Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2025 11:28 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi borgarstjóri og utanríkisráðherra segir hafa verið sérkennilega ákvörðun Vinstri grænna að fara í annað kjörtímabil í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Vísir/Einar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi borgarstjóri, utanríkisráðherra og einn stofnenda Kvennalistans telur lítið hafa áunnist gegn kynbundnu ofbeldi á Íslandi. Taka þurfi til í réttarkerfinu. Hún segir setningu Brynjars Níelssonar í embætti héraðsdómara vera áhyggjuefni. Ingibjörg Sólrún var til viðtals í hlaðvarpinu Hjónvarpið þar sem hún fór yfir tíma sinn í borgarstjórn í valdatíð Sjálfstæðisflokksins og Davíðs Oddssonar, galdurinn á bakvið árangur Kvennalistans, stöðu jafnréttismála í dag og mikilvægan lærdóm sem nauðsynlegt sé að draga af fráfalli femínsiku baráttukonunnar Ólafar Töru Harðardóttur. Nauðsynlegt að halda betur utan um baráttukonur „Fráfall Ólafar á að vera okkur mikil áminning um tvennt. Annars vegar að við þurfum að halda mikið betur utan um fólk sem er í þessari baráttu [gegn ofbeldi] og hins vegar að við þurfum sannarlega að taka til í réttarkerfinu.“ segir Ingibjörg Sólrún og tekur fram að konur megi aldrei upplifa sig einar og berskjaldaðar. Ingibjörg Sólrún gefur lítið fyrir gagnrýnisraddir karla um áhugaleysi kvenna á málefnum drengja í skólakerfinu eða ofbeldi gegn körlum. Nefnir hún í því samhengi dæmi um orðræðu í kjölfar MeToo frásagna kvenna. „Þegar konur taka afgerandi skref í ákveðnum málum, eins og MeToo, þá koma gjarnan fram einhverjir karlar og segja hvað með okkur? Hvað með ykkur? Af hverju gerið þið það ekki, elsku karlar? Af hverju ætlist þið til að við konurnar leiðum þessa baráttu líka? Hvar er ykkar forysta í þessum málum?“ Dónaskapurinn meiri í dag en á tímum Kvennalistans Aðspurð hvort það hafi ekki verið hryllilegt að vera femínísk kona í valdatíð Sjálfstæðisflokksins á áttunda áratugnum, segist Ingibjörg Sólrún telja að orðræðan í dag sé jafnvel verri en þá. „Að mörgu leyti var orðræðan málefnalegri í pólitískri umræðu þegar ég var í Kvennalistanum. Við fengum ekki svona orðfærði yfir okkur. Ég ætla ekki einu sinni að taka það upp í mig. Bara ruddaskapur, dónaskapur og ljótleiki sem mér finnst bylja á fólki í dag.“ Segir hún að menn hafi ekki leyft sér slíkan groddaskap í þá daga þrátt fyrir að samfélagið hafi verið allt annað. Ingibjörg Sólrún segir samt sem áður að þrátt fyrir alvarleikann og alvöruna í baráttu gegn ofbeldi þá verði að halda í léttleikann. Setning Brynjars áhyggjuefni Þorsteinn V. Einarsson hlaðvarpsstjórnandi er þungt hugsi yfir nýlegu hlutverki Brynjars Níelssonar fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins sem héraðsdómara. Brynjar hefur ekki verið þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum en tilkynnti við tíðindin af vistaskiptunum um sjálfskipað frí frá samfélagsmiðlum þar sem Brynjar hefur gjarnan stungið niður penna, meðal annars í umræðu um femínisma og jafnréttismál. „Er þetta eðlilegt? Getur hver sem er farið þarna inn?“ spurði Þorsteinn sem óhætt sé að segja að sé ekki skoðanabróðir Brynjars sem er lögfræðingur en skipan hans sem dómari er tímabundin. „Þetta er áhyggjuefni því Brynjar [Níelsson] hefur verið að tjá sig með hætti í gegnum tíðina sem manni finnst heldur ógeðfellt oft á tíðum.“ segir Ingibjörg Sólrún. Hún lagði þó áherslu á að hún hefði ekki kynnt sér skipan Brynjars og væri ekki vel inni í því máli. Hún segir að lítið hafi áunnist gagnvart kynbundnu ofbeldi og að taka þurfi til hendinni í réttarkerfinu. „Það þarf sannarlega að taka til í réttarkerfinu og ég ætla að trúa því og treysta að þrátt fyrir þessa skipun dómara þá sé sá dómsmálaráðherra sem við erum með núna mjög vel treystandi til að gera það og stíga þar ákveðin skref.“ Líst ekki á blikuna austan og vestan hafs Ingibjörg Sólrún var utanríkisráðherra á árunum í kringum efnahagshrunið og hefur auk þess starfað fyrir UN Women í Afghanistan og sem yfirmaður lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu (OSCE). Hún hefur því fylgst náið með alþjóðamálum og telur blikur á lofti, þar sem Trump sé orðinn forseti og íhaldssöm öfl komist til valda víða um veröld. „Þessir menn eru með mjög spillt hugarfar, þeir eru truflaðir af þessu og það brýst fram í þeim mjög andstyggileg karlmennska. Þetta eru karlar um allan heim að horfa á og samsama sig jafnvel í þessu, sem er mikið áhyggjuefni.“ Hún segir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra þurfa tíma til að fóta sig í nýju embætti. Nægar séu áskoranir. Dómstólar Jafnréttismál Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Fleiri fréttir Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Sjá meira
Ingibjörg Sólrún var til viðtals í hlaðvarpinu Hjónvarpið þar sem hún fór yfir tíma sinn í borgarstjórn í valdatíð Sjálfstæðisflokksins og Davíðs Oddssonar, galdurinn á bakvið árangur Kvennalistans, stöðu jafnréttismála í dag og mikilvægan lærdóm sem nauðsynlegt sé að draga af fráfalli femínsiku baráttukonunnar Ólafar Töru Harðardóttur. Nauðsynlegt að halda betur utan um baráttukonur „Fráfall Ólafar á að vera okkur mikil áminning um tvennt. Annars vegar að við þurfum að halda mikið betur utan um fólk sem er í þessari baráttu [gegn ofbeldi] og hins vegar að við þurfum sannarlega að taka til í réttarkerfinu.“ segir Ingibjörg Sólrún og tekur fram að konur megi aldrei upplifa sig einar og berskjaldaðar. Ingibjörg Sólrún gefur lítið fyrir gagnrýnisraddir karla um áhugaleysi kvenna á málefnum drengja í skólakerfinu eða ofbeldi gegn körlum. Nefnir hún í því samhengi dæmi um orðræðu í kjölfar MeToo frásagna kvenna. „Þegar konur taka afgerandi skref í ákveðnum málum, eins og MeToo, þá koma gjarnan fram einhverjir karlar og segja hvað með okkur? Hvað með ykkur? Af hverju gerið þið það ekki, elsku karlar? Af hverju ætlist þið til að við konurnar leiðum þessa baráttu líka? Hvar er ykkar forysta í þessum málum?“ Dónaskapurinn meiri í dag en á tímum Kvennalistans Aðspurð hvort það hafi ekki verið hryllilegt að vera femínísk kona í valdatíð Sjálfstæðisflokksins á áttunda áratugnum, segist Ingibjörg Sólrún telja að orðræðan í dag sé jafnvel verri en þá. „Að mörgu leyti var orðræðan málefnalegri í pólitískri umræðu þegar ég var í Kvennalistanum. Við fengum ekki svona orðfærði yfir okkur. Ég ætla ekki einu sinni að taka það upp í mig. Bara ruddaskapur, dónaskapur og ljótleiki sem mér finnst bylja á fólki í dag.“ Segir hún að menn hafi ekki leyft sér slíkan groddaskap í þá daga þrátt fyrir að samfélagið hafi verið allt annað. Ingibjörg Sólrún segir samt sem áður að þrátt fyrir alvarleikann og alvöruna í baráttu gegn ofbeldi þá verði að halda í léttleikann. Setning Brynjars áhyggjuefni Þorsteinn V. Einarsson hlaðvarpsstjórnandi er þungt hugsi yfir nýlegu hlutverki Brynjars Níelssonar fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins sem héraðsdómara. Brynjar hefur ekki verið þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum en tilkynnti við tíðindin af vistaskiptunum um sjálfskipað frí frá samfélagsmiðlum þar sem Brynjar hefur gjarnan stungið niður penna, meðal annars í umræðu um femínisma og jafnréttismál. „Er þetta eðlilegt? Getur hver sem er farið þarna inn?“ spurði Þorsteinn sem óhætt sé að segja að sé ekki skoðanabróðir Brynjars sem er lögfræðingur en skipan hans sem dómari er tímabundin. „Þetta er áhyggjuefni því Brynjar [Níelsson] hefur verið að tjá sig með hætti í gegnum tíðina sem manni finnst heldur ógeðfellt oft á tíðum.“ segir Ingibjörg Sólrún. Hún lagði þó áherslu á að hún hefði ekki kynnt sér skipan Brynjars og væri ekki vel inni í því máli. Hún segir að lítið hafi áunnist gagnvart kynbundnu ofbeldi og að taka þurfi til hendinni í réttarkerfinu. „Það þarf sannarlega að taka til í réttarkerfinu og ég ætla að trúa því og treysta að þrátt fyrir þessa skipun dómara þá sé sá dómsmálaráðherra sem við erum með núna mjög vel treystandi til að gera það og stíga þar ákveðin skref.“ Líst ekki á blikuna austan og vestan hafs Ingibjörg Sólrún var utanríkisráðherra á árunum í kringum efnahagshrunið og hefur auk þess starfað fyrir UN Women í Afghanistan og sem yfirmaður lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu (OSCE). Hún hefur því fylgst náið með alþjóðamálum og telur blikur á lofti, þar sem Trump sé orðinn forseti og íhaldssöm öfl komist til valda víða um veröld. „Þessir menn eru með mjög spillt hugarfar, þeir eru truflaðir af þessu og það brýst fram í þeim mjög andstyggileg karlmennska. Þetta eru karlar um allan heim að horfa á og samsama sig jafnvel í þessu, sem er mikið áhyggjuefni.“ Hún segir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra þurfa tíma til að fóta sig í nýju embætti. Nægar séu áskoranir.
Dómstólar Jafnréttismál Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Fleiri fréttir Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent