Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Aron Guðmundsson skrifar 4. febrúar 2025 15:44 Kristján Guðmundsson, einn þjálfara Vals tjáir sig um frétt dagsins, þá að Katie Cousins leiki ekki með Val á næsta tímabili. Vísir/Samsett mynd Þjálfarar kvennaliðs Vals í fótbolta vissu allan tímann stöðuna á viðræðum félagsins við Katie Cousins einn allra besta leikmann Vals og Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Samningar náðust ekki milli Vals og Katie sem er á leið í Þrótt Reykjavík. „Samningur Katie rann út í haust þegar að tímabilinu lauk. Svo hafa bara verið í gangi samskipti milli Vals og umboðsmannsins hennar sem endaði með því að það náðist ekki samkomulag um nýjan samning,“ segir Kristján Guðmundsson, einn af tveimur aðalþjálfurum Vals. „Auðvitað er þetta einn besti leikmaður deildarinnar og þjálfararnir vilja alltaf halda sínum bestu leikmönnum en einhvern veginn þróaðist þetta samtal út í það að enda svona. Að hún verður ekki að spila með Val á næsta tímabili.“ Heimildir Vísis frá því fyrr í dag herma að Katie hafi nú skrifað undir samning hjá Bestu deildar liði Þróttar Reykjavíkur sem gildir til næstu tveggja ára. Er ekki einkar sárt að sjá á eftir henni til liðs í sömu deild? „Þetta er bara eins og gengur og gerist í fótboltanum. Leikmenn skipta um lið og hafa sínar forsendur fyrir því líkt og félögin gagnvart þeim leikmönnum sem þau semja við. Kvennaboltinn er að nálgast svolítið annað umhverfi.“ Katie enn allra besti leikmaður Bestu deildarinnar á síðasta tímabili horfin á braut. Það er stórt skarð að fylla? „Já en áttum okkur á því að hún rann út á samningi í haust þegar að mótið var búið og hefur því ekki verið á samningi hjá Val í einhverja mánuði. Það er ekki eins og við séum einhvern veginn að skera hana út úr hópnum núna. En núna endanlega stöðvuðust viðræðurnar milli Vals og hennar. Ef hún er að fara í Þrótt þá hefur hún verið að ræða við að lið á sama tíma. Við þjálfararnir vissum allan tímann hvað væri að gerast í viðræðum Vals og Katie. Við vitum þó ekki nákvæmlega hvernig samskiptin voru, það er bara milli stjórnar og fulltrúa hennar. Við vissum stöðuna allan tímann og fórum alveg yfir það hvernig þetta myndi líta út gagnvart leikmannahópnum og annað.“ Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
„Samningur Katie rann út í haust þegar að tímabilinu lauk. Svo hafa bara verið í gangi samskipti milli Vals og umboðsmannsins hennar sem endaði með því að það náðist ekki samkomulag um nýjan samning,“ segir Kristján Guðmundsson, einn af tveimur aðalþjálfurum Vals. „Auðvitað er þetta einn besti leikmaður deildarinnar og þjálfararnir vilja alltaf halda sínum bestu leikmönnum en einhvern veginn þróaðist þetta samtal út í það að enda svona. Að hún verður ekki að spila með Val á næsta tímabili.“ Heimildir Vísis frá því fyrr í dag herma að Katie hafi nú skrifað undir samning hjá Bestu deildar liði Þróttar Reykjavíkur sem gildir til næstu tveggja ára. Er ekki einkar sárt að sjá á eftir henni til liðs í sömu deild? „Þetta er bara eins og gengur og gerist í fótboltanum. Leikmenn skipta um lið og hafa sínar forsendur fyrir því líkt og félögin gagnvart þeim leikmönnum sem þau semja við. Kvennaboltinn er að nálgast svolítið annað umhverfi.“ Katie enn allra besti leikmaður Bestu deildarinnar á síðasta tímabili horfin á braut. Það er stórt skarð að fylla? „Já en áttum okkur á því að hún rann út á samningi í haust þegar að mótið var búið og hefur því ekki verið á samningi hjá Val í einhverja mánuði. Það er ekki eins og við séum einhvern veginn að skera hana út úr hópnum núna. En núna endanlega stöðvuðust viðræðurnar milli Vals og hennar. Ef hún er að fara í Þrótt þá hefur hún verið að ræða við að lið á sama tíma. Við þjálfararnir vissum allan tímann hvað væri að gerast í viðræðum Vals og Katie. Við vitum þó ekki nákvæmlega hvernig samskiptin voru, það er bara milli stjórnar og fulltrúa hennar. Við vissum stöðuna allan tímann og fórum alveg yfir það hvernig þetta myndi líta út gagnvart leikmannahópnum og annað.“
Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira