Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. febrúar 2025 21:04 Sveinn Waage, sem er framkvæmdastjóri Laufey Welcome Center. Hann segir að sjálfhreinsandi salernin hafi algjörlega slegið í gegn á nýja staðnum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sjálfhreinsandi salerna er það nýjasta í ferðaþjónustu á Suðurlandi en slík salerni vekja alltaf mikla athygli og lukku hjá ferðamönnum en þau eru opinn allan sólarhringinn. Á gatnamótum Suðurlandsvegar og Bakkavegar niður í Landeyjahöfn er risin þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn þar sem hægt er að fá hraðhleðslu á bílinn og þar er líka verslun, veitingastaður og upplýsingamiðstöð, svo ekki sé minnst á sjálfshreinsandi salernin, sem hafa slegið í gegn. „Það er þrifið fyrir hvern og einn kúnna. Hvert klósett er sem sagt með tveimur skálum. Hérna sjáum við aðra þeirra og þegar þú ert búin á klósettinu þá fer þetta svona heilhring bak við og háþrýstiþvottur á allt klósettið og gólfið er þrifið líka þannig að þetta er tandurhreint fyrir hvern og einn kúnna sem kemur,” segir Sveinn Waage, framkvæmdastjóri Laufey Welcome Center og bætir við. „Við höfum fengið mikil viðbrögð og við segjum stundum í laumi að það sem við viljum gera mjög vel, bæði matur inn og út og hérna erum við og hérna erum við vonandi að standa við það. Fólk er mjög ánægt með matinn og það eru allir ánægðir með að komast á hreint klósett”. „Ég er nú ekki búin að prófa þau enn þá en þau virðast vera mjög hátæknileg. Ég veit ekki hvort þetta sé klósett eða Geimskip,” segir Vilhjálmur Goði Friðriksson, fararstjóri hlægjandi. Vilhjálmur Goði Friðriksson, fararstjóri sem áttar sig ekki alveg á því hvort nýju salernin séu klósett eða Geimskip.Magnús Hlynur Hreiðarsson Laufey Welcome Center er ný þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn á gatnamótum Suðurlandsvegar og Bakkavegar niður í Landeyjahöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveinn segir að nýi staðurinn, Laufey Welcome Center hafi fengið mjög góðar móttökur en hann er opinn allan sólarhringinn allt árið um kring. Veitingastaðurinn er opinn á daginn og fram á kvöld en eftir það er honum lokað með sérstöku hliði en sjálfsafgreiðsla er í versluninni alla nóttina. Nýi staðurinn er opinn allan sólarhringinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki hægt að fá eldsneyti á bílinn á nýja staðnum eða hvað? „Þetta er fyrsta kannski bensínlausa bensínstöðin ef það má orða það þannig en við tökum þetta skref og við höfum séð það erlendis hjá Teslu og fleirum að fólk vill frekar kannski hlaða þar sem það getur gert eitthvað meira heldur en bara bíða í bílnum þótt þetta séu orðnir flottir bílar,” segir Sveinn. Ekkert er hægt að fá bensín á nýja staðnum því þar eru eingöngu hraðhleðslustöðvar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýju sjálfhreinsandi salernin vekja alltaf mikla lukku á nýja staðnum enda ekki hægt að fara á hreinni salerni.Aðsend Rangárþing eystra Ferðaþjónusta Ferðalög Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Á gatnamótum Suðurlandsvegar og Bakkavegar niður í Landeyjahöfn er risin þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn þar sem hægt er að fá hraðhleðslu á bílinn og þar er líka verslun, veitingastaður og upplýsingamiðstöð, svo ekki sé minnst á sjálfshreinsandi salernin, sem hafa slegið í gegn. „Það er þrifið fyrir hvern og einn kúnna. Hvert klósett er sem sagt með tveimur skálum. Hérna sjáum við aðra þeirra og þegar þú ert búin á klósettinu þá fer þetta svona heilhring bak við og háþrýstiþvottur á allt klósettið og gólfið er þrifið líka þannig að þetta er tandurhreint fyrir hvern og einn kúnna sem kemur,” segir Sveinn Waage, framkvæmdastjóri Laufey Welcome Center og bætir við. „Við höfum fengið mikil viðbrögð og við segjum stundum í laumi að það sem við viljum gera mjög vel, bæði matur inn og út og hérna erum við og hérna erum við vonandi að standa við það. Fólk er mjög ánægt með matinn og það eru allir ánægðir með að komast á hreint klósett”. „Ég er nú ekki búin að prófa þau enn þá en þau virðast vera mjög hátæknileg. Ég veit ekki hvort þetta sé klósett eða Geimskip,” segir Vilhjálmur Goði Friðriksson, fararstjóri hlægjandi. Vilhjálmur Goði Friðriksson, fararstjóri sem áttar sig ekki alveg á því hvort nýju salernin séu klósett eða Geimskip.Magnús Hlynur Hreiðarsson Laufey Welcome Center er ný þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn á gatnamótum Suðurlandsvegar og Bakkavegar niður í Landeyjahöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveinn segir að nýi staðurinn, Laufey Welcome Center hafi fengið mjög góðar móttökur en hann er opinn allan sólarhringinn allt árið um kring. Veitingastaðurinn er opinn á daginn og fram á kvöld en eftir það er honum lokað með sérstöku hliði en sjálfsafgreiðsla er í versluninni alla nóttina. Nýi staðurinn er opinn allan sólarhringinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki hægt að fá eldsneyti á bílinn á nýja staðnum eða hvað? „Þetta er fyrsta kannski bensínlausa bensínstöðin ef það má orða það þannig en við tökum þetta skref og við höfum séð það erlendis hjá Teslu og fleirum að fólk vill frekar kannski hlaða þar sem það getur gert eitthvað meira heldur en bara bíða í bílnum þótt þetta séu orðnir flottir bílar,” segir Sveinn. Ekkert er hægt að fá bensín á nýja staðnum því þar eru eingöngu hraðhleðslustöðvar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýju sjálfhreinsandi salernin vekja alltaf mikla lukku á nýja staðnum enda ekki hægt að fara á hreinni salerni.Aðsend
Rangárþing eystra Ferðaþjónusta Ferðalög Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira