Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2025 08:01 Leikmenn Adana Demirspor gengu allir af velli í Istanbúl í gær til að mótmæla dómgæslunni. Getty Leikmenn Adana Demirspor yfirgáfu völlinn og héldu heimleiðis, samkvæmt skipun, til að mótmæla dómgæslunni í leik gegn Galatasaray í gær í tyrknesku úrvalsdeildinni í fótbolta. Galatasaray komst yfir í leiknum á 12. mínútu þegar Alvaro Morata skoraði úr vítaspyrnu, gegn botnliði Adana Demirspor. Leikurinn hélt svo áfram þar til að þjálfari Adana Demirspor, Mustafa Alper Avci, kallaði á leikmenn sína og eftir stuttar samræður gengu þeir allir af vellinum og til búningsklefa. Dómarinn fór svo af vellinum og í kjölfarið var tilkynnt að leikurinn hefði verið blásinn af. Varaformaður Adana Demirspor, Metin Korkmaz, sagði að ákvörðunin um að yfirgefa völlinn hefði verið til að mótmæla dómgæslunni, og að ákvörðunin hefði verið tekin af forsetanum Murat Sancak, sem í sjónvarpsviðtali daginn fyrir leik sagðist „vona að dómarinn reyni ekki að vera sætur fyrir Galatasaray“. Sancak staðfesti sjálfur að vítaspyrnudómurinn hefði verið aðalástæðan fyrir því að hann sagði leikmönnum að yfirgefa völlinn. Ákvörðunin hefði ekkert haft með lið Galatasaray að gera. „Það voru 99% líkur á því að við myndum tapa í dag hvort sem er,“ sagði Sancak. Það er nú í höndum tyrkneska knattspyrnusambandsins að ákveða hverjar afleiðingarnar verða en Okan Buruk, stjóra Galatasaray, var ekki skemmt: „Mér finnst þetta ekki léttvæg ákvörðun. Þetta stórskaðar tyrkneskan fótbolta. Mér þykir fyrir þessu. Það er alltaf verið að gera eitthvað svona sem lætur tyrkneskan fótbolta líta illa út,“ sagði Buruk. Tyrkneski boltinn Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Sjá meira
Galatasaray komst yfir í leiknum á 12. mínútu þegar Alvaro Morata skoraði úr vítaspyrnu, gegn botnliði Adana Demirspor. Leikurinn hélt svo áfram þar til að þjálfari Adana Demirspor, Mustafa Alper Avci, kallaði á leikmenn sína og eftir stuttar samræður gengu þeir allir af vellinum og til búningsklefa. Dómarinn fór svo af vellinum og í kjölfarið var tilkynnt að leikurinn hefði verið blásinn af. Varaformaður Adana Demirspor, Metin Korkmaz, sagði að ákvörðunin um að yfirgefa völlinn hefði verið til að mótmæla dómgæslunni, og að ákvörðunin hefði verið tekin af forsetanum Murat Sancak, sem í sjónvarpsviðtali daginn fyrir leik sagðist „vona að dómarinn reyni ekki að vera sætur fyrir Galatasaray“. Sancak staðfesti sjálfur að vítaspyrnudómurinn hefði verið aðalástæðan fyrir því að hann sagði leikmönnum að yfirgefa völlinn. Ákvörðunin hefði ekkert haft með lið Galatasaray að gera. „Það voru 99% líkur á því að við myndum tapa í dag hvort sem er,“ sagði Sancak. Það er nú í höndum tyrkneska knattspyrnusambandsins að ákveða hverjar afleiðingarnar verða en Okan Buruk, stjóra Galatasaray, var ekki skemmt: „Mér finnst þetta ekki léttvæg ákvörðun. Þetta stórskaðar tyrkneskan fótbolta. Mér þykir fyrir þessu. Það er alltaf verið að gera eitthvað svona sem lætur tyrkneskan fótbolta líta illa út,“ sagði Buruk.
Tyrkneski boltinn Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Sjá meira