„Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. febrúar 2025 15:39 Trey fékk brak í höfuðið úr sjúkraflugvélinni sem hrapaði til jarðar í Fíladelfíu á föstudag. Hann er nú að jafna sig eftir heilaskurðaðgerð. Facebook/AP Tíu ára drengur sem reyndi að skýla litlu systur sinni þegar sjúkraflugvél hrapaði til jarðar í Fíladelfíu fékk brak í höfuðið og þurfti að fara í heilaskurðaðgerð. Hann er nú að jafna sig, feginn að systir sín hafa sloppið og bíður spenntur eftir Ofurskálinni. Enn er verið að rannsaka flugslysið í Fíladelfíu síðasta föstudag en þar hrapaði sjúkraflugvél Jet Rescue Air Ambulance til jarðar í Rhawnhurst-hverfi með þeim afleiðingum að allir sex um borð létust og einn niðri á jörðinni auk þess sem 24 slösuðust. Einn þeirra sem slasaðist var hinn tíu ára Trey Howard sem var í kleinuhringjarúnt með föður sínum og tveimur systkinum, fjögurra og sjö ára, þegar flugvélin hrapaði til jarðar. „Mér leið eins og í bíómynd, hryllingsmynd,“ sagði Andre Howard Jr, faðir drengsins, í viðtali við fjölmiðla vestanhafs. Honum leið eins og verið væri að skjóta byssukúlum á bílinn. „Þú sérð brennandi bíl, brennandi mann ganga um. Þetta var alveg klikkað,“ sagði hann. Andre segist um leið hafa reynt að bakka bílnum í burtu á meðan Trey skýldi litlu systur sinni. „Ég sný mér við og hann er með málm í höfðinu,“ segir Andre. Til að stöðva blæðinguna notaði Andre sokka og skyrtu gangandi vegfaranda og síðan hafi lögregluþjónn komið þeim með hraði upp á spítalann þar sem Trey fór í aðgerð. Ofurskálin og litla systir komu fyrst upp í hugann Um kvöldið hafi fjölskyldunni verið tjáð að það væru miklar líkur á að drengurinn myndi ekki lifa af. Nú nokkrum dögum síðar er hann hins vegar vaknaður, byrjaður að jafna sig og farinn að tala á fullu. Fyrstu orð hans sneru að Ofurskálinni sem er næsta sunnudag þar sem Kansas City Chiefs spila við Philadelphia Eagles. Trey lengst til hægri með systur sinni og yngri bræðrum. „Hann spurði mig: ,Pabbi, hvaða dagur er í dag?' Ég sagði: ,Mánudagur.' ,Ókei, bíddu. Við spiluðum ekki í gær? ,Nei, þú misstir ekki af Ofurskálinni,“ sagði Andre sem lýsir syni sínum sem forföllnum Eagles-aðdáenda. En Trey var ekki bara að velta fyrir sér boltanum heldur líka litlu systur sinni. „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ hafi verið næsta spurning sem drengurinn bar upp. „Þú sagðir okkur að fara niður. Ég var bara að reyna að hjálpa systur minni... næsta sem gerist er að ég hélt ég hefði dáið,“ segir Andre að Trey hafi sagt við sig á spítalanum. Útherji Eagles hyggst spila fyrir drenginn Uppáhalds körfuboltamaðurinn Trey, Tyrese Maxey hjá Philadelphia 76ers, kom í heimsókn á Barnaspítala Fíladelfíu til að gleðja drenginn. Trey verður væntanlega áfram á spítalanum í einhvern tíma og getur vonandi horft á sína menn keppa á sunnudaginn í Ofurskálinni. A.J. Brown, útherji Philadelphia Eagles, brást við fréttunum af Trey í gær og sagðist ætla að spila sérstaklega fyrir drenginn á sunnudag. Hann myndi síðan koma í heimsókn á spítalann, vonandi með titilinn. Speedy recovery! You are a Hero young man! I’m going to come see you when I get back. Hopefully with some hardware. Playing for you on Sunday my man 💪🏾🫶🏽 https://t.co/pUtf2Zsoh2— AJ BROWN (@1kalwaysopen_) February 5, 2025 Bandaríkin Samgönguslys Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Enn er verið að rannsaka flugslysið í Fíladelfíu síðasta föstudag en þar hrapaði sjúkraflugvél Jet Rescue Air Ambulance til jarðar í Rhawnhurst-hverfi með þeim afleiðingum að allir sex um borð létust og einn niðri á jörðinni auk þess sem 24 slösuðust. Einn þeirra sem slasaðist var hinn tíu ára Trey Howard sem var í kleinuhringjarúnt með föður sínum og tveimur systkinum, fjögurra og sjö ára, þegar flugvélin hrapaði til jarðar. „Mér leið eins og í bíómynd, hryllingsmynd,“ sagði Andre Howard Jr, faðir drengsins, í viðtali við fjölmiðla vestanhafs. Honum leið eins og verið væri að skjóta byssukúlum á bílinn. „Þú sérð brennandi bíl, brennandi mann ganga um. Þetta var alveg klikkað,“ sagði hann. Andre segist um leið hafa reynt að bakka bílnum í burtu á meðan Trey skýldi litlu systur sinni. „Ég sný mér við og hann er með málm í höfðinu,“ segir Andre. Til að stöðva blæðinguna notaði Andre sokka og skyrtu gangandi vegfaranda og síðan hafi lögregluþjónn komið þeim með hraði upp á spítalann þar sem Trey fór í aðgerð. Ofurskálin og litla systir komu fyrst upp í hugann Um kvöldið hafi fjölskyldunni verið tjáð að það væru miklar líkur á að drengurinn myndi ekki lifa af. Nú nokkrum dögum síðar er hann hins vegar vaknaður, byrjaður að jafna sig og farinn að tala á fullu. Fyrstu orð hans sneru að Ofurskálinni sem er næsta sunnudag þar sem Kansas City Chiefs spila við Philadelphia Eagles. Trey lengst til hægri með systur sinni og yngri bræðrum. „Hann spurði mig: ,Pabbi, hvaða dagur er í dag?' Ég sagði: ,Mánudagur.' ,Ókei, bíddu. Við spiluðum ekki í gær? ,Nei, þú misstir ekki af Ofurskálinni,“ sagði Andre sem lýsir syni sínum sem forföllnum Eagles-aðdáenda. En Trey var ekki bara að velta fyrir sér boltanum heldur líka litlu systur sinni. „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ hafi verið næsta spurning sem drengurinn bar upp. „Þú sagðir okkur að fara niður. Ég var bara að reyna að hjálpa systur minni... næsta sem gerist er að ég hélt ég hefði dáið,“ segir Andre að Trey hafi sagt við sig á spítalanum. Útherji Eagles hyggst spila fyrir drenginn Uppáhalds körfuboltamaðurinn Trey, Tyrese Maxey hjá Philadelphia 76ers, kom í heimsókn á Barnaspítala Fíladelfíu til að gleðja drenginn. Trey verður væntanlega áfram á spítalanum í einhvern tíma og getur vonandi horft á sína menn keppa á sunnudaginn í Ofurskálinni. A.J. Brown, útherji Philadelphia Eagles, brást við fréttunum af Trey í gær og sagðist ætla að spila sérstaklega fyrir drenginn á sunnudag. Hann myndi síðan koma í heimsókn á spítalann, vonandi með titilinn. Speedy recovery! You are a Hero young man! I’m going to come see you when I get back. Hopefully with some hardware. Playing for you on Sunday my man 💪🏾🫶🏽 https://t.co/pUtf2Zsoh2— AJ BROWN (@1kalwaysopen_) February 5, 2025
Bandaríkin Samgönguslys Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira