Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2025 07:31 Antony fagnar marki með Marc Roca, liðsfélaga sínum hjá Real Betis. Antony hefur haft næga ástæðu til að brosa að undanförnu. Getty/Joaquin Corchero Endurkoma fótboltatímabilsins í Evrópu gæti mögulega verið tilfærsla brasilíska knattspyrnumannsins Antony frá Manchester United til spænska félagsins Real Betis. Antony var lánaður frá United eftir að hafa verið kominn út kuldann á Old Trafford en hann hefur mátt þola miskunnarlausa gagnrýni frá stuðningsmönnum félagsins. Þessi skipti hafa kallað fram nýjan leikmann. Antony hefur verið valinn maður leiksins í síðustu þremur leikjum liðsins og hefur skorað fleiri mörk einn í febrúar en allt Manchester United liðið til samans. Hann skoraði í þriðja leiknum í röð í 3-0 sigri á Real Sociedad um síðustu helgi. „Það var mjög mikilvægt fyrir mig að byrja vel. Ég fann sjálfan mig aftur. Þegar við erum ánægðir þá mætum við ánægðir í vinnuna. Þá koma hlutirnir náttúrulega til þín,“ sagði Antony við RTV Betis. „Ég vakna brosandi á hverjum morgni og ég fer að sofa brosandi. Það er það mikilvægasta í mínum augum,“ sagði Antony. „Ég fékk lítið að spila hjá United en lagði mikið á mig á hverjum degi. Ég er þakklátur fyrir tíma minn í Manchester og þar átti ég erfiða tíma en líka góða,“ sagði Antony. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) „Ég vann tvo titla með United [Enski bikarinn 2024, enski deildbikarinn 2023] og ég er ánægður með það. Þegar ég segi að ég hafi fundið mig hér þá snýst það allt um að vera hamingjusamur,“ sagði Antony.„Ég varð að vera aftur ánægður með sjálfan mig og það er eins og við séum aftur komin til Brasilíu. Sólin hjálpar mikið til og hún skín meira hér. Ég er mjög ánægður hér,“ sagði Antony. Antony er ekki hættur og segir að það sé von á meiru. „Þetta hefur verið mjög gott en ég ætla mér meira. Ég er mjög sáttur með að hafa verið kosinn maður leiksins í síðustu þremur leikjum en eins og ég hef sagt áður þá er gengi liðsins það mikilvægasta. Ef liðið er að vinna þá eru allir ánægðir,“ sagði Antony. Antony mætir Andra Lucas Guðjohnsen og félögum í Gent í Sambandsdeildinni í kvöld en spænska liðið er 3-0 yfir eftir fyrri leikinn og því í frábærri stöðu. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Spænski boltinn Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
Antony var lánaður frá United eftir að hafa verið kominn út kuldann á Old Trafford en hann hefur mátt þola miskunnarlausa gagnrýni frá stuðningsmönnum félagsins. Þessi skipti hafa kallað fram nýjan leikmann. Antony hefur verið valinn maður leiksins í síðustu þremur leikjum liðsins og hefur skorað fleiri mörk einn í febrúar en allt Manchester United liðið til samans. Hann skoraði í þriðja leiknum í röð í 3-0 sigri á Real Sociedad um síðustu helgi. „Það var mjög mikilvægt fyrir mig að byrja vel. Ég fann sjálfan mig aftur. Þegar við erum ánægðir þá mætum við ánægðir í vinnuna. Þá koma hlutirnir náttúrulega til þín,“ sagði Antony við RTV Betis. „Ég vakna brosandi á hverjum morgni og ég fer að sofa brosandi. Það er það mikilvægasta í mínum augum,“ sagði Antony. „Ég fékk lítið að spila hjá United en lagði mikið á mig á hverjum degi. Ég er þakklátur fyrir tíma minn í Manchester og þar átti ég erfiða tíma en líka góða,“ sagði Antony. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) „Ég vann tvo titla með United [Enski bikarinn 2024, enski deildbikarinn 2023] og ég er ánægður með það. Þegar ég segi að ég hafi fundið mig hér þá snýst það allt um að vera hamingjusamur,“ sagði Antony.„Ég varð að vera aftur ánægður með sjálfan mig og það er eins og við séum aftur komin til Brasilíu. Sólin hjálpar mikið til og hún skín meira hér. Ég er mjög ánægður hér,“ sagði Antony. Antony er ekki hættur og segir að það sé von á meiru. „Þetta hefur verið mjög gott en ég ætla mér meira. Ég er mjög sáttur með að hafa verið kosinn maður leiksins í síðustu þremur leikjum en eins og ég hef sagt áður þá er gengi liðsins það mikilvægasta. Ef liðið er að vinna þá eru allir ánægðir,“ sagði Antony. Antony mætir Andra Lucas Guðjohnsen og félögum í Gent í Sambandsdeildinni í kvöld en spænska liðið er 3-0 yfir eftir fyrri leikinn og því í frábærri stöðu. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Spænski boltinn Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira