Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2025 10:25 Donald Trump og Benjamín Netanjahú í Washington DC í gær. AP/Alex Brandon Ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að íbúa Gasastrandarinnar verði fluttir eitthvert annað og að Bandaríkin „eignist“ svæðið hafa fallið í grýttan jarðveg, bæði hjá bandamönnum Bandaríkjanna og Trumps sem og öðrum. Trump var á blaðamannafundi með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, í Hvíta húsinu í gær þegar hann lét ummæli falla. Sagði hann að Bandaríkin myndu taka yfir Gasaströndina og gera hana að „Rivíeru Mið-Austurlanda“. Sjá einnig: Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Trump hefur nefnt að flytja alla íbúa Gasa, um 2,3 milljónir þeirra, annað. Hann hefur áður sagt að hann vilji að Egyptaland og Jórdanía taki við þeim en þeirri tillögu hefur þegar verið hafnað af ráðamönnum þar og í öðrum ríkjum Mið-Austurlanda. Hernaður Ísraela gegn Hamas-samtökunum á Gasaströndinni hefur leitt til um 47 þúsund dauðsfalla, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, og gífurlega umfangsmikilla skemmda þar. Sádar fljótir með yfirlýsingu Fljótt eftir þessi nýjustu ummæli Trumps sendu yfirvöld í Sádi-Arabíu, sem Trump hefur átt í góðum samskiptum við, út yfirlýsingu um að hugmynd Trumps kæmi ekki til greina. Ekki væri hægt að reka Palestínumenn á brott eða brjóta á lögmætum réttindum þeirra. Í yfirlýsingunni segir að Sádi-Arabía muni ekki mynda formleg tengsl við Ísrael án stofnunar palestínsks ríkis, samkvæmt frétt Reuters. Bretar, Frakkar og margir aðrir hafa einnig gagnrýnt ummæli Trumps. Í frétt AP fréttaveitunnar er einnig vísað til ummæla frá Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, um að þar á bæ hafi yfirvöld um árabil stutt tveggja ríkja lausn á deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs og það hafi ekki breyst. Riyad Mansour, sem leiðir sendinefnd Palestínumanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sendi út yfirlýsingu í gærkvöldi um að ef senda ætti íbúa Gasastrandarinnar á einhverja „góða staði“ væri réttast að leyfa þeim að snúa aftur til fyrrverandi heimila sinna sem eru nú innan Ísrael. Það væru góðir staðir og þar yrðu þau ánægð og notaði Mansour þar svipuð orð og Trump í gær. “For those who want to send the Palestinian people to a ‘nice place’, allow them to go back to their original homes in what is now Israel…the Palestinian people want to rebuild Gaza because this is where we belong.” pic.twitter.com/T8i7ZwDhLQ— State of Palestine (@Palestine_UN) February 4, 2025 Bandarískir þingmenn hafa einnig gagnrýnt Trump harðlega vegna ummælanna en flestir þeirra eru Demókratar. Hafa þeir látið orð eins og þjóðernishreinsun falla og hefur einni þingmaður lýst ummælum Trump sem slæmum og sjúkum brandara. „Innrás Bandaríkjanna á Gasa myndi leiða til slátrunar þúsunda bandarískra hermanna og áratuga stríðsreksturs í Mið-Austurlöndum,“ sagði Chris Murphy, þingmaður Demókrataflokksins, samkvæmt Washington Post. Þar segir að nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins og aðrir í flokknum hafi lýst yfir stuðningi við hugmyndir Trumps. Þingmaðurinn Josh Brecheen sagði „frið með auknum styrk“ vera að snúa aftur til Bandaríkjanna. Þá sagði Claudia Tenney að Trump ætti skilið friðarverðlaun Nóbels fyrir afrek sín í Mið-Austurlöndum. Marco Rubio, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður og núverandi utanríkisráðherra, sagði að Bandaríkin myndu „gera Gasaströndina fallega aftur“. Bandaríkin Donald Trump Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segir engan vilja búa á Gasa Forsætisráðherra Ísrael heimsækir forseta Bandaríkjanna í dag. Þeir koma til með að ræða vopnahlé milli Ísrael og Gasa á meðan heimsókninni stendur. 4. febrúar 2025 23:50 UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Útlit er fyrir að Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) hætti starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag, eftir að stjórnvöld í Ísrael ákváðu að banna stofnunina innan Ísrael. 30. janúar 2025 06:42 Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Íbúar í norðurhluta Gasa eru farnir að snúa aftur inn á svæðið eftir að samningar náðust milli Ísraelsmanna og Hamas um lausn Arbel Yehoud, eins gíslanna sem enn eru í haldi samtakanna. 27. janúar 2025 06:52 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Sjá meira
Trump var á blaðamannafundi með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, í Hvíta húsinu í gær þegar hann lét ummæli falla. Sagði hann að Bandaríkin myndu taka yfir Gasaströndina og gera hana að „Rivíeru Mið-Austurlanda“. Sjá einnig: Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Trump hefur nefnt að flytja alla íbúa Gasa, um 2,3 milljónir þeirra, annað. Hann hefur áður sagt að hann vilji að Egyptaland og Jórdanía taki við þeim en þeirri tillögu hefur þegar verið hafnað af ráðamönnum þar og í öðrum ríkjum Mið-Austurlanda. Hernaður Ísraela gegn Hamas-samtökunum á Gasaströndinni hefur leitt til um 47 þúsund dauðsfalla, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, og gífurlega umfangsmikilla skemmda þar. Sádar fljótir með yfirlýsingu Fljótt eftir þessi nýjustu ummæli Trumps sendu yfirvöld í Sádi-Arabíu, sem Trump hefur átt í góðum samskiptum við, út yfirlýsingu um að hugmynd Trumps kæmi ekki til greina. Ekki væri hægt að reka Palestínumenn á brott eða brjóta á lögmætum réttindum þeirra. Í yfirlýsingunni segir að Sádi-Arabía muni ekki mynda formleg tengsl við Ísrael án stofnunar palestínsks ríkis, samkvæmt frétt Reuters. Bretar, Frakkar og margir aðrir hafa einnig gagnrýnt ummæli Trumps. Í frétt AP fréttaveitunnar er einnig vísað til ummæla frá Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, um að þar á bæ hafi yfirvöld um árabil stutt tveggja ríkja lausn á deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs og það hafi ekki breyst. Riyad Mansour, sem leiðir sendinefnd Palestínumanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sendi út yfirlýsingu í gærkvöldi um að ef senda ætti íbúa Gasastrandarinnar á einhverja „góða staði“ væri réttast að leyfa þeim að snúa aftur til fyrrverandi heimila sinna sem eru nú innan Ísrael. Það væru góðir staðir og þar yrðu þau ánægð og notaði Mansour þar svipuð orð og Trump í gær. “For those who want to send the Palestinian people to a ‘nice place’, allow them to go back to their original homes in what is now Israel…the Palestinian people want to rebuild Gaza because this is where we belong.” pic.twitter.com/T8i7ZwDhLQ— State of Palestine (@Palestine_UN) February 4, 2025 Bandarískir þingmenn hafa einnig gagnrýnt Trump harðlega vegna ummælanna en flestir þeirra eru Demókratar. Hafa þeir látið orð eins og þjóðernishreinsun falla og hefur einni þingmaður lýst ummælum Trump sem slæmum og sjúkum brandara. „Innrás Bandaríkjanna á Gasa myndi leiða til slátrunar þúsunda bandarískra hermanna og áratuga stríðsreksturs í Mið-Austurlöndum,“ sagði Chris Murphy, þingmaður Demókrataflokksins, samkvæmt Washington Post. Þar segir að nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins og aðrir í flokknum hafi lýst yfir stuðningi við hugmyndir Trumps. Þingmaðurinn Josh Brecheen sagði „frið með auknum styrk“ vera að snúa aftur til Bandaríkjanna. Þá sagði Claudia Tenney að Trump ætti skilið friðarverðlaun Nóbels fyrir afrek sín í Mið-Austurlöndum. Marco Rubio, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður og núverandi utanríkisráðherra, sagði að Bandaríkin myndu „gera Gasaströndina fallega aftur“.
Bandaríkin Donald Trump Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segir engan vilja búa á Gasa Forsætisráðherra Ísrael heimsækir forseta Bandaríkjanna í dag. Þeir koma til með að ræða vopnahlé milli Ísrael og Gasa á meðan heimsókninni stendur. 4. febrúar 2025 23:50 UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Útlit er fyrir að Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) hætti starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag, eftir að stjórnvöld í Ísrael ákváðu að banna stofnunina innan Ísrael. 30. janúar 2025 06:42 Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Íbúar í norðurhluta Gasa eru farnir að snúa aftur inn á svæðið eftir að samningar náðust milli Ísraelsmanna og Hamas um lausn Arbel Yehoud, eins gíslanna sem enn eru í haldi samtakanna. 27. janúar 2025 06:52 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Sjá meira
Segir engan vilja búa á Gasa Forsætisráðherra Ísrael heimsækir forseta Bandaríkjanna í dag. Þeir koma til með að ræða vopnahlé milli Ísrael og Gasa á meðan heimsókninni stendur. 4. febrúar 2025 23:50
UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Útlit er fyrir að Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) hætti starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag, eftir að stjórnvöld í Ísrael ákváðu að banna stofnunina innan Ísrael. 30. janúar 2025 06:42
Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Íbúar í norðurhluta Gasa eru farnir að snúa aftur inn á svæðið eftir að samningar náðust milli Ísraelsmanna og Hamas um lausn Arbel Yehoud, eins gíslanna sem enn eru í haldi samtakanna. 27. janúar 2025 06:52