Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Sindri Sverrisson skrifar 5. febrúar 2025 08:02 Pavel Ermolinskij stýrði Tindastóli til fyrsta Íslandsmeistaratitils félagsins, vorið 2023, en hefur ekki þjálfað lið síðan hann fór í veikindaleyfi í mars í fyrra. vísir/Hulda Margrét Pavel Ermolinskij, GAZmaður og körfuboltasérfræðingur, hefur nú tekið skýrt fram að hann muni ekki taka við liði Keflavíkur í Bónus-deildinni. Keflvíkingar eru í leit að nýjum þjálfara eftir að Pétur Ingvarsson hætti á mánudaginn, og ljóst að þeir renndu hýru auga til Pavels sem á sínum tíma tók við Tindastóli eftir áramót og gerði liðið að Íslandsmeistara nokkrum mánuðum síðar. Ekki náðist í Pavel í gær en hann hefur nú tekið af allan vafa um málið, í nýjasta hlaðvarpsþætti af GAZinu: „Ég verð bara að segja: Ég er ekki að fara að taka við Keflavík. Það birtust fréttir [í gær] og búið að vera mikið kurr í gangi. Ég er ekki að fara að taka við Keflavík og ég er ekki að fara að snúa aftur í körfubolta á næstunni. Það er málið í þessu. Þetta kemur Keflavík ekkert við. Ég er góður þar sem ég er, í þessu sem við erum að gera,“ segir Pavel í spjalli við Helga Má Magnússon en hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. Helgi benti á að Pavel væri einfaldlega upptekinn við annað. Að byggja upp „fjölmiðlasamsteypuna“ GAZið en þeir félagar hafa í vetur verið með hlaðvarpsþátt, upphitunarþátt í sjónvarpi fyrir valinn leik í hverri umferð Bónus-deildarinnar, og svo „gasað“ um þann tiltekna leik í beinni útsendingu. Pavel, sem hætti hjá Tindastóli í fyrra eftir að hafa farið í veikindaleyfi í mars fyrir tæpu ári, kveðst einfaldlega hæstánægður í þessu hlutverki og ekki í leit að þjálfarastarfi: „Ég get talað um körfubolta, myndað mér skoðanir, án þess að þurfa að taka neina ábyrgð eða taka neinar ákvarðanir. Það er rosalega gott líf fyrir mig að lifa akkúrat núna. Komum því frá og vonandi róast þetta þá aðeins í kringum mig, og við getum haldið áfram því sem við erum að gera hérna,“ sagði Pavel. Í þættinum ræða Pavel og Helgi um ýmislegt annað, þar á meðal nýjustu leikmennina í Bónus-deildinni og toppslag Stjörnunnar og Tindastóls, en hægt er að hlusta á þáttinn hér að ofan. Þættina má einnig finna á tal.is eða á öðrum hlaðvarpsveitum. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Sjá meira
Keflvíkingar eru í leit að nýjum þjálfara eftir að Pétur Ingvarsson hætti á mánudaginn, og ljóst að þeir renndu hýru auga til Pavels sem á sínum tíma tók við Tindastóli eftir áramót og gerði liðið að Íslandsmeistara nokkrum mánuðum síðar. Ekki náðist í Pavel í gær en hann hefur nú tekið af allan vafa um málið, í nýjasta hlaðvarpsþætti af GAZinu: „Ég verð bara að segja: Ég er ekki að fara að taka við Keflavík. Það birtust fréttir [í gær] og búið að vera mikið kurr í gangi. Ég er ekki að fara að taka við Keflavík og ég er ekki að fara að snúa aftur í körfubolta á næstunni. Það er málið í þessu. Þetta kemur Keflavík ekkert við. Ég er góður þar sem ég er, í þessu sem við erum að gera,“ segir Pavel í spjalli við Helga Má Magnússon en hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. Helgi benti á að Pavel væri einfaldlega upptekinn við annað. Að byggja upp „fjölmiðlasamsteypuna“ GAZið en þeir félagar hafa í vetur verið með hlaðvarpsþátt, upphitunarþátt í sjónvarpi fyrir valinn leik í hverri umferð Bónus-deildarinnar, og svo „gasað“ um þann tiltekna leik í beinni útsendingu. Pavel, sem hætti hjá Tindastóli í fyrra eftir að hafa farið í veikindaleyfi í mars fyrir tæpu ári, kveðst einfaldlega hæstánægður í þessu hlutverki og ekki í leit að þjálfarastarfi: „Ég get talað um körfubolta, myndað mér skoðanir, án þess að þurfa að taka neina ábyrgð eða taka neinar ákvarðanir. Það er rosalega gott líf fyrir mig að lifa akkúrat núna. Komum því frá og vonandi róast þetta þá aðeins í kringum mig, og við getum haldið áfram því sem við erum að gera hérna,“ sagði Pavel. Í þættinum ræða Pavel og Helgi um ýmislegt annað, þar á meðal nýjustu leikmennina í Bónus-deildinni og toppslag Stjörnunnar og Tindastóls, en hægt er að hlusta á þáttinn hér að ofan. Þættina má einnig finna á tal.is eða á öðrum hlaðvarpsveitum.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Sjá meira