Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2025 10:31 Elvar Már Friðriksson fagnar sigrinum ótrúlega á Ítölum í síðasta leik íslenska landsliðsins. FIBA Basketball 20. febrúar 2025 gæti verið einn af þessum stóru dögum í íslenskum körfubolta því í kvöld getur íslenska körfuboltalandsliðið tryggt sig inn á Evrópumótið næsta haust. Íslenska karlalandsliðið í körfubolta væri þá komið á Eurobasket í þriðja sinn en liðið var einnig með 2015 og 2017. Íslenska liðið tryggði sig fyrst inn á Eurobasket 27. ágúst 2014 og komast á annað mótið í röð 17. september 2016. Þessi dagur gæti bæst í hópinn. Íslenska liðið hefur misst af tveimur síðustu Evrópumótum en frábær frammistaða liðsins í þessari undankeppni hefur komið íslensku strákunum í frábæra stöðu. Svo góð er staðan að liðið má tapa leiknum í kvöld en gæti samt fagnað sæti á Eurobasket eftir leikinn. Íslensku strákarnir eru tveimur sigurleikjum og fimm stiga betri stöðu í innbyrðis leikjum á undan Ungverjum í baráttunni um síðasta sætið inn á Eurobasket. Ísland vann fyrri leikinn á móti Ungverjalandi með fimm stigum í Laugardalshöllinni, 70-65, en liðin mætast aftur í kvöld. Ungverjar verða að vinna með sex stigum eða meira til að eiga enn möguleika á sætinu á EM. Vinni Ungverjar með fimm stigum þá verða liðin jöfn innbyrðis og þá telur heildarnettó og þar þarf mikið að gerast í þessum tveimur síðustu umferðum til að íslenska liðið missi niður 44 stiga forskot. Tapi íslenska liðið með sex stigum eða meira þá fær það líka annað tækifæri til að tryggja sig inn á EM þegar Tyrkir koma í heimsókn í Laugardalshöllina á sunnudaginn. Íslenska liðið er í þessari lykilstöðu þökk sé mögnuðum útisigri á Ítalíu í síðasta leik. Ungverjar hafa aftur á móti tapað öllum fjórum leikjum sínum í keppninni. Leikurinn hefst klukkan 17.00 í dag og það verður fylgst vel með gangi mála hér inn á Vísi. Það eru þannig fjórar leiðir fyrir íslensku strákana inn á Evrópumótið og þær eru teknar saman hér fyrir neðan. Svona kemst íslenska körfubolta landsliðið á Eurobasket 2025: 1) Ísland vinnur Ungverjaland í kvöld 2) Ísland tapar með 4 stigum eða minna á móti Ungverjalandi í kvöld 3) Ísland vinnur Tyrkland á sunnudaginn 4) Ungverjaland vinnur ekki Ítala á útivelli á sunnudaginn Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta væri þá komið á Eurobasket í þriðja sinn en liðið var einnig með 2015 og 2017. Íslenska liðið tryggði sig fyrst inn á Eurobasket 27. ágúst 2014 og komast á annað mótið í röð 17. september 2016. Þessi dagur gæti bæst í hópinn. Íslenska liðið hefur misst af tveimur síðustu Evrópumótum en frábær frammistaða liðsins í þessari undankeppni hefur komið íslensku strákunum í frábæra stöðu. Svo góð er staðan að liðið má tapa leiknum í kvöld en gæti samt fagnað sæti á Eurobasket eftir leikinn. Íslensku strákarnir eru tveimur sigurleikjum og fimm stiga betri stöðu í innbyrðis leikjum á undan Ungverjum í baráttunni um síðasta sætið inn á Eurobasket. Ísland vann fyrri leikinn á móti Ungverjalandi með fimm stigum í Laugardalshöllinni, 70-65, en liðin mætast aftur í kvöld. Ungverjar verða að vinna með sex stigum eða meira til að eiga enn möguleika á sætinu á EM. Vinni Ungverjar með fimm stigum þá verða liðin jöfn innbyrðis og þá telur heildarnettó og þar þarf mikið að gerast í þessum tveimur síðustu umferðum til að íslenska liðið missi niður 44 stiga forskot. Tapi íslenska liðið með sex stigum eða meira þá fær það líka annað tækifæri til að tryggja sig inn á EM þegar Tyrkir koma í heimsókn í Laugardalshöllina á sunnudaginn. Íslenska liðið er í þessari lykilstöðu þökk sé mögnuðum útisigri á Ítalíu í síðasta leik. Ungverjar hafa aftur á móti tapað öllum fjórum leikjum sínum í keppninni. Leikurinn hefst klukkan 17.00 í dag og það verður fylgst vel með gangi mála hér inn á Vísi. Það eru þannig fjórar leiðir fyrir íslensku strákana inn á Evrópumótið og þær eru teknar saman hér fyrir neðan. Svona kemst íslenska körfubolta landsliðið á Eurobasket 2025: 1) Ísland vinnur Ungverjaland í kvöld 2) Ísland tapar með 4 stigum eða minna á móti Ungverjalandi í kvöld 3) Ísland vinnur Tyrkland á sunnudaginn 4) Ungverjaland vinnur ekki Ítala á útivelli á sunnudaginn
Svona kemst íslenska körfubolta landsliðið á Eurobasket 2025: 1) Ísland vinnur Ungverjaland í kvöld 2) Ísland tapar með 4 stigum eða minna á móti Ungverjalandi í kvöld 3) Ísland vinnur Tyrkland á sunnudaginn 4) Ungverjaland vinnur ekki Ítala á útivelli á sunnudaginn
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira