Lærdómar helfararinnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar 10. febrúar 2025 23:00 Þann 27. janúar s.l. var haldinn alþjóðlegur minningardagur um helför nasista gegn gyðingum. Að þessu sinni var tilefnið að áttatíu ár eru liðin frá því að rússneski herinn frelsaði fangana sem eftir lifðu í Auschwitz útrýmingarbúðunum. Fjöldamorðin á gyðingum voru í forgrunni minningadaganna sem voru haldnir í anda kjörorðanna ALDREI AFTUR! Aðal athöfnin var í Auschwitz í Póllandi. Fulltrúar fimmtíu þjóða mættu og einnig fjöldi fólks sem lifði af dvölina í útrýmingarbúðum þýsku nasistanna og voru frelsuð 27. janúar 1945. Á minningarathöfninni voru fluttar ræður þar sem sjónarmið síonista voru allsráðandi. Minning fórnarlamba nasistanna var í raun svívirt með því að segja að fólkið sem andmælir nýrri helför séu gyðingahatarar! Innihald kjörorðanna ALDREI AFTUR! náði ekki til gestanna sem sátu í heiðursstúkunni á minningarathöfninni við Auschwitz. Þar sátu Emmanuel Macron Frakklandsforseti, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Karl Bretakóngur og Steve Witkoff fulltrúi Trumps; fulltúar sömu stjórnvalda sem hafa sent Ísraelsher vopnin til að framkvæma þjóðarmorð - ENN OG AFTUR! Vonin um að þjóðarleiðtogar Vesturlanda hefðu dregið einhver lærdóm af hryllingi helfararinnar dó í innantómu orðagjálfri þeirra um mannréttindi og frelsi. Í sömu viku og minningarathöfnin vegna helfararinnar var haldin í Auschwitz drap her Ísraelsmanna 193 Palestínumenn, særðu 397 og leifar 171 Gazabúa voru grafnar úr rústum heimila sinna í Gazaborg. Ísraelsmenn hafa drepið tugþúsundir Palestínumanna í árasum sem hafa staðið mánuðum saman. Það sem átti aldrei að gerast aftur gerist AFTUR - OG AFTUR! Þjóðernisstefnan Helsti lærdómur helfararinnar 1939 -1945 fyrir mannkynið er hversu þjóðernisstefnan er hættuleg. Þjóðernisstefnan æsir upp í fólki andúð gegn „hinum“ - þjóðernisstefnan hvetur til ofsókna gegn minnihlutahópum og þeim sem ekki falla að staðalímyndum þjóðernishyggjunnar. Þjóðernisstefnan æsir upp ýfingar milli hópa þjóða og þjóðríkja og leiðir iðulega til stríðsátaka. Þeir sem fylgja þjóðernisstefnunni trúa Göbbelskum-lygum Trumps og siðblindra forystumanna stjórnmálaflokka sem boða þjóðernisstefnu. Hugur þeirra fyllist hatri gegn fólki sem passar ekki í „normið“. Trans-fólk, samkynhneigðir, hörundsdökkir, femínistar, margvíslegir minnihlutahópar raska geðró fólks sem aðhyllast hugmyndir um eigið ágæti og réttlæti þess að þeirra líkir ráði ríkjum. Níð og lygar um „woke“, um „góða fólkið“er daglegt brauð, líka hér á landi m.a. á Útvarpi Sögu og í athugasemdadálkum samfélagsmiðla. Þjóðernissinnar leita ætíð að fórnalömbum til að níðast á - áður voru það gyðingar Evrópu, nú eru það þeir sem vilja staðfesta þær framfarir sem orðið hafa við aukin réttindi minnihlutahópa. Gyðingar voru helstu fórnarlömb útrýmingarstefnu þýsku nasistanna og meðreiðarsveina þeirra í ýmsum löndum. En það voru ekki bara gyðingar sem voru drepnir með óhugnalegum ásetningi og skipulagi - samkynhneigðir, Romafólk og fólk með þroskaskerðingu - þessir hópar voru utan hópa „hinna verðugu“ og var því troðið í gasklefana. Það eru alltaf „hinir verðugu“ sem standa á bak við ofsóknirnar og drápin. Upphafning „hins sterka“; hvíta karlmannsins sem hafði mótað heiminn, heim ójafnaðar, kynjamismununar, styrjalda og nýlendukúgunar var og er innihaldið sem birtist í ýmsum formum. Ójöfnuður og yfirráð þeirra sem hafa ráðið er leiðarstefið - og þegar „hinir“ reyna að sækja sín réttindi þá skal horfið til fyrri hátta - MAKE THINGS GREAT AGAIN! Framsókn afturhaldsafla víða um heim, Trump í Bandaríkjunum, Orban í Ungverjalandi, AFD í Þýskalandi, Sverigedemokraterna í Svíþjóð ofl. eru allt dæmi um afturhaldsöflin sem dreymir um fyrra ástand, áður en hinsegin fólk, konur og fatlaðir sem kröfðust réttinda sér til handa komust upp á dekk! Á Íslandi er á kreiki fólk sem er haldið fortíðarþrá, fólk sem er andsnúið réttindabaráttu hópa sem hafa búið við skert réttindi, fólk sem skilur ekki fjölbreytileika mannflórunnar og andmælir fjölmenningunni sem það er þó sjálft hluti af. Þetta er fólkið sem oft gengur andstæðingum frjálslyndis og lýðræðis á hönd og grefur þar með undan eigin réttindum. Í Bandaríkjunum, Ungverjalandi og víðar þar sem þjóðernissinnuð öfl hafa náð völdum er grafið undan réttindum minnihlutahópa, ráðist gegn dómskerfinu, lögreglan hervædd og frelsi fjölmiðla brotið á bak aftur. Þingræðið verður að skrípaleik og allar meginstoðir lýðræðisins eru brotnar niður hægt og bítandi uns ekki verður aftur snúið. Valdataka Trumps og félaga í Bandaríkjunum mun hafa víðtæk áhrif víða um heim á sviði viðskipta, mannréttinda og lýðræðis. Atlaga Bandaríkjastjórnar gegn alþjóðadómstólum mun veikja stöðu smáríkja og valdaminni þjóða. Stjórnvöld, og þar á meðal hin íslensku, verða að skilja hvert stefnir og bregðast við til varnar lýðræðinu og mannréttindum. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Donald Trump Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Þann 27. janúar s.l. var haldinn alþjóðlegur minningardagur um helför nasista gegn gyðingum. Að þessu sinni var tilefnið að áttatíu ár eru liðin frá því að rússneski herinn frelsaði fangana sem eftir lifðu í Auschwitz útrýmingarbúðunum. Fjöldamorðin á gyðingum voru í forgrunni minningadaganna sem voru haldnir í anda kjörorðanna ALDREI AFTUR! Aðal athöfnin var í Auschwitz í Póllandi. Fulltrúar fimmtíu þjóða mættu og einnig fjöldi fólks sem lifði af dvölina í útrýmingarbúðum þýsku nasistanna og voru frelsuð 27. janúar 1945. Á minningarathöfninni voru fluttar ræður þar sem sjónarmið síonista voru allsráðandi. Minning fórnarlamba nasistanna var í raun svívirt með því að segja að fólkið sem andmælir nýrri helför séu gyðingahatarar! Innihald kjörorðanna ALDREI AFTUR! náði ekki til gestanna sem sátu í heiðursstúkunni á minningarathöfninni við Auschwitz. Þar sátu Emmanuel Macron Frakklandsforseti, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Karl Bretakóngur og Steve Witkoff fulltrúi Trumps; fulltúar sömu stjórnvalda sem hafa sent Ísraelsher vopnin til að framkvæma þjóðarmorð - ENN OG AFTUR! Vonin um að þjóðarleiðtogar Vesturlanda hefðu dregið einhver lærdóm af hryllingi helfararinnar dó í innantómu orðagjálfri þeirra um mannréttindi og frelsi. Í sömu viku og minningarathöfnin vegna helfararinnar var haldin í Auschwitz drap her Ísraelsmanna 193 Palestínumenn, særðu 397 og leifar 171 Gazabúa voru grafnar úr rústum heimila sinna í Gazaborg. Ísraelsmenn hafa drepið tugþúsundir Palestínumanna í árasum sem hafa staðið mánuðum saman. Það sem átti aldrei að gerast aftur gerist AFTUR - OG AFTUR! Þjóðernisstefnan Helsti lærdómur helfararinnar 1939 -1945 fyrir mannkynið er hversu þjóðernisstefnan er hættuleg. Þjóðernisstefnan æsir upp í fólki andúð gegn „hinum“ - þjóðernisstefnan hvetur til ofsókna gegn minnihlutahópum og þeim sem ekki falla að staðalímyndum þjóðernishyggjunnar. Þjóðernisstefnan æsir upp ýfingar milli hópa þjóða og þjóðríkja og leiðir iðulega til stríðsátaka. Þeir sem fylgja þjóðernisstefnunni trúa Göbbelskum-lygum Trumps og siðblindra forystumanna stjórnmálaflokka sem boða þjóðernisstefnu. Hugur þeirra fyllist hatri gegn fólki sem passar ekki í „normið“. Trans-fólk, samkynhneigðir, hörundsdökkir, femínistar, margvíslegir minnihlutahópar raska geðró fólks sem aðhyllast hugmyndir um eigið ágæti og réttlæti þess að þeirra líkir ráði ríkjum. Níð og lygar um „woke“, um „góða fólkið“er daglegt brauð, líka hér á landi m.a. á Útvarpi Sögu og í athugasemdadálkum samfélagsmiðla. Þjóðernissinnar leita ætíð að fórnalömbum til að níðast á - áður voru það gyðingar Evrópu, nú eru það þeir sem vilja staðfesta þær framfarir sem orðið hafa við aukin réttindi minnihlutahópa. Gyðingar voru helstu fórnarlömb útrýmingarstefnu þýsku nasistanna og meðreiðarsveina þeirra í ýmsum löndum. En það voru ekki bara gyðingar sem voru drepnir með óhugnalegum ásetningi og skipulagi - samkynhneigðir, Romafólk og fólk með þroskaskerðingu - þessir hópar voru utan hópa „hinna verðugu“ og var því troðið í gasklefana. Það eru alltaf „hinir verðugu“ sem standa á bak við ofsóknirnar og drápin. Upphafning „hins sterka“; hvíta karlmannsins sem hafði mótað heiminn, heim ójafnaðar, kynjamismununar, styrjalda og nýlendukúgunar var og er innihaldið sem birtist í ýmsum formum. Ójöfnuður og yfirráð þeirra sem hafa ráðið er leiðarstefið - og þegar „hinir“ reyna að sækja sín réttindi þá skal horfið til fyrri hátta - MAKE THINGS GREAT AGAIN! Framsókn afturhaldsafla víða um heim, Trump í Bandaríkjunum, Orban í Ungverjalandi, AFD í Þýskalandi, Sverigedemokraterna í Svíþjóð ofl. eru allt dæmi um afturhaldsöflin sem dreymir um fyrra ástand, áður en hinsegin fólk, konur og fatlaðir sem kröfðust réttinda sér til handa komust upp á dekk! Á Íslandi er á kreiki fólk sem er haldið fortíðarþrá, fólk sem er andsnúið réttindabaráttu hópa sem hafa búið við skert réttindi, fólk sem skilur ekki fjölbreytileika mannflórunnar og andmælir fjölmenningunni sem það er þó sjálft hluti af. Þetta er fólkið sem oft gengur andstæðingum frjálslyndis og lýðræðis á hönd og grefur þar með undan eigin réttindum. Í Bandaríkjunum, Ungverjalandi og víðar þar sem þjóðernissinnuð öfl hafa náð völdum er grafið undan réttindum minnihlutahópa, ráðist gegn dómskerfinu, lögreglan hervædd og frelsi fjölmiðla brotið á bak aftur. Þingræðið verður að skrípaleik og allar meginstoðir lýðræðisins eru brotnar niður hægt og bítandi uns ekki verður aftur snúið. Valdataka Trumps og félaga í Bandaríkjunum mun hafa víðtæk áhrif víða um heim á sviði viðskipta, mannréttinda og lýðræðis. Atlaga Bandaríkjastjórnar gegn alþjóðadómstólum mun veikja stöðu smáríkja og valdaminni þjóða. Stjórnvöld, og þar á meðal hin íslensku, verða að skilja hvert stefnir og bregðast við til varnar lýðræðinu og mannréttindum. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun