Dagur og lærisveinar hans í úrslit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. janúar 2025 21:51 Dagur er kominn með lið sitt í úrslit. EPA-EFE/ANTONIO BAT Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í Króatíu eru komnir í úrslit HM karla í handbolta eftir frækinn sigur á Frökkum. Króatía skoraði fyrsta mark leiksins og lagði þar með línurnar fyrir það sem var í vændum. Vissulega var leikurinn jafn framan af en eftir að skora fimm mörk gegn einu á fimm mínútna kafla fór staðan úr því að vera 5-4 Króatíu í vil í að vera 10-5 Króatíu í vil. Munurinn var mestur orðinn níu mörk en Frakkar skoruðu síðustu tvö mörk fyrri hálfleiks og gáfu sér örþunnu líflínu fyrir síðari hálfleik leiksins, staðan í hálfleik 18-11 lærisveinum Dags í vil. Frakkar hófu síðari hálfleik af krafti, skoruðu þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn niður í fjögur mörk. Dika Mem gerði hvað hann gat í liði Frakklands.EPA-EFE/ANTONIO BAT Þeim tókst þó ekki að halda áfram að saxa á forystu Króatíu og var munurinn í kringum fjögur eða fimm mörk þangað til stutt var til leiksloka og Frakkland náði að minnka muninn niður í þrjú mörk. Króatía fór hins vegar aldrei á taugum og hélt Frökkunum ávallt í hæfilegri fjarlægð. Fór það svo að Króatía vann þriggja marka sigur, 31-28, og er komið í úrslit. 𝐂𝐑𝐎𝐀𝐓𝐈𝐀 𝐅𝐑𝐎𝐌 𝐀𝐍𝐎𝐓𝐇𝐄𝐑 𝐏𝐋𝐀𝐍𝐄𝐓 🔥🇭🇷 The co-hosts left little to no chance to France — 60 minutes of power hand them the ticket to the #CRODENNOR2025 final 💥#inspiredbyhandball pic.twitter.com/jLFrYOuA2f— International Handball Federation (@ihfhandball) January 30, 2025 Marin Jelinić og Zvonimir Srna voru markahæstir hjá Króatíu með sjö mörk hvor. Hjá Frakklandi var Dika Mem markahæstur með átta mörk. Á morgun kemur í ljós hvort Danmörk - ríkjandi heimsmeistarar - eða Portúgal mæti Króatíu í úrslitum. Handbolti HM karla í handbolta 2025 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Króatía skoraði fyrsta mark leiksins og lagði þar með línurnar fyrir það sem var í vændum. Vissulega var leikurinn jafn framan af en eftir að skora fimm mörk gegn einu á fimm mínútna kafla fór staðan úr því að vera 5-4 Króatíu í vil í að vera 10-5 Króatíu í vil. Munurinn var mestur orðinn níu mörk en Frakkar skoruðu síðustu tvö mörk fyrri hálfleiks og gáfu sér örþunnu líflínu fyrir síðari hálfleik leiksins, staðan í hálfleik 18-11 lærisveinum Dags í vil. Frakkar hófu síðari hálfleik af krafti, skoruðu þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn niður í fjögur mörk. Dika Mem gerði hvað hann gat í liði Frakklands.EPA-EFE/ANTONIO BAT Þeim tókst þó ekki að halda áfram að saxa á forystu Króatíu og var munurinn í kringum fjögur eða fimm mörk þangað til stutt var til leiksloka og Frakkland náði að minnka muninn niður í þrjú mörk. Króatía fór hins vegar aldrei á taugum og hélt Frökkunum ávallt í hæfilegri fjarlægð. Fór það svo að Króatía vann þriggja marka sigur, 31-28, og er komið í úrslit. 𝐂𝐑𝐎𝐀𝐓𝐈𝐀 𝐅𝐑𝐎𝐌 𝐀𝐍𝐎𝐓𝐇𝐄𝐑 𝐏𝐋𝐀𝐍𝐄𝐓 🔥🇭🇷 The co-hosts left little to no chance to France — 60 minutes of power hand them the ticket to the #CRODENNOR2025 final 💥#inspiredbyhandball pic.twitter.com/jLFrYOuA2f— International Handball Federation (@ihfhandball) January 30, 2025 Marin Jelinić og Zvonimir Srna voru markahæstir hjá Króatíu með sjö mörk hvor. Hjá Frakklandi var Dika Mem markahæstur með átta mörk. Á morgun kemur í ljós hvort Danmörk - ríkjandi heimsmeistarar - eða Portúgal mæti Króatíu í úrslitum.
Handbolti HM karla í handbolta 2025 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita