að leita að fólki í Podomac-ánni. AP/Mark Schiefelbein Herþyrlan sem skall saman við farþegaþotu yfir Washington DC í nótt var á hefðbundnu æfingarflugi þegar slysið varð. Áhöfn hennar var nokkuð reynslumikil en flugmennirnir voru að æfa næturflug og voru búnir nætursjónaukum. Þetta sagði Pete Hegseth, nýr varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í viðtali við Fox News og í myndbandi sem varnarmálaráðuneytið birti á X. AP fréttaveitan hefur eftir aðilum innan hersins að ekki sé vitað með vissu hvort flugmennirnir hafi verið með nætursjónaukana á sér þegar slysið varð. Þar segir hann einnig að búið sé að stöðva flug frá umræddri herstöð í að minnsta kosti tvo sólarhringa á meðan rannsakað er hvernig slysið varð. Hvort þyrlunni hafi verið flogið í réttri hæð og á réttri leið. Update on Guantanamo Bay Operations and @SecDef Hegseth Addresses Tragic Mishap Involving US Army Helicopter pic.twitter.com/80J5djB4oP— Department of Defense 🇺🇸 (@DeptofDefense) January 30, 2025 Hvorki Hegseth né talsmenn ráðuneytisins hafa reynt að útskýra af hverju áhöfn þyrlunnar var við æfingar að kvöldi til við svo stóran flugvöll en það ku vera algengt. Þyrlan var af gerðinni UH-60 Black Hawk og var henni flogið frá Fort Belvoir herstöðinni í Virginíu. Þrír menn voru um borð og eru þeir allir látnir. Farþegaþotan var af gerðinni Bombardier CRJ700. Ekki er talið að einhver af þeim 64 sem voru um borð í þotunni hafi lifað af. Flugvélin fannst í þremur hlutum í ánni og er sömuleiðis búið að finna brak úr þyrlunni. Að minnsta kosti 28 lík hafa fundist. Hér má sýna flugleiðiðr þyrlunnar og þotunnar, sem var í aðflugi að Ronald Reagan flugvellinum.AP Heyra má á upptökum flugumferðarstjóra að innan við þrjátíu sekúndum áður en slysið varð spurði flugumferðarstjóri hvort flugmenn þyrlu sæju flugvélina í aðflugi. Skömmu síðar sagði hann áhöfninni bíða eftir þotunni en ekkert svar barst. Nokkrum sekúndum síðar varð slysið. Bandaríkin Fréttir af flugi Flugslys í Washington-borg Tengdar fréttir Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Fjölmiðlar vestanhafs segja 28 lík hafa verið heimt úr Potomac-ánni, þar sem brak úr flugvélinni og þyrlunni sem lentu saman í gærkvöldi flýtur innan um ís. Yfirvöld hafa ekki staðfest fjölda látinna en ef rétt reynist eru 39 enn í vatninu. 30. janúar 2025 12:43 Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Stjórnvöld í Rússlandi hafa staðfest að Evgenia Shishkova og Vadim Naumov, fyrrverandi heimsmeistarar í listdansi á skautum, hafi verið meðal farþega í flugvélinni sem fórst fyrir utan Washington í gærkvöldi að staðartíma. 30. janúar 2025 09:52 Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Óttast er um örlög farþega og áhafnar flugvélar American Airlines sem féll í Potomac-ána nærri Reagan-alþjóðaflugvellinum fyrir utan Washington-borg eftir árekstur við herþyrlu rétt fyrir klukkan 21 að staðartíma. 30. janúar 2025 06:14 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Þetta sagði Pete Hegseth, nýr varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í viðtali við Fox News og í myndbandi sem varnarmálaráðuneytið birti á X. AP fréttaveitan hefur eftir aðilum innan hersins að ekki sé vitað með vissu hvort flugmennirnir hafi verið með nætursjónaukana á sér þegar slysið varð. Þar segir hann einnig að búið sé að stöðva flug frá umræddri herstöð í að minnsta kosti tvo sólarhringa á meðan rannsakað er hvernig slysið varð. Hvort þyrlunni hafi verið flogið í réttri hæð og á réttri leið. Update on Guantanamo Bay Operations and @SecDef Hegseth Addresses Tragic Mishap Involving US Army Helicopter pic.twitter.com/80J5djB4oP— Department of Defense 🇺🇸 (@DeptofDefense) January 30, 2025 Hvorki Hegseth né talsmenn ráðuneytisins hafa reynt að útskýra af hverju áhöfn þyrlunnar var við æfingar að kvöldi til við svo stóran flugvöll en það ku vera algengt. Þyrlan var af gerðinni UH-60 Black Hawk og var henni flogið frá Fort Belvoir herstöðinni í Virginíu. Þrír menn voru um borð og eru þeir allir látnir. Farþegaþotan var af gerðinni Bombardier CRJ700. Ekki er talið að einhver af þeim 64 sem voru um borð í þotunni hafi lifað af. Flugvélin fannst í þremur hlutum í ánni og er sömuleiðis búið að finna brak úr þyrlunni. Að minnsta kosti 28 lík hafa fundist. Hér má sýna flugleiðiðr þyrlunnar og þotunnar, sem var í aðflugi að Ronald Reagan flugvellinum.AP Heyra má á upptökum flugumferðarstjóra að innan við þrjátíu sekúndum áður en slysið varð spurði flugumferðarstjóri hvort flugmenn þyrlu sæju flugvélina í aðflugi. Skömmu síðar sagði hann áhöfninni bíða eftir þotunni en ekkert svar barst. Nokkrum sekúndum síðar varð slysið.
Bandaríkin Fréttir af flugi Flugslys í Washington-borg Tengdar fréttir Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Fjölmiðlar vestanhafs segja 28 lík hafa verið heimt úr Potomac-ánni, þar sem brak úr flugvélinni og þyrlunni sem lentu saman í gærkvöldi flýtur innan um ís. Yfirvöld hafa ekki staðfest fjölda látinna en ef rétt reynist eru 39 enn í vatninu. 30. janúar 2025 12:43 Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Stjórnvöld í Rússlandi hafa staðfest að Evgenia Shishkova og Vadim Naumov, fyrrverandi heimsmeistarar í listdansi á skautum, hafi verið meðal farþega í flugvélinni sem fórst fyrir utan Washington í gærkvöldi að staðartíma. 30. janúar 2025 09:52 Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Óttast er um örlög farþega og áhafnar flugvélar American Airlines sem féll í Potomac-ána nærri Reagan-alþjóðaflugvellinum fyrir utan Washington-borg eftir árekstur við herþyrlu rétt fyrir klukkan 21 að staðartíma. 30. janúar 2025 06:14 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Fjölmiðlar vestanhafs segja 28 lík hafa verið heimt úr Potomac-ánni, þar sem brak úr flugvélinni og þyrlunni sem lentu saman í gærkvöldi flýtur innan um ís. Yfirvöld hafa ekki staðfest fjölda látinna en ef rétt reynist eru 39 enn í vatninu. 30. janúar 2025 12:43
Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Stjórnvöld í Rússlandi hafa staðfest að Evgenia Shishkova og Vadim Naumov, fyrrverandi heimsmeistarar í listdansi á skautum, hafi verið meðal farþega í flugvélinni sem fórst fyrir utan Washington í gærkvöldi að staðartíma. 30. janúar 2025 09:52
Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Óttast er um örlög farþega og áhafnar flugvélar American Airlines sem féll í Potomac-ána nærri Reagan-alþjóðaflugvellinum fyrir utan Washington-borg eftir árekstur við herþyrlu rétt fyrir klukkan 21 að staðartíma. 30. janúar 2025 06:14