Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 23:40 Sveinn Rúnar Hauksson hefur oft heimsótt Gasaströndina. Stöð 2 Fyrrverandi formaður Félagsins Íslands-Palestínu segir ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta um að flytja Palestínubúa frá Gasa og byggja þar glæsibaðströnd. Með umdeildum tillögum hafi forsetanum tekist að sameina heim allan. Á sameiginlegum blaðamannafundi Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, og Donald Trumps í gærkvöldi viðraði Trump hugmyndir sínar um að flytja Palestínubúa á brott frá Gasa og byggja þar glæsibaðströnd eða „rivíeru.“ Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Félags Íslands-Palestína segir ekkert eðlilegt við heimsóknina. „Það er ekkert eðlilegt við þetta. Það er ekkert eðlilegt við það að Bandaríkjaforseti hafi sér við hlið stríðsglæpamann sem er eftirlýstur sem hefði raunar átt að vera handtekinn við komuna til New York, en er látinn ganga laus til þess að hann geti heimsótt þingið og forsetann. Það er ekkert eðlilegt við þetta og það er ekkert eðlilegt við þessar tillögur sem eru varla svaraverðar. En af því að þetta er forseti Bandaríkjanna þá verður maður að svara henni, af því að hann hefur völdin,“ sagði Sveinn Rúnar í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sveinn Haukur segir Palestínubúa standa sem einn maður gegn tillögu Trumps. „Það má segja að góða hliðin á þessu er sú að Trump hefur tekist að sameina heiminn allan. Ekki bara Palestínumenn heldur Arabalöndin, löndin í Vestur-Evrópu. Um allan heim heyrast mótmæli við þessum fyrirætlunum sem eru ekkert annað opinskátt að fremja stríðsglæp á fólkinu sem þarna býr. Sem þrátt fyrir allt streymir heim.“ Vopnahlé tók gildi þann 19. janúar og slepptu Hamas fjölda gísla í skiptum fyrir Palestínumenn sem fangelsaðir voru af Ísrael. Hamas á að sleppa 33 gíslum fyrir um tvö þúsund fanga. Einnig var hluti af vopnahléssamkomulaginu að íbúar norðurhluta Gasa fengu að snúa aftur. Að sögn Sveins snúa margir til baka til síns heima. „Það gerir það, sýnir það með verkum sínum og fótum og tali. Ég hef séð mikið af viðtölum við þetta fólk sem er núna að streyma heim. Núna í kjölfar eins hryllilegasta og miskunnarlausasta stríðs gegn börnum og mæðrum sem að heimurinn hefur horft út á. Sem hafði þetta markmið, þetta var útrýmingarherferð, þetta var ekkert stríð gegn Hamas eins og það var kallað. Þetta var stríð gegn Palestínu og sérstaklega börnum,“ segir Sveinn. Erfitt sé að segja hvernig framvinda málsins verður. „Það er erfitt að reikna hana út. Í gær áttu viðræðurnar að hefjast um að halda áfram samningum um vopnahlé, um annað stigið. Þær gerðu það og viðræðurnar byrjuðu og þá kemur hann með þetta í kjölfarið,“ segir Sveinn Rúnar. „Hann lýsir þarna yfir vilja til að eignast þetta rétt eins og Grænland og fleiri lönd í heiminum sem hann vill núna eignast. Mönnum finnst kannski einkennilegt að þurfa taka þessu alvarlega en það þarf að gera það. Þetta kemur núna í kjölfar útrýmingarstyrjaldar sem hafði það að markmiði af hálfu Ísraels að eyða byggð Palestínumanna úr Gasa. Þá voru menn tilbúnir, eins og hann kallar það sjálfur, að byggja upp riveríu á Gasaströndinni.“ Átök í Ísrael og Palestínu Donald Trump Bandaríkin Ísrael Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira
Á sameiginlegum blaðamannafundi Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, og Donald Trumps í gærkvöldi viðraði Trump hugmyndir sínar um að flytja Palestínubúa á brott frá Gasa og byggja þar glæsibaðströnd eða „rivíeru.“ Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Félags Íslands-Palestína segir ekkert eðlilegt við heimsóknina. „Það er ekkert eðlilegt við þetta. Það er ekkert eðlilegt við það að Bandaríkjaforseti hafi sér við hlið stríðsglæpamann sem er eftirlýstur sem hefði raunar átt að vera handtekinn við komuna til New York, en er látinn ganga laus til þess að hann geti heimsótt þingið og forsetann. Það er ekkert eðlilegt við þetta og það er ekkert eðlilegt við þessar tillögur sem eru varla svaraverðar. En af því að þetta er forseti Bandaríkjanna þá verður maður að svara henni, af því að hann hefur völdin,“ sagði Sveinn Rúnar í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sveinn Haukur segir Palestínubúa standa sem einn maður gegn tillögu Trumps. „Það má segja að góða hliðin á þessu er sú að Trump hefur tekist að sameina heiminn allan. Ekki bara Palestínumenn heldur Arabalöndin, löndin í Vestur-Evrópu. Um allan heim heyrast mótmæli við þessum fyrirætlunum sem eru ekkert annað opinskátt að fremja stríðsglæp á fólkinu sem þarna býr. Sem þrátt fyrir allt streymir heim.“ Vopnahlé tók gildi þann 19. janúar og slepptu Hamas fjölda gísla í skiptum fyrir Palestínumenn sem fangelsaðir voru af Ísrael. Hamas á að sleppa 33 gíslum fyrir um tvö þúsund fanga. Einnig var hluti af vopnahléssamkomulaginu að íbúar norðurhluta Gasa fengu að snúa aftur. Að sögn Sveins snúa margir til baka til síns heima. „Það gerir það, sýnir það með verkum sínum og fótum og tali. Ég hef séð mikið af viðtölum við þetta fólk sem er núna að streyma heim. Núna í kjölfar eins hryllilegasta og miskunnarlausasta stríðs gegn börnum og mæðrum sem að heimurinn hefur horft út á. Sem hafði þetta markmið, þetta var útrýmingarherferð, þetta var ekkert stríð gegn Hamas eins og það var kallað. Þetta var stríð gegn Palestínu og sérstaklega börnum,“ segir Sveinn. Erfitt sé að segja hvernig framvinda málsins verður. „Það er erfitt að reikna hana út. Í gær áttu viðræðurnar að hefjast um að halda áfram samningum um vopnahlé, um annað stigið. Þær gerðu það og viðræðurnar byrjuðu og þá kemur hann með þetta í kjölfarið,“ segir Sveinn Rúnar. „Hann lýsir þarna yfir vilja til að eignast þetta rétt eins og Grænland og fleiri lönd í heiminum sem hann vill núna eignast. Mönnum finnst kannski einkennilegt að þurfa taka þessu alvarlega en það þarf að gera það. Þetta kemur núna í kjölfar útrýmingarstyrjaldar sem hafði það að markmiði af hálfu Ísraels að eyða byggð Palestínumanna úr Gasa. Þá voru menn tilbúnir, eins og hann kallar það sjálfur, að byggja upp riveríu á Gasaströndinni.“
Átök í Ísrael og Palestínu Donald Trump Bandaríkin Ísrael Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira