Ragnar Þór leiðir aðgerðahóp Ingu Árni Sæberg skrifar 17. febrúar 2025 11:14 Ragnar Þór Ingólfsson er þingmaður Flokks fólksins. Fyrir það var hann formaður VR og beitti sér talsvert í húsnæðismálum. Vísir/Vilhelm Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur skipað aðgerðahóp um bráðaaðgerðir í húsnæðismálum og úrbætur til lengri tíma. Í hópnum sitja þrír þingmenn, einn úr hverjum stjórnarflokki, auk fulltrúa frá ráðuneytinu og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands segir að aðgerðahópurinn sé svo skipaður: Ragnar Þór Ingólfsson, þingmaður Flokks fólksins, formaður Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar Lísa Margrét Sigurðardóttir, lögfræðingur í félags- og húsnæðismálaráðuneytinu Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar Kortleggja áskoranir Þá segir að að hlutverk aðgerðahópsins sé fyrst og fremst að kortleggja áskoranir í húsnæðismálum og leggja fram tillögur að aðgerðum. Markmiðið sé að landsmenn búi við húsnæðisöryggi og jafnrétti í húsnæðismálum og að skapa jafnvægi á húsnæðismarkaði. „Við boðuðum bráðaaðgerðir í húsnæðismálum í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar enda þolir ástandið á húsnæðismarkaði enga bið. Að sama skapi er mjög mikilvægt að aðgerðahópurinn horfi fram á veginn og leggi fram tillögur að aðgerðum og kerfisbreytingum til lengri tíma til að koma á heilbrigðari húsnæðismarkaði. Við ætlum okkur að ráðast í þjóðarátak í húsnæðisuppbyggingu þar sem áhersla verður lögð á að fjölga íbúðum með viðráðanlegum húsnæðiskostnaði og auka húsnæðisöryggi fólks,“ er haft eftir Ingu. Fá ekki krónu fyrir Vinna hópsins grundvallist á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins svo og fyrirliggjandi aðgerðaáætlun húsnæðisstefnu sem samþykkt hafi verið á Alþingi síðastliðið sumar. Hún sé einnig liður í endurskoðun húsnæðisstefnu og eftirfylgni með skuldbindingum stjórnvalda til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði í febrúar 2024. Loks segir að ekki sé greitt fyrir setu í hópnum. Húsnæðismál Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Efnahagsmál Fasteignamarkaður Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands segir að aðgerðahópurinn sé svo skipaður: Ragnar Þór Ingólfsson, þingmaður Flokks fólksins, formaður Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar Lísa Margrét Sigurðardóttir, lögfræðingur í félags- og húsnæðismálaráðuneytinu Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar Kortleggja áskoranir Þá segir að að hlutverk aðgerðahópsins sé fyrst og fremst að kortleggja áskoranir í húsnæðismálum og leggja fram tillögur að aðgerðum. Markmiðið sé að landsmenn búi við húsnæðisöryggi og jafnrétti í húsnæðismálum og að skapa jafnvægi á húsnæðismarkaði. „Við boðuðum bráðaaðgerðir í húsnæðismálum í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar enda þolir ástandið á húsnæðismarkaði enga bið. Að sama skapi er mjög mikilvægt að aðgerðahópurinn horfi fram á veginn og leggi fram tillögur að aðgerðum og kerfisbreytingum til lengri tíma til að koma á heilbrigðari húsnæðismarkaði. Við ætlum okkur að ráðast í þjóðarátak í húsnæðisuppbyggingu þar sem áhersla verður lögð á að fjölga íbúðum með viðráðanlegum húsnæðiskostnaði og auka húsnæðisöryggi fólks,“ er haft eftir Ingu. Fá ekki krónu fyrir Vinna hópsins grundvallist á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins svo og fyrirliggjandi aðgerðaáætlun húsnæðisstefnu sem samþykkt hafi verið á Alþingi síðastliðið sumar. Hún sé einnig liður í endurskoðun húsnæðisstefnu og eftirfylgni með skuldbindingum stjórnvalda til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði í febrúar 2024. Loks segir að ekki sé greitt fyrir setu í hópnum.
Húsnæðismál Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Efnahagsmál Fasteignamarkaður Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira