Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Sindri Sverrisson skrifar 3. febrúar 2025 11:45 Robin van Persie tók við Heerenveen í sumar. Getty Robin van Persie var skiljanlega hundóánægður eftir „óhugsandi“ mistök dómara í leik Heerenveen og Fortuna Sittard í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Leikmenn Fortuna náðu í stutta stund undir lok leiks að vera tólf saman á vellinum. Heerenveen var 2-1 yfir þegar komið var fram á 88. mínútu en þá gerði Fortuna tvöfalda skiptingu. Darijo Grujcic og Owen Johnson komu inn á og Ryan Fosso og Jasper Dahlhaus áttu að fara af velli. Hins vegar hætti Dahlhaus við að fara af vellinum og náði að spila í næstum heila mínútu áður en hann var skikkaður til að yfirgefa völlinn. Og mínútu síðar tókst Fortuna að jafna metin upp úr hornspyrnu. Van Persie, sem stýrir Heerenveen, er í sínu fyrsta aðalþjálfarastarfi en hefur upplifað ýmislegt í gegnum árin, til að mynda sem leikmaður Arsenal og Manchester United. Hann kveðst þó aldrei hafa orðið vitni að öðru eins hneyksli og þessu. „Mér fannst það sem gerðist í aðdraganda marksins vera mjög sérstakt. Fortuna Sittard var með 12 menn á vellinum í mínútu áður en þeir fengu þetta innkast. Þetta virðist vera mögulegt án afleiðinga. Maður getur ekki ímyndað sér að svona gerist. Þetta er einfaldlega ekki í lagi,“ sagði Van Persie. „Ég legg það ekki í vana minn að ræða við dómarana og leyfi þeim alltaf að sinna sínu starfi, en þeir geta ekki mátt spila með tólf menn. Það er óhugsandi. Þess vegna sagði ég við fjórða dómarann: „Ættir þú ekki að gera eitthvað í þessu?““ Van Persie var svo spurður hvað hann teldi að ætti að gera í málinu, úr því sem komið er: „Það væri til dæmis hægt að dæma markið ógilt. Það má ekkert spila með tólf menn gegn ellefu. Ég bara skil þetta ekki. Þetta er algjört hneyksli,“ sagði Hollendingurinn. Hollenski boltinn Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Sjá meira
Heerenveen var 2-1 yfir þegar komið var fram á 88. mínútu en þá gerði Fortuna tvöfalda skiptingu. Darijo Grujcic og Owen Johnson komu inn á og Ryan Fosso og Jasper Dahlhaus áttu að fara af velli. Hins vegar hætti Dahlhaus við að fara af vellinum og náði að spila í næstum heila mínútu áður en hann var skikkaður til að yfirgefa völlinn. Og mínútu síðar tókst Fortuna að jafna metin upp úr hornspyrnu. Van Persie, sem stýrir Heerenveen, er í sínu fyrsta aðalþjálfarastarfi en hefur upplifað ýmislegt í gegnum árin, til að mynda sem leikmaður Arsenal og Manchester United. Hann kveðst þó aldrei hafa orðið vitni að öðru eins hneyksli og þessu. „Mér fannst það sem gerðist í aðdraganda marksins vera mjög sérstakt. Fortuna Sittard var með 12 menn á vellinum í mínútu áður en þeir fengu þetta innkast. Þetta virðist vera mögulegt án afleiðinga. Maður getur ekki ímyndað sér að svona gerist. Þetta er einfaldlega ekki í lagi,“ sagði Van Persie. „Ég legg það ekki í vana minn að ræða við dómarana og leyfi þeim alltaf að sinna sínu starfi, en þeir geta ekki mátt spila með tólf menn. Það er óhugsandi. Þess vegna sagði ég við fjórða dómarann: „Ættir þú ekki að gera eitthvað í þessu?““ Van Persie var svo spurður hvað hann teldi að ætti að gera í málinu, úr því sem komið er: „Það væri til dæmis hægt að dæma markið ógilt. Það má ekkert spila með tólf menn gegn ellefu. Ég bara skil þetta ekki. Þetta er algjört hneyksli,“ sagði Hollendingurinn.
Hollenski boltinn Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Sjá meira