Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Jón Ísak Ragnarsson skrifar 2. febrúar 2025 20:32 Þorgerður segir að utanríkisráðherrar EFTA-ríkjanna, Íslands, Noregs og Liechtenstein, hafi talað saman í vikunni um hvað þyrfti að gera færi Trump í tollastríð við Evrópusambandið. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að sagan sýni að tollastríð séu aldrei af hinu góða og gagnist engum, sérstaklega ekki útflutningsdrifinni þjóð eins og Íslendingum. Hún segir að gott samband okkar við Bandaríkin hafi verið okkur gríðarlega dýrmætt og mikilvægt sé að samskipti þar á milli séu góð. Ekkert bendi enn til þess að Ísland lendi í tollaálögum Trumps. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, undirritaði í gær forsetatilskipun þess efnis að leggja ætti 25 prósenta tollgjöld á vörur frá Kanada og Mexíkó, og tíu prósnt á vörur frá Kína. Tollgjöld á kanadíska orku ættu þó aðeins að vera tíu prósent. Kanada og Mexíkó hyggjast svara í sömu mynt, en Justin Trudeo forsætisráðherra Kanada tilkynnti strax í gær um 25 prósenta tollgjald sem yrði lagt á innfluttar bandarískar vörur. Kanada flytur inn vörur frá Bandaríkjunum fyrir um 155 milljarða dollara á ári. Trump brást við þessu á samfélagsmiðlum í dag, þar sem hann sagði nóg komið af því að ríki eins og Kanada, Mexíkó og Kína féflettu Bandaríkin, eins og þau hefðu gert um áraraðir. Tollarnir kynnu að valda sársauka, en þeir væru vægt gjald að greiða. Loksins væri verið að reka Bandaríkin með skynsamlegum hætti. Skjáskot Tollastríð skaðleg fyrir heimshagkerfið Þorgerður Katrín segir að tollastríð séu aldrei góð, sagan sýni það allt frá kreppunni miklu 1929 - 1939. Þá hafi Bandaríkin farið af stað í mikið tollastríð og aðrar þjóðir hafi svarað í sömu mynt. Nú væri alveg ljóst bæði út frá hagfræði og sagnfræði að það hafi verið skaðlegt fyrir hagkerfi heimsins. „Þannig að þetta eru blikur á lofti, en við Íslendingar áttum okkur líka á því að við þurfum að gera allt til þess að vera ekki í skotlínu milli Bandaríkjanna og Evrópu, og halda uppi öflugri hagsmunagæslu,“ segir hún. Ekkert bendi til þess að Ísland lendi í tollaálögum Þorgerður kveðst hafa talað við Samtök Atvinnulífsins vegna ýmissa mála, og auðvitað hafi fólk áhyggjur af tollastríði. „En ég vil líka undirstrika að það er ekkert ennþá sem bendir til þess að við lendum í þessum tollaálögum sem Trump er að boða, og hann er enn að móta svolítið sína stefnu. Þetta skiptir okkur miklu máli, vöruútflutningur okkar til Bandaríkjanna er 10 prósent. Stór partur af okkar sjávarafurðum fara þangað þannig það eru miklir hagsmunir,“ segir hún. Þá segir Þorgerður að rétt sé að geta þess að vöruskiptajöfnuður milli Íslands og Bandaríkjanna sé Bandaríkjunum í hag. Bandaríkin okkar mesta vinaþjóð Þorgerður segir að Ísland hafi átt gríðarlega dýrmætt samband við Bandaríkin, sem séu að einhverju leyti okkar mesta vinaþjóð, í gegnum viðskipti, þjónustu og vegna öryggis- og varnarmála. „Þess vegna er svo mikilvægt af því við reiðum okkur mjög mikið á Bandaríkin, bæði í gegnum NATO en líka gegnum tvíhliða varnarsamninginn, að okkar samskipti við Bandaríkin séu góð og að við ræktum þau.“ Þá segir hún að við þurfum einnig að vera í mjög góðu talsambandi við til að mynda Evrópusambandið, verði tollum Bandaríkjanna beint að Evrópu. Hún hafi fundað með utanríkisráðherrum EFTA-ríkjanna, Noregs og Liechtenstein, þar sem farið var yfir það hvað þyrfti að gera í þeim aðstæðum. Ertu áhyggjufull yfir stöðunni? „Ég ætla að vera tilbúin, og undirbúin, já það er áhyggjuefni ef við erum að horfa upp á tollastríð. Það gagnast engum, og við erum þjóð sem er útflutningsdrifin, við reiðum okkur á aðgang að opnum frjálsum mörkuðum þannig að það er lykilatriði að þetta fari allt vel.“ Utanríkismál Skattar og tollar Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, undirritaði í gær forsetatilskipun þess efnis að leggja ætti 25 prósenta tollgjöld á vörur frá Kanada og Mexíkó, og tíu prósnt á vörur frá Kína. Tollgjöld á kanadíska orku ættu þó aðeins að vera tíu prósent. Kanada og Mexíkó hyggjast svara í sömu mynt, en Justin Trudeo forsætisráðherra Kanada tilkynnti strax í gær um 25 prósenta tollgjald sem yrði lagt á innfluttar bandarískar vörur. Kanada flytur inn vörur frá Bandaríkjunum fyrir um 155 milljarða dollara á ári. Trump brást við þessu á samfélagsmiðlum í dag, þar sem hann sagði nóg komið af því að ríki eins og Kanada, Mexíkó og Kína féflettu Bandaríkin, eins og þau hefðu gert um áraraðir. Tollarnir kynnu að valda sársauka, en þeir væru vægt gjald að greiða. Loksins væri verið að reka Bandaríkin með skynsamlegum hætti. Skjáskot Tollastríð skaðleg fyrir heimshagkerfið Þorgerður Katrín segir að tollastríð séu aldrei góð, sagan sýni það allt frá kreppunni miklu 1929 - 1939. Þá hafi Bandaríkin farið af stað í mikið tollastríð og aðrar þjóðir hafi svarað í sömu mynt. Nú væri alveg ljóst bæði út frá hagfræði og sagnfræði að það hafi verið skaðlegt fyrir hagkerfi heimsins. „Þannig að þetta eru blikur á lofti, en við Íslendingar áttum okkur líka á því að við þurfum að gera allt til þess að vera ekki í skotlínu milli Bandaríkjanna og Evrópu, og halda uppi öflugri hagsmunagæslu,“ segir hún. Ekkert bendi til þess að Ísland lendi í tollaálögum Þorgerður kveðst hafa talað við Samtök Atvinnulífsins vegna ýmissa mála, og auðvitað hafi fólk áhyggjur af tollastríði. „En ég vil líka undirstrika að það er ekkert ennþá sem bendir til þess að við lendum í þessum tollaálögum sem Trump er að boða, og hann er enn að móta svolítið sína stefnu. Þetta skiptir okkur miklu máli, vöruútflutningur okkar til Bandaríkjanna er 10 prósent. Stór partur af okkar sjávarafurðum fara þangað þannig það eru miklir hagsmunir,“ segir hún. Þá segir Þorgerður að rétt sé að geta þess að vöruskiptajöfnuður milli Íslands og Bandaríkjanna sé Bandaríkjunum í hag. Bandaríkin okkar mesta vinaþjóð Þorgerður segir að Ísland hafi átt gríðarlega dýrmætt samband við Bandaríkin, sem séu að einhverju leyti okkar mesta vinaþjóð, í gegnum viðskipti, þjónustu og vegna öryggis- og varnarmála. „Þess vegna er svo mikilvægt af því við reiðum okkur mjög mikið á Bandaríkin, bæði í gegnum NATO en líka gegnum tvíhliða varnarsamninginn, að okkar samskipti við Bandaríkin séu góð og að við ræktum þau.“ Þá segir hún að við þurfum einnig að vera í mjög góðu talsambandi við til að mynda Evrópusambandið, verði tollum Bandaríkjanna beint að Evrópu. Hún hafi fundað með utanríkisráðherrum EFTA-ríkjanna, Noregs og Liechtenstein, þar sem farið var yfir það hvað þyrfti að gera í þeim aðstæðum. Ertu áhyggjufull yfir stöðunni? „Ég ætla að vera tilbúin, og undirbúin, já það er áhyggjuefni ef við erum að horfa upp á tollastríð. Það gagnast engum, og við erum þjóð sem er útflutningsdrifin, við reiðum okkur á aðgang að opnum frjálsum mörkuðum þannig að það er lykilatriði að þetta fari allt vel.“
Utanríkismál Skattar og tollar Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira