Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar 13. febrúar 2025 11:32 Ég hef rekið fjölskyldufyrirtæki á Norðurlandi um nokkurt skeið og unnið fjölbreytt störf og þekki því vel þarfir og áskoranir smærri atvinnurekenda og fyrirtækja. Í mínu störfum hef ég oft fengið að kynnast hvernig opinberar ákvarðanir og eftirlitsstofnanir hafa bein áhrif á rekstur fyrirtækja og hve mikilvægt það er að stjórnmálamenn skilji þær áskoranir sem við sem stundum atvinnurekstur og verðmætasköpun, stöndum frammi fyrir á degi hverjum. Skilur áskoranir smærri atvinnurekenda Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að ég styð eindregið Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur sem formann Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur í störfum sínum sem ráðherra og alþingismaður sýnt bæði skilning á þessum áskorunum og lagt raunverulega áherslu á að gera smærri- og meðalstórum fyrirtækjum á landsbyggðinni, og í raun á landinu öllu, hærra undir höfði. Hún hefur unnið ötullega að því að einfalda regluverk og gera opinbera stjórnsýslu skilvirkari, nokkuð sem skiptir okkur atvinnurekendur miklu máli. Hún hefur einnig beitt sér fyrir öflugu stuðnings- og rekstrarumhverfi nýsköpunar, sem ég tel algjört grundvallaratriði til að tryggja samkeppnishæfni og fjölbreytni í íslensku atvinnulífi. Hún hefur lagt sérstaka áherslu á að heimsækja fjölda fyrirtækja um land allt í sinni ráðherratíð, hefur hún sýnt persónulegan áhuga á því sem við erum að fást við og hvatt okkur til þess að beina til sín hugmyndum um það sem betur má fara. Það sem meira er, hún hefur hrint þeim hugmyndum í framkvæmd. Skýr sýn og pólitísk reynsla Áslaug Arna hefur skýra pólitíska sýn og reynslu og er óhrædd við að taka afstöðu og stíga inn í erfið mál. Hún er fulltrúi nýrrar kynslóðar forystufólks sem vill halda í kjarnagildi Sjálfstæðisflokksins, en um leið endurspegla breytta tíma og nýjar áskoranir. Ég er sannfærður um að með hana í forystu mun Sjálfstæðisflokkurinn aftur verða málsvari smærri atvinnurekenda um land allt. Áhersla hennar á frelsi og frumkvæði einstaklingsins og að hið opinbera þvælist ekki fyrir atvinnulífinu með gullhúðuðu og kostnaðarsömu regluverki er samofin djúpum skilningi hennar á sjálfstæðisstefnunni og pólitískri sannfæringu. Hún hefur sýnt að hún er tilbúin að hlusta á ólíkar raddir og koma fram með skýrar og lausnamiðaðar tillögur sem þjóna sjálfstæðum atvinnurekendum allstaðar á landinu. Sem atvinnurekandi treysti ég Áslaugu til að leiða Sjálfstæðisflokkinn með nauðsynlegum krafti nýrra tíma og skýrri framtíðarsýn, til hagsbóta fyrir íslenskt atvinnulíf, samfélag og Sjálfstæðismenn um land allt. Höfundur er atvinnurekandi á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Akureyri Atvinnurekendur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég hef rekið fjölskyldufyrirtæki á Norðurlandi um nokkurt skeið og unnið fjölbreytt störf og þekki því vel þarfir og áskoranir smærri atvinnurekenda og fyrirtækja. Í mínu störfum hef ég oft fengið að kynnast hvernig opinberar ákvarðanir og eftirlitsstofnanir hafa bein áhrif á rekstur fyrirtækja og hve mikilvægt það er að stjórnmálamenn skilji þær áskoranir sem við sem stundum atvinnurekstur og verðmætasköpun, stöndum frammi fyrir á degi hverjum. Skilur áskoranir smærri atvinnurekenda Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að ég styð eindregið Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur sem formann Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur í störfum sínum sem ráðherra og alþingismaður sýnt bæði skilning á þessum áskorunum og lagt raunverulega áherslu á að gera smærri- og meðalstórum fyrirtækjum á landsbyggðinni, og í raun á landinu öllu, hærra undir höfði. Hún hefur unnið ötullega að því að einfalda regluverk og gera opinbera stjórnsýslu skilvirkari, nokkuð sem skiptir okkur atvinnurekendur miklu máli. Hún hefur einnig beitt sér fyrir öflugu stuðnings- og rekstrarumhverfi nýsköpunar, sem ég tel algjört grundvallaratriði til að tryggja samkeppnishæfni og fjölbreytni í íslensku atvinnulífi. Hún hefur lagt sérstaka áherslu á að heimsækja fjölda fyrirtækja um land allt í sinni ráðherratíð, hefur hún sýnt persónulegan áhuga á því sem við erum að fást við og hvatt okkur til þess að beina til sín hugmyndum um það sem betur má fara. Það sem meira er, hún hefur hrint þeim hugmyndum í framkvæmd. Skýr sýn og pólitísk reynsla Áslaug Arna hefur skýra pólitíska sýn og reynslu og er óhrædd við að taka afstöðu og stíga inn í erfið mál. Hún er fulltrúi nýrrar kynslóðar forystufólks sem vill halda í kjarnagildi Sjálfstæðisflokksins, en um leið endurspegla breytta tíma og nýjar áskoranir. Ég er sannfærður um að með hana í forystu mun Sjálfstæðisflokkurinn aftur verða málsvari smærri atvinnurekenda um land allt. Áhersla hennar á frelsi og frumkvæði einstaklingsins og að hið opinbera þvælist ekki fyrir atvinnulífinu með gullhúðuðu og kostnaðarsömu regluverki er samofin djúpum skilningi hennar á sjálfstæðisstefnunni og pólitískri sannfæringu. Hún hefur sýnt að hún er tilbúin að hlusta á ólíkar raddir og koma fram með skýrar og lausnamiðaðar tillögur sem þjóna sjálfstæðum atvinnurekendum allstaðar á landinu. Sem atvinnurekandi treysti ég Áslaugu til að leiða Sjálfstæðisflokkinn með nauðsynlegum krafti nýrra tíma og skýrri framtíðarsýn, til hagsbóta fyrir íslenskt atvinnulíf, samfélag og Sjálfstæðismenn um land allt. Höfundur er atvinnurekandi á Akureyri.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun