Tekur Pavel við Keflavík? Valur Páll Eiríksson skrifar 4. febrúar 2025 13:31 Pavel Ermolinskij stýrði Tindastóli til Íslandsmeistaratitils á þarsíðustu leiktíð. vísir/Diego Karlalið Keflavíkur í körfubolta er í þjálfaraleit eftir að Pétur Ingvarsson sagði starfi sínu lausu í gær. Magnús Þór Gunnarsson stýrir liðinu á fimmtudaginn kemur en félagið leitar þjálfara til að stýra liðinu út leiktíðina. Líkt og greint var frá á Vísi í gær sagði Pétur upp störfum en Keflvíkingar hafa átt í vandræðum á leiktíðinni. Liðið vann hins vegar bikarmeistaratitilinn undir hans stjórn á síðustu leiktíð og tapaði í oddaleik í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Keflvíkingar hafa lagt mikið í liðið í vetur og bættust tveir nýir leikmenn við fyrir lok félagsskiptagluggans á föstudaginn var. Nigel Pruitt kom skömmu fyrir síðasta leik við KR og þreytti frumraun sína í tapi í Vesturbænum og þá samdi Calum Lawson, sem varð Íslandsmeistari með bæði Val og Þór Þorlákshöfn, einnig við liðið. Alls eru átta erlendir leikmenn á mála hjá Keflavíkurliðinu eins og sakir standa en vera kann að einhverjir verði látnir taka poka sinn fyrir vikulok. En hver á að taka við þessu frambærilega liði? Nokkrir kostir eru í stöðunni. Samkvæmt heimildum Vísis er Pavel Ermolinskij efstur á blaði en hann gerði Tindastól að Íslandsmeisturum í hitteðfyrra. Ekki hefur náðst í Pavel í dag en hann hefur starfað sem sérfræðingur Körfuboltakvölds í haust eftir að hafa sagt upp hjá Stólunum á miðri síðustu leiktíð. Pavel Ermolinskij hefur 'gazað' ásamt Helga Má Magnússyni á Stöð 2 Sport í haust.Stöð 2 Sport Magnús Þór, sem stýrir Keflavíkurliðinu á fimmtudag, kemur einnig til greina líkt og Kristján Helgi Jóhannsson, framkvæmdastjóri körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, staðfesti við Vísi í dag. Kristján Helgi vildi ekki staðfesta fleiri nöfn sem væru á blaði en samkvæmt heimildum Vísis gæti Sigurður Ingimundarson einnig verið klár í bátana. Sigurður tók nýverið við kvennaliði félagsins og gæti verið opinn fyrir því að stýra báðum liðum til loka tímabils. Mate Dalmay, fyrrum þjálfari Hauka, er einnig á lausu og þá hefur nafni Teits Örlygssonar verið kastað fram en ólíklegt þykir að Njarðvíkingurinn Teitur sé opinn fyrir því að taka við erkifjendunum. Þeir Pavel, Magnús og Mate eru líklegastir til að taka við. Hvað sem verður er þjálfaraleit Keflvíkinga í það minnsta komin á fullt. Og það skömmu eftir álíka leit hjá kvennaliði félagsins. Líkt og segir að ofan tók Sigurður Ingimundarson við kvennaliðinu, af Friðriki Inga Rúnarssyni. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfubolti Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira
Líkt og greint var frá á Vísi í gær sagði Pétur upp störfum en Keflvíkingar hafa átt í vandræðum á leiktíðinni. Liðið vann hins vegar bikarmeistaratitilinn undir hans stjórn á síðustu leiktíð og tapaði í oddaleik í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Keflvíkingar hafa lagt mikið í liðið í vetur og bættust tveir nýir leikmenn við fyrir lok félagsskiptagluggans á föstudaginn var. Nigel Pruitt kom skömmu fyrir síðasta leik við KR og þreytti frumraun sína í tapi í Vesturbænum og þá samdi Calum Lawson, sem varð Íslandsmeistari með bæði Val og Þór Þorlákshöfn, einnig við liðið. Alls eru átta erlendir leikmenn á mála hjá Keflavíkurliðinu eins og sakir standa en vera kann að einhverjir verði látnir taka poka sinn fyrir vikulok. En hver á að taka við þessu frambærilega liði? Nokkrir kostir eru í stöðunni. Samkvæmt heimildum Vísis er Pavel Ermolinskij efstur á blaði en hann gerði Tindastól að Íslandsmeisturum í hitteðfyrra. Ekki hefur náðst í Pavel í dag en hann hefur starfað sem sérfræðingur Körfuboltakvölds í haust eftir að hafa sagt upp hjá Stólunum á miðri síðustu leiktíð. Pavel Ermolinskij hefur 'gazað' ásamt Helga Má Magnússyni á Stöð 2 Sport í haust.Stöð 2 Sport Magnús Þór, sem stýrir Keflavíkurliðinu á fimmtudag, kemur einnig til greina líkt og Kristján Helgi Jóhannsson, framkvæmdastjóri körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, staðfesti við Vísi í dag. Kristján Helgi vildi ekki staðfesta fleiri nöfn sem væru á blaði en samkvæmt heimildum Vísis gæti Sigurður Ingimundarson einnig verið klár í bátana. Sigurður tók nýverið við kvennaliði félagsins og gæti verið opinn fyrir því að stýra báðum liðum til loka tímabils. Mate Dalmay, fyrrum þjálfari Hauka, er einnig á lausu og þá hefur nafni Teits Örlygssonar verið kastað fram en ólíklegt þykir að Njarðvíkingurinn Teitur sé opinn fyrir því að taka við erkifjendunum. Þeir Pavel, Magnús og Mate eru líklegastir til að taka við. Hvað sem verður er þjálfaraleit Keflvíkinga í það minnsta komin á fullt. Og það skömmu eftir álíka leit hjá kvennaliði félagsins. Líkt og segir að ofan tók Sigurður Ingimundarson við kvennaliðinu, af Friðriki Inga Rúnarssyni.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfubolti Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira