Aðstoðarmaður borgarstjóra á hverfisfundi Sjálfstæðismanna Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. febrúar 2025 11:18 Björg Magnúsdóttir hefur verið aðstoðarmaður Einars Þorsteinssonar í rúmt ár. Vísir/Vilhelm Björg Magnúsdóttir, aðstoðarmaður borgarstjóra, mætti á hverfisfund Sjálfstæðismanna í Fossvoginum í fyrradag. Hún segist vera skráð í marga flokka, þar á meðal Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Fundir sem þessi séu góð leið til að hafa áhrif. Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna í Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi fór fram í fyrradag þar sem sætum á landsfund flokksins var úthlutað. Um var að ræða mikinn hitafund þar sem listi stjórnar var felldur á kostnað nýs lista. Fylkingarnar á bak við formannsefnin tvö virðast byrjaðar að smala fólki á fundi vítt og breitt um landið til að ná sem flestum sætum. Annað sem vakti athygli var sú staðreynd að Björg Magnúsdóttir, aðstoðarmaður Einars Þorsteinssonar borgarstjóra, mætti á fundinn og tók þátt í dagskránni. Fréttastofa heyrði hljóðið í Björgu til að spyrjast út í fundinn. Hvað kemur nú til að þú ert þarna? „Það er nú ekkert launungarmál að þarna, á þessum stöðum og á þessu stigi í flokkunum, er hægt að hafa raunveruleg áhrif á lýðræðið. Ég hef tekið þátt hjá mörgum flokkum eins og mjög margir sem hafa áhuga á stjórnmálum og þjóðmálum. Það er ekkert flóknara en það,“ segir Björg. Skráð í „mjög marga flokka“ „Það sáu mig margir þarna þannig þetta er ekkert leyndarmál. Það er gott fólk í mjög mörgum flokkum, líklegast öllum, maður mætir auðvitað til að styðja það. Þannig ég er bara þar,“ segir Björg. Þannig að þú ert skráð í Sjálfstæðisflokkinn? „Ég held ég sé skráð í mjög marga flokka,“ segir hún. „Þetta er góð aðferð til að hafa áhrif.“ Styðurðu annað hvort formannsefnið frekar en hitt? „Mér finnst þetta bara tvær flottar konur og ég ætla ekkert að gefa frekar upp um það,“ segir hún. Björg hefur látið sjá sig á stuðningssamkomum Áslaugar í gegnum tíðina. En þú ert skráð í Framsókn? „Já, ég er það. Ég þekki mjög marga í kringum mig sem eru skráð á mjög mörgum stöðum. Þetta er ekkert dýpra á þessu hjá mér,“ segir Björg. Björg aðstoðar Einar Þorsteinsson sem er oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Mikið var gert úr því fyrir þremur árum að hann hafi verið formaður Týs, félags ungra Sjálfstæðismanna í Kópavogi, fyrir mörgum árum. Þá hefur verið ýjað að því undanfarið að hann hyggist yfirgefa Framsókn fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Skrítin staða hjá borgarstjóranum Einar og Björg eru hins vegar í skrítinni stöðu þessa dagana eftir að Einar sleit meirihlutanum í borginni og það kom í ljós að hann gæti ekki myndað annan meirihluta. Hvað hann verður lengi borgarstjóri ræðst af því hvort og hvenær tekst að mynda nýjan meirihluta. „Það er svolítil biðstaða, það eru ekkert margar undirritanir á svona dögum þegar það er búið að kippa hlutum svona úr sambandi,“ segir Björg. Hann sinnir áfram einhverjum verkefnum? „Þessum daglegu verkefnum sem er auðvitað fjölmörg. En það er kannski beðið með stór mál meðan staðan er svona af því það er auðvitað ekki starfandi meirihluti þó hann sé starfandi borgarstjóri og embættismaður sem slíkur,“ segir hún „Ég er auðvitað fylgitungl hans þannig að við erum bara í okkar daglegu verkefnum en þetta er auðvitað svolítið skrítið allt saman.“ Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Björg ráðin aðstoðarmaður verðandi borgarstjóra Björg Magnúsdóttir, sjónvarpskona, hefur verið ráðin sem aðstoðarmaður Einars Þorsteinssonar, verðandi borgarstjóra. Björg hefur verið starfsmaður hjá Ríkisútvarpinu undanfarin tólf ár. 5. janúar 2024 22:07 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna í Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi fór fram í fyrradag þar sem sætum á landsfund flokksins var úthlutað. Um var að ræða mikinn hitafund þar sem listi stjórnar var felldur á kostnað nýs lista. Fylkingarnar á bak við formannsefnin tvö virðast byrjaðar að smala fólki á fundi vítt og breitt um landið til að ná sem flestum sætum. Annað sem vakti athygli var sú staðreynd að Björg Magnúsdóttir, aðstoðarmaður Einars Þorsteinssonar borgarstjóra, mætti á fundinn og tók þátt í dagskránni. Fréttastofa heyrði hljóðið í Björgu til að spyrjast út í fundinn. Hvað kemur nú til að þú ert þarna? „Það er nú ekkert launungarmál að þarna, á þessum stöðum og á þessu stigi í flokkunum, er hægt að hafa raunveruleg áhrif á lýðræðið. Ég hef tekið þátt hjá mörgum flokkum eins og mjög margir sem hafa áhuga á stjórnmálum og þjóðmálum. Það er ekkert flóknara en það,“ segir Björg. Skráð í „mjög marga flokka“ „Það sáu mig margir þarna þannig þetta er ekkert leyndarmál. Það er gott fólk í mjög mörgum flokkum, líklegast öllum, maður mætir auðvitað til að styðja það. Þannig ég er bara þar,“ segir Björg. Þannig að þú ert skráð í Sjálfstæðisflokkinn? „Ég held ég sé skráð í mjög marga flokka,“ segir hún. „Þetta er góð aðferð til að hafa áhrif.“ Styðurðu annað hvort formannsefnið frekar en hitt? „Mér finnst þetta bara tvær flottar konur og ég ætla ekkert að gefa frekar upp um það,“ segir hún. Björg hefur látið sjá sig á stuðningssamkomum Áslaugar í gegnum tíðina. En þú ert skráð í Framsókn? „Já, ég er það. Ég þekki mjög marga í kringum mig sem eru skráð á mjög mörgum stöðum. Þetta er ekkert dýpra á þessu hjá mér,“ segir Björg. Björg aðstoðar Einar Þorsteinsson sem er oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Mikið var gert úr því fyrir þremur árum að hann hafi verið formaður Týs, félags ungra Sjálfstæðismanna í Kópavogi, fyrir mörgum árum. Þá hefur verið ýjað að því undanfarið að hann hyggist yfirgefa Framsókn fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Skrítin staða hjá borgarstjóranum Einar og Björg eru hins vegar í skrítinni stöðu þessa dagana eftir að Einar sleit meirihlutanum í borginni og það kom í ljós að hann gæti ekki myndað annan meirihluta. Hvað hann verður lengi borgarstjóri ræðst af því hvort og hvenær tekst að mynda nýjan meirihluta. „Það er svolítil biðstaða, það eru ekkert margar undirritanir á svona dögum þegar það er búið að kippa hlutum svona úr sambandi,“ segir Björg. Hann sinnir áfram einhverjum verkefnum? „Þessum daglegu verkefnum sem er auðvitað fjölmörg. En það er kannski beðið með stór mál meðan staðan er svona af því það er auðvitað ekki starfandi meirihluti þó hann sé starfandi borgarstjóri og embættismaður sem slíkur,“ segir hún „Ég er auðvitað fylgitungl hans þannig að við erum bara í okkar daglegu verkefnum en þetta er auðvitað svolítið skrítið allt saman.“
Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Björg ráðin aðstoðarmaður verðandi borgarstjóra Björg Magnúsdóttir, sjónvarpskona, hefur verið ráðin sem aðstoðarmaður Einars Þorsteinssonar, verðandi borgarstjóra. Björg hefur verið starfsmaður hjá Ríkisútvarpinu undanfarin tólf ár. 5. janúar 2024 22:07 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Björg ráðin aðstoðarmaður verðandi borgarstjóra Björg Magnúsdóttir, sjónvarpskona, hefur verið ráðin sem aðstoðarmaður Einars Þorsteinssonar, verðandi borgarstjóra. Björg hefur verið starfsmaður hjá Ríkisútvarpinu undanfarin tólf ár. 5. janúar 2024 22:07